Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Síða 55

Frjáls verslun - 01.02.1992, Síða 55
HLUT flug og höfum möguleika á að fljúga með 15-20 þúsund farþega til þessara borga. Nýir samningar hafa einnig verið undirritaðir við Samvinnuferðir- Landsýn og munum við fljúga viku- lega til Benidorm, Mallorca og á tveggja vikna fresti til eyjunnar Korfu, sem er nýjasti sumardvalar- staður Samvinnuferða-Landsýnar. Við erum með um 75-80% af þeirra leiguflugi á okkar snærum í sumar. Þá munum við áfram bjóða upp á flug með þýska ferðamenn frá Hamborg, Köln og Múnchen auk þess sem við höfum bætt Frankfurt í þann pakka.“ Halldór sagði að auk aðalskrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík væri Atl- antsflug með skrifstofu í London og Hamborg auk þess sem félagið hefði umboðsmann í Amsterdam. „Þessa dagana er verið að ganga frá samningi við félag í eigu Viet- namska ríkisins og ferðamálaráðs Ho Chi Minh borgar um flug þaðan til borganna í kring. Hér er um árssamn- ing að ræða og verður flogið með ís- lenskri áhöfn. Þessi samningur veitir um 25 manns atvinnu við flugið sjálft. Fleiri samningar eru í undirbúningi, en við teljum afar mikilvægt fyrir fé- lagið að geta sinnt slíkum leigusamn- ingum í afmarkaðan tíma, sérstaklega til að nýta mannskap okkar þegar okkur er meinað að fljúga til og frá íslandi. “ BflRIST VIÐ KERFIÐ Þótt Atlantsflugi hf. hafi gengið vel á því ári sem liðið er frá því það hóf Halldór Sigurðsson: „Við vonum hins vegar að Atlantsflug verði ekki neytt til að skrá sig undir erlendum fána því félagið er íslenskt og vill gjarnan vera það áfram.“ rekstur, hefur gengið á ýmsu á bak við tjöldin. Félagið hefur þurft að berjast við kerfið og þótt áfangasigur hafi unnist í baráttunni fyrir flug- rekstrarleyfi, er ekki enn búið að tryggja leyfi til reksturs nema til eins árs. Halldór fór nánar út í þessa bar- áttu fyrir tilvist félagsins. „Þótt frelsi í flugi hafi verið að auk- ast í orði kveðnu, er enn þannig búið um hnútana að þeir, sem hafa komið sér fyrir í flugrekstri hér heima, eiga betri möguleika til að tryggja stöðu sína en þeir sem eru að bijótast inn á markaðinn. Við íundum mjög fyrir þessu þegar við sóttum um nýtt flug- rekstrarleyfi en í fyrstu er það aðeins veitt til eins árs. Miðað við hefðir hér hefðum við átt að fá nýtt leyfi til fimrn ára en máttum þakka fyrir að fá fram- lengingu í eitt ár! Það, sem olli okkur vandræðum nú, var setning nýrrar reglugerðar frá því í febrúar í fyrra, sem íslensk flug- málayfirvöld vildu túlka að gilti um þá sem væru að endurnýja leyfi. Þar segir sem svo að eigið fé fyrirtækis í flugrekstri verði að nægja til þriggja mánaða rekstrar miðað við áætlun fyrir næstu tvö ár. Þessa grein í reglugerðinni gagnrýndum við með rökum og bentum á að slík krafa hefði það í raun í för með sér að engir nýir aðilar gætu haslað sér völl á þessum markaði. Það væri í raun verið að gulltryggja þá yfirburðastöðu sem 55

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.