Frjáls verslun - 01.02.1992, Qupperneq 53
framboðs afkasta sem verður óend-
anlega mikill nema einhver „auka“-
afkastageta sé látin vera fyrir hendi.
Þó að stjórnendum væri sýnt fram á
þessa hluti á stærðfræðilegan hátt og
með línuritum þá er nokkuð víst að
flestir af þeim myndu svara „aldrei“ ef
þeir væru spurðir hversu oft þeir
vildu láta starfsfólkið vera aðgerða-
laust. Þeir myndu vilja fullt framlag
vinnu fyrir hverja greidda krónu í
laun. A hinn bóginn er hætt við að
óhóflegt magn efnis og ófullgerðrar
framleiðslu, vanefndar afhendingar
og slæleg tilfinning fyrir flöskuhálsum
í framleiðsluferlinu væri áberandi ef
litast væri um í viðkomandi fyrirtækj-
um.
I Bandaríkjunum eru þjónustufyrir-
tæki eins og t.d. skyndibitastaðir,
bensínstöðvar o.þ.h., staðsett, inn-
réttuð og mönnuð að vel athuguðu
máli. Oftast er þetta gert með ýtar-
legum umferðarmælingum og athug-
unum með hermilíkani þar sem reynt
er að taka tillit til sem flestra að-
stæðna og áhrifaþátta. Niðurstöður
slíkrar athugunar veita síðan góða,
vel rökstudda vísbendingu um nauð-
synlegan mannafla á hverjum tíma,
sætafjölda, fjölda afgreiðslukassa
o.s.frv., semsagt engar ágiskanir út í
bláinn!
Til að öðlast trú á skyldleika alka
þeirra flóknu atriða, sem mynda sam-
spil nútíma framleiðslu, þá þurfa
stjórnendur aðferðir sem gera þeim
kleift að setjast við tölvu og „leika“
sér ofurlítið með líkan af sínu kerfi og
átta sig sjálfir á umræddum skyld-
leika. Eftir að hafa reynt þetta má
búast við að þeir sömu fái tiltrú og fari
að leggja traust á hvernig lögmál
stærðfræðinnar eru allsráðandi í
heimi framleiðslunnar.
Hermilíkön fyrir tölvur, hönnuð
með sama hætti og flest fólk hugsar,
gera kleift að gera tilraunir og að setja
fram niðurstöður á myndrænan hátt,
bæði beint og grafískt. Þetta gæti
veitt þeim, sem ekki eru sérfróðir á
tilteknu sviði, þá hugsýn sem við-
komandi gæti auðveldlega gripið og
tileinkað sér. Þær framfarir, sem
orðið hafa í seinni tíð varðandi vél- og
hugbúnað til gerðar á tölvulíkönum,
hafa orðið til að bjóða upp á þessa
miklu möguleika.
VEITIR YFIRSÝN OG RÖKSTUDDA
VÍSBENDINGU
Hermilíkön gera kleift að skoða
samtímis öll hin flóknu og oft ruglings-
legu innbyrðis samskipti sem átt geta
sér stað í framleiðsluferlinu og erfitt
er annars að fá yfirsýn yfir. Hægt er
að hanna líkön af einhverjum tiltekn-
um viðhorfum í framleiðslukerfum til
að ná fram betri nýtingu og meiri
krafti úr framleiðslugetunni, minnka
efnismagn í framleiðslunni, ná að
standast áætlun í afhendingum,
minnka ijárfestingar og jafna fram-
leiðslu.
Að gera hermilíkan af raunveru-
legu kerfi veitir möguleika á að koma
auga á hvar hinir raunverulegu flösku-
hálsar eru og hvernig þeir hugsanlega
færast til við breytt álag í framleiðsl-
unni, hver sé hinn raunverulega
virkni og nýting allra frumþáttanna,
s.s. verksmiðju, tækja og mannafla.
Á bæði fljótlegan og ódýran hátt væri
hægt að sjá hvaða vélastærðir væru
heppilegastar áður en ráðist er í fjár-
festingar, ákvörðun tekin um fjölda
og afkastagetu flutningstækja
o.s.frv.. Með því að eiga hermilíkan
af t.d. verksmiðju eða frystihúsi geta
menn auðveldlega athugað áhrif auk-
inna afkasta véla, manna eða flutn-
ingstækja og þá um leið hvort slík
aukning sé réttlætanleg.
Flestu fólki hættir til að hugsa um
orsakir og afleiðingar og framkvæma
aðgerðir með tilliti til skemmri tíma.
Samt er það svo að langtíma áhrif eru
venjulega öndverð við hin skamm-
tíma bundnu sem leiðir til þess að sé
til lengri tíma litið þá reynast oft ýms-
ar ákvarðanir rangar. Þetta á einkum
við í stjórnmálum og hagfræði.
Hermilíkön bjóða upp á möguleika til
að „skoða ókomna framtíð" með því
að byggja líkön, sem hægt er að gera
tilraunir á með því að gefa breytilegar
forsendur, og þannig að kanna bæði
skamm- og langtíma áhrif ýmissa
þátta. Þannig má síðan reyna að ná
því besta jafnvægi milli þessara áhrifa
sem hægt er.
NIÐURLAG FYRRIHLUTA
Fram til þessa hafa flest hermilíkön
verið gerð af verkfræðingum, vís-
indamönnum, tölvusérfræðingum og
einstaklingum með mikla stærðfræði-
lega getu. Þetta gæti fengið gerð
hermilíkana til að líta út fyrir að vera
eingöngu viðfangsefni fyrir langskó-
lagengið fólk á vísindasviði. Samt er
óhætt að segja að gerð hermilíkana sé
fremur list en vísindi. Reynslan hefur
sýnt að fólk, sem ekki hefur mikla
sérþekkingu varðandi stærðfræði,
dregst engu að síður að þessu við-
fangsefni þegar því hefur verið kynnt
málið. Hermilíliön eru mjög gagnleg
við framleiðslustjórnun og notkun
þeirra hefur breiðst hratt út samfara
framförum í menntun á sviði tölvu-
tækni ásamt bættum vél- og hugbún-
aði.
53