Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 60
Af viðtölum við menn í þessum greinum er þó ljóst að þar hefur gætt vaxandi tortryggni í garð Verslunarráðsins vegna Eimskips, sem þeir telja að ráði mestu um stefnumótun innan ráðsins. ljósi þeirrar þróunar verður að skoða brotthvarf Félags íslenskra stórkaup- manna úr Verslunarráðinu. Það má því segja að samstarfsslitin eigi bæði rót sína að rekja til erlendrar þróunar en ekki síður til sérstakra aðstæðna hér á landi. En hvað er ís- lensk verslun? Við ræddum það mál við Birgi R. Jónsson, formann hina nýju samtaka. VIUUM BÆTA STARFSKJÖRIN „Mörgum hefur lengi fundist að fyrirtæki í verslunarrekstri ættu sér ekki nógu öfluga málsvara gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Þá er ljóst að öll verslun er að taka miklum breytingum með sameinaðri Evrópu og opnari viðskiptaháttum. Við töld- um nauðsynlegt að auka styrk okkar til að geta unnið að stefnumótun í verslun og til að samræma afstöðu þessarar atvinnugreinar til ýmissa mála.“ Birgir sagði ljóst að hér á landi störfuðu um 20.000 manns í verslun- inni og 15-20% virðisaukans, sem þar yrði, skilaði sér inn í íslenskt efna- hagslíf. Það væri afar brýnt nú að styrkja þessa undirstöðu atvinnulífs- ins og skapa versluninni sömu starfs- skilyrði og í nágrannalöndunum því annars væri hætta á að hún flyttist þangað í stórum stíl. „Menn hljóta að sjá að með minni hömlum í verslun á milli landa, sem við teljum af hinu góða, eru landa- mæri ríkja smám saman að þurrkast út á viðskiptasviðinu. Islensk verslun býr því miður við allt önnur og mun verri starfsskilyrði en keppinautarnir íEvrópu. Hérert.d. virðisaukaskatt- ur mun hærri en annars staðar auk þess sem jöfnunargjald, vörugjald og aðrir ytri toilar íþyngja þessari grein hér heima. Að auki eru fyrirhugaðar ýmsar breytingar með EES samning- um og það liggur fyrir að margar vör- ur fara illa út úr þeirri tengingu, ef af verður," sagði Birgir R. Jónsson enn- fremur. Hann sagði einnig brýnt að bæta starfskjörin með tilliti til annarra at- vinnugreina innanlands. Verslunin bæri hærra tryggingargjald og hærra aðstöðugjald en aðrar greinar auk þess sem skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði væri óþolandi mis- munun. Þá innheimti verslunin virðis- aukaskatt fyrir ríkissjóð en ýmsar aðrar greinar þyrftu ekki að inna þá þjónustu af hendi. Benti hann t.d. á að ef tryggingarstarfsemi væri virðis- aukaskattskyld væri hægt að lækka þennan háa veltuskatt af annarri starfsemi. „Það sér hver heilvita maður hversu fráleitur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði er á þessa at- vinnugrein. Fáránleikinn getur t.d. birst í því að skattur leggst á þann hluta húss þar sem er starfsrækt mat- vöruverslun en ekki þann hlutann þar sem hefur verið innréttuð efnalaug! Skatturinn getur numið milljónum króna á eitt fyrirtæki á ári og hlýtur auðvitað að rýra samkeppnisstöðuna og afkomuna sem því nemur. Það er ekkert leyndarmál að kaup- menn telja nauðsynlegt að efla sam- 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.