Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 49
ÞJONUSTA Starfsmenn íslenskra markaðsrannsókna en auk þessara starfa um 25 manns í hlutastarfi hjá fyrirtækinu. FJÁRFEST í UPPLÝSINGUM RÆTT VIÐ SKÚLA GUNNSTEINSSON, EINN ÞRIGGJA EIGENDA ÍSLENSKRA MARKAÐSRANNSÓKNA Fyrir rúmu ári, nánar tiltekið 2. nóvember 1990, stofnuðu þrír ungir menn, þeir Kristján Ágústsson mark- aðs- og stjórnunarfræðingur, Sigurð- ur Olsen viðskiptafræðingur og Skúli Gunnsteinsson viðskiptafræðingur, fyrirtækið íslenskar markaðsrann- sóknir. Þótt fyrirtækið sé varla búið að slíta barnsskónum hefur það þegar vakið athygli fyrir frumkvæði og nýj- ungar í markaðsrannsóknum og hefur gert samninga við nokkur öflug fyrir- tæki um markaðsrannsóknastarf. Má þar m.a. nefna Verksmiðjuna Vífilfell, Coca-Cola, Stjórnunarfélag íslands og Sjóvá-Almennar. Þá hefur fyrir- tækið einnig annast ýmsar kannanir, m.a. fyrir fjölmiðla og má þar nefna skoðanakönnun sem það annaðist fyrir tímaritið Nýtt Líf er það stóð fyrir útnefningu á „konu ársins 1991“. Auk eigendanna þriggja starfa nú við fyrirtækið þeir Hafsteinn Már Einarsson viðskiptafræðingur og Ing- ólfur Árnason viðskiptafræðingur auk þess sem Þorlákur Karlsson sál- fræðingur og lektor við Félagsvís- indadeild Háskóla íslands hefur unnið töluvert við úrvinnslu rannsókna og er faglegur ráðgjafi fyrirtækisins í þeim efnum. Hjá fyrirtækinu starfa einnig 25 manns í hlutastörfum við símakannanir og fleira. „Við höfum allt frá upphafi lagt mikla áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð," sagði Skúli Gunnsteins- son, einn þriggja eigenda íslenskra markaðsrannsókna, í stuttu spjalli við Frjálsa verslun. „ Þannig höfum við jafnan lagt á það áherslu að skipu- leggja mjög vel fyrirfram þær rann- sóknir, sem við önnumst, og lagt áherslu á persónuleg samskipti við viðskiptavini okkar til þess að kynn- ast þörfum þeirra og markmiðum með rannsóknunum og einnig höfum við lagt þá það megináherslu að skila úrvinnslu rannsókna okkar í greinar- góðu og aðgengilegu formi þannig að viðkomandi geti verið fljótur að átta sig á niðurstöðunum og draga TEXTI: STEINAR J. LÚÐVÍKSSON MYND: HREINN HREINSSON 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.