Frjáls verslun - 01.02.1992, Page 62
VERSLUN
„Mörgum hefur lengi fundist að fyrirtæki í verslunarrekstri ættu sér ekki
nógu öfluga málsvara gagnvart íslenskum stjórnvöldum.“
með því? Er t.d. ekki fullt frelsi til
flutninga á sjó til íslands?
„í orði kveðnu er það svo en hitt er
einnig ljóst að mjög erfitt yrði fyrir
utanaðkomandi aðila að rjúfa þá ein-
okun sem tvö skipafélög hafa í reynd á
öllum sjóflutningum til íslands.
Astæðan er sú að hér vantar meiri
samkeppni í hafnaraðstöðu og það er
auðvitað fráleitt að hún skuli vera í
eigu þessara tveggja aðila. Við söluna
á Ríkisskipum höfðu íslenskir innflytj-
endur mikinn áhuga á að hafa áhrif á
hvað tæki við á flutningasviðinu, ekki
síst vegna hafnaraðstöðunnar við
Vogabakka. Þar hefði verið hægt að
koma upp frjálsu svæði sem hefði get-
að orðið grundvöllur þess að ijúfa
þann fákeppnismarkað sem nú er orð-
inn staðreynd í íslenskum sjóflutning-
um. Ég óttast mjög að hann leiði til
hækkunar á frakt og þar með hærra
vöruverðs til íslenskra neytenda,"
sagði Birgir R. Jónsson að lokum.
HREINSUN A TOLVUM
OG SKRIFSTOFUTÆKJUM cleaning'kerfið
Ryk, fita og önnuróhreinindi eru oft orsök bilana írafmagns- og rafeindatækjum. Reglulegar hreingerningar á tölvum og öðrum
skrifstofutækjum eru stór þáttur í viðhaldi þessara tækja og getur komið í veg fyrir bilanir. Einnig er mun ánægjulegra að vinna
við hrein tæki. Starfsfólk Ólsander hf., með Terminal Cleaning-kerfið er sérstaklega þjálfað og vinnur með nýjustu tæki og efni á
sínu sviði. Pað tryggir að viðkvæm tæki eru hreingerð og sótthreinsuð á
öruggan hátt og með sem minnstum áhrifum á umhverfið. Terminal
Cleaning-kerfið fjarlægir á áhrifarfkan hátt allt skaðlegt ryk, óhreinindi og
fitu af lyklaborðum, tölvuskjám, prenturum, ritvélum, ljósritunarvélum,
fax- og telextækjum og símum, með viðurkenndum efnum og tækjum.
OLSANDER h.f.
Hreinlætis- og rádgjafaþjónusta
Grettisgötu 6, 101 Reykjavík, Sími 6264B0, Fax 626461
62