Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Page 58

Frjáls verslun - 01.02.1992, Page 58
VERSLUN ÁSTÆÐAN FYRIR STOFNUN ÍSLENSKRAR VERSLUNAR: TORTRYGGNIOG ÁTÖK UM HAGSMUNI KLOFNINGUR VERSLUNARRÁÐS ÍSLANDS ER HÉR TIL UMFJÖLLUNAR OG RÆTT VIÐ BIRGIR. JÓNSSON, FORMANN ÍSLENSKRAR VERSLUNAR OG FÉLAGS ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA SEM NÚ ER GENGIÐ ÚR VERSLUNARRÁDI ÍSLANDS Eins og kunnugt er urðu tals- verðar breytingar á starfsemi Verslunarráðs íslands um síð- ustu áramót en þá hættu þrjú öflug samtök samvinnu við ráð- ið. Félag íslenskra stórkaup- manna, Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök fslands töldu að hagsmunir sinna fé- lagsmanna væru best tryggðir í eigin samtökum og síðla í janúar sl. stofnuðu þau með sér sam- tökin íslensk verslun. í þessum þremur félögum eru yfir eitt þúsund fyrirtæki og því hlýtur þetta umrót að hafa í för með sér verulegar breytingar á sam- vinnu íslenskra atvinnurekenda í framtíðinni. Verslunarráðið. Af viðtölum við menn í þessum greinum er þó ljóst að þar hefur gætt vaxandi tortryggni í garð Verslunarráðsins vegna Eim- skips, sem þeir telja að ráði mestu um stefnumótun innan ráðsins. í viðtali við Morgunblaðið 17. október á síð- asta ári sagði t.d. formaður Félags íslenskra stórkaupmanna: „í samstarfi okkar við Verslunar- ÍSLENSK VERSLUN ráðið sáum við að hagsmunir verslun- armanna og annarra aðila innan Versl- unarráðs rákust víða á. Verslunarráð- ið er byggt þannig upp að atkvæða- vægi fer eftir félagsgjöldum sem hver og einn greiðir eftir stærð. Þetta leið- ir til ákveðinnar samþjöppunar á valdi og við teljum að ráðið sé með þessu fyrirkomulagi samtök fyrir sérhags- muni einstakra fyrirtækja." Það var í ársbyrjun 1989 sem Verslunarráðið og Félag íslenskra stórkaupmanna hóf samstarf um rekstur Skrifstofu viðskiptalífsins. Nú, tveimur árum síðar, er því sam- starfi lokið með stofnun samtaka þeirra atvinnurekenda sem fást við verslun eingöngu. Samstarfi þessu var slitið af hálfu Verslunarráðsins með bréfi dags. 27. júní 1991 en þar sagði Verslunarráðið einhliða upp samningi við FÍS. En hvað er átt við með fullyrðingum um hagsmuna- árekstra innan Verslunarráðsins? Þessi þrjú samtök, sem nú hafa VAXANDITORTRYGGNI Ýmsar ástæður eru fyrir því að þessi þrjú félög í verslun ákváðu að halda sína leið og slíta samstarfi við ISLENSK VERSLUN TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON OG JÓHANNES LONG 58

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.