Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 51

Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 51
STJORNUN - NÚTÍMA TÆKNIVIÐ ÁÆTLANAGERÐ OG SKIPULAGNINGU Mynd 1. Dæmigerður tölvubúnaður fyrir hermilíkön. GreinarhöfuncLur, Kristján Björn Garðarsson, er verkfræðingur og starfar sem iðnráðgjafi Grein þessari er ætlað að veita nokkra yfirsýn yfir þá möguleika sem hermilíkön fyrir tölvur (computer simulation) hafa sem hagnýt verkfæri til að auka skilning á framleiðslukerf- um. Ætlunin er að vekja athygli stjórnenda fyrirtækja og stofn- ana á tækni sem sífellt ryður sér meira til rúms. Seinni hluti greinarinnar birtist í næsta blaði. Eins og nafnið bendir til þá eru hermilíkön gerð til þess að herma eða líkja eftir raunverulegum kerfum, t.d. framleiðslu- eða þjónustukerfum. Það er ekki svo ýkja langt síðan að stærri gerðir tölva voru nauðsynlegar ef gera átti „alvöru“ hermilíkan. Þessu er ekki lengur þannig farið því nú eru fyrirliggjandi fjöldi hugbúnaðar „pakka“ til þessara nota sem eru sniðnir fyrir einkatölvur. Hermitækni er löngu orðin þarft verkfæri til að kanna samspil orsaka og afleiðinga, hvort sem um er að ræða athugun á fyrirhuguðu verk- smiðjuskipulagi, könnun á fjárhags- legri afkomu fyrirtækis, afköst í þjón- ustu eða hæfnisþjálfun, svo eitthvað sé nefnt. Kostir hermitækni fyrir framleið- endur eru hliðstæðir og kostir flug- hermis sem gerir þjálfun flugmanna áhættulausa auk þess að spara bæði tíma og fjármuni. Flugmanninum leyf- ist að gera mistök í hinu eftirlíkta um- hverfi og á þann hátt er hæfni hans aukin og þar með hættan á mistökum í raunverulegu flugi lágmörkuð. 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.