Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 40
TOLVUR Address Name ********************** * Device Drivers * ********************** Description ÖS91:004B NUL NUL device 0975:0000 CON Console keyboard/screen 01SB:0003 CON Console keyboard/screen 0136:0008 AUX First Serial Port 0141:0007 PRN First Parallel Printer 0151:0005 CLOCKí System Clock Interface 015E:0005 A: - C DOS Supported Drives 0137:OOOA COMl First Serial Port 014S:0009 LPT1 First Parallel Printer 0277:0001 LPT2 Second Parallel Printer 0S78:0003 LPT3 Third Parallel Printer 0279:0005 COMS Second Serial Port Norton Utilities 4.6: í Sl-kerfinu er einnig hægt að fá allar upplýsingar prentaðar í sýrslu með því að nota „Print“ á valmyndinni. „DISK DOCTOR" Diskar og diskettur geta orðið fyrir ýmsum áföllum, t.d. þegar straumur fer af tölvukerfi á sama tíma og vistun eða sókn á sér stað. Það vita það sjálfsagt of fáir að venjulegt segul- magnað skrúfjám, sem snertir disk- ettu, getur spillt gögnum á henni; dregur þau einfaldlega til. Ymislegt annað getur valdið því að diskur virðist allt í einu ónothæfur. í DOS stýrikerfmu er sérstakt kerfi til þess að kanna ástand diska og er það ræst með skipuninni CHKDSK. Það gefur upplýsingar um ástand disks og kannar hvort og að hve miklu leyti diskur virkar. Skipunin lagfærir einn- ig suma hluti sem hafa farið úrskeiðis. Norton Disk Doctor gerir það sama en á mun þægilegri hátt fyrir notand- ann; með valmynd sem leiðir notand- ann stig af stigi í gegnum verkefnið og sýnir honum jafnframt hvað sé að ger- ast þá og þá stundina. Með þessu kerfi er hægt að koma lagi á disk sem hefur ruglast og jafnvel skemmst. Hafi disketta skemmst er sjálfsagt að afrita hana yfir á nýja. GAMALT VÍN Á NÝJUM BELGJUM Norton Utilities 4.5 inniheldur öll gömlu hjálpartækin úr fyrri útgáfum svo sem „Unerase", þónokkuð ein- faldað. Það gerir kleift að endurstofna skrár á diski þótt þeim hafi verið eytt (með DELETE en ekki FORMAT), hægt er að láta kerfið leita uppi text- astreng (orð) á diski, jafnvel þótt hann innihaldi mörg skjalasöfn. Getur það komið sér vel ef heiti skráar er gleymt og jafnvel ekki vitað á hvaða diskettu, á meðal margra, skráin er. „Speed Disc“ kerfið þjappar skrám saman á diski og breytir „umferðar- reglum“ þannig að notkun disksins „Ágæt handbók fylgir Norton Utilities. Þar er gengið hreint til verks: Valmyndirnar skýra sig að miklu leyti sjálfar. Hjálpartexti er fyrir hendi í kerfinu og má sækja hann á skjáinn eftir þörfum.“ verður fljótvirkari. Þetta kerfi er end- urbætt í útgáfu 4.5. Gamla SI (Syst- em Information) er þarna, að því virð- ist óbreytt, en með því er hægt að fá á skjáinn tæknilegar upplýsingar um viðkomandi tölvu svo sem um gjörva, miðverk, vinnsluminni, uppsetningu miðverks, útganga o.s.frv. Á meðal hjálparforritanna er kerfi sem virkar eins og skeiðklukka og kemur að notum í sambandi við skip- anaskrár (bat- skrár), kerfi sem gerir kleift að endurstofna skjalasöfn sem hefur verið eytt og þá um leið innihald þeirra; kerfi sem gerir kleift að end- urmerkja disk (Label) án þess að þurfa að forsníða hann að nýju áður og kerfin, „Wipedisc“ og „Wipefile" sem nota má til þess að koma í veg fyrir að hægt sé að endurstofna skrár eða skjalasöfn sem notandi hefur eytt. Þar með má segja að búið sé að fara í hring en síðasttöldu kerfin gefa þó tilefni til að fjallað sé um þau sérstak- lega. Ágæt handbók fylgir Norton Utili- ties. Þar er gengið hreint til verks: Valmyndirnar skýra sig að miklu leyti sjálfar. Hjálpartexti er fyrir hendi í kerfinu og má sækja hann á skjáinn eftir þörfum. Það eykur gildi hand- bókarinnar að í henni er fjöldi dæma. Þau segja miklu meira en langur texti og á mun skýrari hátt. AÐVÖRUN Að endingu er ástæða til þess að vara fólk við því að diskettur og diskar geta verið varasamir hlutir komist þeir í hendur óviðkomandi með ein- hverja þekkingu og umráð yfir kerfi á borð við Norton Utilities. Fólk skrifar bréf á tölvu, geymir á diskettu á með- an á vinnslu stendur, prentar síðan bréfið og eyðir skránni t.d. vegna þess að bréfið var trúnaðarmál. Eyð- ing skráarinnar, jafnvel þótt diskettan hafi síðan verið forsniðin á nýjan leik til frekara öryggis, er engin trygging fyrir því að óviðkomandi geti ekki endurstofnað hana með NU og lesið. Ekki er ólíklegt að þessi staðreynd komi eins og köld gusa yfir þá sem ekki höfðu leitt hugann að þessum möguleika. Diskettur og diskar geta verið varasamir geymslustaðir. Diskettur með trúnaðargögnum, hvort sem þeim hefur verið eytt eða ekki, ætti því ávallt að geyma í læstri hirslu. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að sk. vasadiskar, þ.e. harðir diskar sem hægt er að taka úr tölvum með einu handtaki, eru á boðstólum. Þá má nefnilega læsa inni í peningaskáp. Af sömu orsökum er lykillásinn, sem of fáir nota, á AT tölvunum sem of fáir nota. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.