Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 49
ÞJONUSTA
Starfsmenn íslenskra markaðsrannsókna en auk þessara starfa um 25 manns í hlutastarfi hjá fyrirtækinu.
FJÁRFEST í UPPLÝSINGUM
RÆTT VIÐ SKÚLA GUNNSTEINSSON, EINN ÞRIGGJA EIGENDA ÍSLENSKRA
MARKAÐSRANNSÓKNA
Fyrir rúmu ári, nánar tiltekið 2.
nóvember 1990, stofnuðu þrír ungir
menn, þeir Kristján Ágústsson mark-
aðs- og stjórnunarfræðingur, Sigurð-
ur Olsen viðskiptafræðingur og Skúli
Gunnsteinsson viðskiptafræðingur,
fyrirtækið íslenskar markaðsrann-
sóknir. Þótt fyrirtækið sé varla búið
að slíta barnsskónum hefur það þegar
vakið athygli fyrir frumkvæði og nýj-
ungar í markaðsrannsóknum og hefur
gert samninga við nokkur öflug fyrir-
tæki um markaðsrannsóknastarf. Má
þar m.a. nefna Verksmiðjuna Vífilfell,
Coca-Cola, Stjórnunarfélag íslands
og Sjóvá-Almennar. Þá hefur fyrir-
tækið einnig annast ýmsar kannanir,
m.a. fyrir fjölmiðla og má þar nefna
skoðanakönnun sem það annaðist
fyrir tímaritið Nýtt Líf er það stóð
fyrir útnefningu á „konu ársins 1991“.
Auk eigendanna þriggja starfa nú
við fyrirtækið þeir Hafsteinn Már
Einarsson viðskiptafræðingur og Ing-
ólfur Árnason viðskiptafræðingur auk
þess sem Þorlákur Karlsson sál-
fræðingur og lektor við Félagsvís-
indadeild Háskóla íslands hefur unnið
töluvert við úrvinnslu rannsókna og
er faglegur ráðgjafi fyrirtækisins í
þeim efnum. Hjá fyrirtækinu starfa
einnig 25 manns í hlutastörfum við
símakannanir og fleira.
„Við höfum allt frá upphafi lagt
mikla áherslu á vönduð og fagleg
vinnubrögð," sagði Skúli Gunnsteins-
son, einn þriggja eigenda íslenskra
markaðsrannsókna, í stuttu spjalli við
Frjálsa verslun. „ Þannig höfum við
jafnan lagt á það áherslu að skipu-
leggja mjög vel fyrirfram þær rann-
sóknir, sem við önnumst, og lagt
áherslu á persónuleg samskipti við
viðskiptavini okkar til þess að kynn-
ast þörfum þeirra og markmiðum
með rannsóknunum og einnig höfum
við lagt þá það megináherslu að skila
úrvinnslu rannsókna okkar í greinar-
góðu og aðgengilegu formi þannig að
viðkomandi geti verið fljótur að átta
sig á niðurstöðunum og draga
TEXTI: STEINAR J. LÚÐVÍKSSON MYND: HREINN HREINSSON
49