Frjáls verslun - 01.08.1997, Blaðsíða 25
FIMM STÆRSTU FYRIRTÆKIN EIGA 30 MILLJARÐA
Fimm stærstu sjávarútvegsfyrirtækin eru: Samherji, Haraldur Böðvarsson, Þormóð-
ur rammi-Sæberg, Útgerðarfélag Akureyrar og Grandi. Saman ráða þessi fyrirtæki
yfir rúmlega 97 þúsund þorskígildistonnum og samanlagt áætlað verðmæti kvóta
þeirra er rúmlega 30 milljarðar.
Þeir einstaklingar, sem eiga stærst-
an hlut í Haraldi Böðvarssyni hf. á
Akranesi eftír sameiningu HB og Mið-
ness í Sandgerði, eru bræðurnir
Gunnar, Olafur, Jón Ægir og Asgeir
Olafssynir, erfingjar Miðness í Sand-
gerði sem eiga 6-7% hver. Hver þeirra
bræðra á því 370400 milljóna virði í
kvóta. Haraldur og Sturlaugur Stur-
laugssynir á Akranesi, sem stýra hinu
sameinaða fyrirtæki eiga mun minni
hlut en eignaraðild í HB var miklu
dreifðari en í Miðnesi.
Þeir einstaklingar, sem eiga stærst-
an hlut í Þormóði ramma-Sæberg, eru
Marteinn Haraldsson og Olafur, Rún-
ar og Haraldur synir hans en kvóta-
hlutur þeirra er á bilinu 800-1.000
milljónir. Róbert Guðfinnsson, fram-
kvæmdastjóri Þormóðs ramma á lít-
inn kvótahlut um það bil 140 milljóna
virði.
Pétur Stefánsson, skipstjóri og út-
gerðarmaður Péturs Jónssonar er
meðal stærstu kvótaeigenda en kvóta-
verðmæti skipsins er um 1.500 millj-
ónir og Pétur á sjálfur um helminginn
í fyrirtækinu. Hann er því kvótaeig-
andi upp á 750 milljónir.
Annar stéttarbróðir hans er Ár-
mann Armannsson sem gerir út
Helgu RE og er stærsti eigandi henn-
ar. Helga RE á kvóta upp á 1450 millj-
ónir og hlutur Ármanns er talinn 500-
600 milljónir.
Þorbjörn hf. í Grindavík er stönd-
ugt fjölskyldufyrirtæki sem nýlega
sameinaðist Bakka hf. á ísafirði. Fjög-
ur systkini, Eirikur, Gunnar, Stefán og
Gerður Tómasbörn eru stærstu ein-
stöku hluthafarnir ásamt föður sínum
og á hvert þeirra kvóta fyrir 580-600
milljónir.
Austur á fjörðum eru öflug sjávar-
útvegsfyrirtæki með lítið dreifðri
eign. Þar ber hæst Hraðfrystihús
Eskifjarðar. Stærsti einstaki hluthafi
þar er Aðalsteinn Jónsson, oft kallaður
Alli ríki. Alli á sjálfur um fjórðungshlut
að andvirði 600-700 milljónir í kvóta
en samtals á ijölskyldan um helming
fyrirtækisins.
JAFNGILDIR EIGN ALLRA ÍBÚA Á
SKAGASTRÖND, B0LUNGARVÍK
0G ESKIFIRÐI SAMANLAGT
Niðurstaða okkar er því sú að í
efsta hluta kvótapíramídans séu sam-
ankomnar 25 sálir sem samtals eiga
kvóta að andvirði 20 milljarðar. Ef við
höldum okkur við þá samlíkingu sem
var notuð fýrr í greininni jafngildir það
kvótaeign um 2.700 Islendinga sé
áætluðu kvótaverðmæti jafnað niður á
alla íbúa landsins. Það jafngildir eign
íbúanna á Bolungarvík, Skagaströnd
og Eskifirði samanlagt. Þessi sjávar-
þorp eru valin af handahófi úr mann-
fjöldatölum Hagstofunnar en samlík-
ingin gæti allt eins átt við stærri kaup-
staði eða t.d. einhveija íjölmennustu
götu í Reykjavík. Höfuð og herðar yfir
þennan hóp bera þó þeir fjórir sem
eiga samanlagt tæpa ellefu milljarða í
kvóta. Þeir eru ókiýndir konungar
kvótakerfisins. B3
Þú nærð forskoti
þegar tælcnin vinnur með þér
CS - PR0 tæknin í Ijósritunarvélum er framtíðarlausn
fyrir þá sem vilja bætt afköst í betra umhverfi.
Mikil framleiðni
Sjálfvirk frumritamötun á
mesta, mögulega Ijósritunarhraða
Flokkunar- og heftibúnaður
sem vinnur hratt og örugglega
WÆMÆW.
MINOLTA
CS-PfíO Ijósritunarvélar
Skreli á undan inn í framtíðina
KJARAN
SKRIFSTOFUBÚNAÐUR
SlÐUMÚU 14, 108 REVKJAVlK. SlMI 5813022