Frjáls verslun - 01.08.1997, Blaðsíða 48
eru annars vegar eigin fram-
leiðsla og hins vegar sam-
starfsverkefni með erlendum
framleiðendum. Erlendu
auglýsingarnar hafa verið
vaxtarbroddur fyrirtækisins
undanfarin ár og hefur Saga
film kostað miklu til að
kynna sig sem gæðaframleið-
anda á erlendum vettvangi.
Slík verkefiii skipta orðið tug-
um og hafa átt ríkan þátt í að
bera hróður fyrirtækisins út
fyrir landsteinana.
„Staðreyndin er sú að
margir vita lítið um Island.
Það kemur þeim hreinlega á
óvart að hér skuli vera vel
menntað tæknifólk með
mikla reynslu, góðar sam-
göngur og að Reykjavík sé
stórborg þrátt fyrir smæð
sína. Þetta hefur hjálpað okk-
ur mikið í því kynningarstarfi
sem við höfum verið að vinna
fyrir Saga film á alþjóðavett-
vangi.“
Þannig hefur tækniþekk-
ing og framleiðsla íslenskra
kvikmyndagerðarmanna
orðið að útflutningsvöru.
„Þetta er gríðarlega íjöl-
breytt starf og skemmtilegt,"
segir Rúnar.
- Hjá Saga film eru yfir 20
fastir starfsmenn en á hveij-
um tíma geta verið mörg
verkefni í gangi í einu og 40-
60 lausamenn sem að þeim
koma með einum eða öðrum
hætti. Rúnar segist í starfi
sínu einbeita sér að tengslun-
um við viðskiptavinina og
dæmis fyrir því að það er
meiri áhugi fyrir því að nota
filmu í stað myndbands, þar
sem filman skilar meiri gæð-
um en almennt eru íslenskar
auglýsingar gerðar á mynd-
band þar sem það er ódýrari
kostur en filmuvinnslan."
Rúnar varð stúdent frá
Fjölbrautaskólanum við Ar-
múla 1984 og fór þaðan til
náms í kvikmyndagerð í
London og var tvö ár í
London International Film
School. Fyrstu tvö árin eftir
heimkomuna starfaði hann
með Agústi Baldurssyni leik-
stjóra en árið 1988 flutti hann
sig til Saga film og hefur
starfað þar síðan.
Rúnar hefur starfað jöfn-
um höndum að gerð dag-
skrárefnis og auglýsinga.
Hann á að baki íjölda heim-
ildamynda auk þess sem
hann hefur leikstýrt mörgum
auglýsingum og hefur séð
um framkvæmdastjórn á
hundruðum auglýsinga.
Hann er giftur Ernu Gísla-
dóttur sem er að ljúka námi í
snyrtifræði og þau eiga tvö
börn, 5 ára strák og 7 ára
stelpu.
„Vinnan er mitt áhuga-
mál. Það fer mikill tími í að
fylgjast með því sem er að
gerast í faginu. Smekkur
breytist hratt í auglýsingum,
þær skapa ímyndir og endur-
spegla og móta tíðarandann.
Við verðum því að fylgjast
með því nýjasta sem er að
Rúnar Hreinsson stjórnar auglýsingaframleiðslu Saga
film. Hann telur að auglýsingar móti tíðarandann.
FV mynd: Kristín Bogadóttir.
fyrkur Saga film ligg-
ur í því að við getum
boðið upp á alhliða
vinnslu sjónvarpsefnis innan
fyrirtækisins. Við erum mjög
vel tækjum búin og höfum 20
ára reynslu af auglýsinga-
gerð og vinnslu sjónvarpsefn-
is,“ segir Rúnar Hreinsson
framkvæmdastjóri auglýs-
ingasviðs hjá Saga film.
Saga film er umsvifamesta
fyrirtæki á sínu sviði á Is-
margskyns sjónvarpsþætti
og heimildarmyndir auk
þess sem það hefur séð um
beinar útsendingar fyrir báð-
ar sjónvarpsstöðvarnar.
Margir muna eflaust eftir I
sannleika sagt á RUV fyrir
tveimur árum og Bingó
Lottó, Almannaróm og síðast
en ekki síst þættinum Gott
kvöld með Gísla Rúnari á
Stöð 2 í fyrra. Allt er þetta
dagskrárgerð sem send var
RÚNAR HREINSSON, SAGA FILM HF.
landi. Jón Þór Hannesson er
aðaleigandi fyrirtækisins
sem var stofnað fyrir 20
árum. í dag starfa rúmlega
20 manns hjá fyrirtækinu.
Saga film framleiðir sjón-
varpsauglýsingar, kynningar-
myndir fyrir fyrirtæki,
TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSS0N
48
beint út frá myndveri Saga
film.
Auglýsingaframleiðslan,
sem er sá þáttur sem Rúnar
er ábyrgur fyrir, er u.þ.b. 2/3
af framleiðslu fyrirtækisins.
Auglýsingaframleiðslan
skiptist í tvo meginþætti sem
kostnaðarhlið verkefnanna
en stundum fylgi hann verk-
efnum til enda til að viðhalda
tengslum sínum við fram-
leiðsluhliðina.
„Við verðum varir við auk-
in umsvif vegna góðæris í
samfélaginu. Við finnum til
gerast í tónlist, kvikmyndum,
sjónvarpi og alþjóðlegri aug-
lýsingagerð."
Þegar frístundir gefast
finnst Rúnari gott að skreppa
á heimaslóðirnar austur á
Vopnafirði og slaka á í kyrrð-
inni þar. 33