Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1998, Side 46

Frjáls verslun - 01.11.1998, Side 46
MARKAÐSMÁL Thule-auglýsingar frá Góðu fólki vöktu verðskuldaða athygli á árinu. Félagarnir sem leika í auglýsingunum eru danskir fastagestir á ónafngreindri krá í Kaupmannahöfn. Vegur þeirra hefur nú vaxið þar sem þeir hafa verið fengnir hingað til lands til að leika í nýrri röð auglýsinga. □ rjáls verslun bað forsvarsmenn átta stærstu auglýsingastofanna að líta til baka yfir árið og segja lesendum hvað hefði sett svip á það. Þeir sögðu einnig frá spennandi verkefnum sem stofurnar hefðu fengist við á árinu. í svörum þeirra kemur fram að árið virðist hafa verið mjög annasamt en einnig má greina breytta hugsun í ýmsu sem lýtur að auglýsingamarkaði. Breytingar á fjölmiðlamarkaði, aukin gæðavitund auglýsenda og meiri kröfur til fjölþættrar þjónustu frá stofunum. Allt hefur þetta breytingar í för með sér. MJÖG MIKIÐ AÐ GERA „Verkefni hafa verið næg og mjög mikið að gera en því hafa fýlgt miklar kostn- aðarhækkanir svo öll þessi umsvif skilja kannski ekki svo mikið eftir sig,“ sagði Helgi Helgason, framkvæmdastjóri hjá Góðu fólki. „Þetta hef ég grun um að eigi við flest fyrirtæki í þessari grein.“ Helgi sagði að Gott fólk hefði fengið til sín nýja og stóra viðskiptavini á árinu og þeim heföu fylgt spennandi og fjölbreytt verkefni. Hann nefndi sérstaklega Vífilfell, Hmdsbankann, Fjárvang og Bifreiðar og Landbúnaðarvélar í hópi nýrra viðskipta- vina. „Eftirminnilegustu verkefni ársins eru tvímælalaust herferð fyrir Fjárvang í kringum HM í knattspyrnu, Kaupvarpið fyrir áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs, Renault herferðin nú í haust, auglýsingar sem við gerðum fyrir mbl.is og síðast en ekki síst herferð fyrir Thule bjór sem var send út í haust, tókst mjög vel og vakti mikla athygli." MIKILL VÖXTUR Jón Sæmundsson, framkvæmdastjóri Nonna og Manna, sagði að vöxtur væri umtalsverður milli ára eða um 35-40%. Hann taldi að þetta ár sem er að líða gæfi næsta á undan lítið eftir. „Okkar stærstu verkefni á árinu hafa verið fýrir Landssímann, Tæknival, Heim- ilistæki og Lýsingu. Þetta eru ólík verkefni en öll mjög skemmtileg.“ VORUM MIKIÐÁTALI „Almennt séð tel ég að umhverfið sem auglýsingastofur vinna í sé orðið eðlilegra en það var fyrir nokkrum árum. Auglýs- ingastofur berjast ekki lengur í bökkum eins og þær gerðu. Aukin samþjöppun í atvinnulífinu og stærri fyrirtæki hafa kall- að á faglegri vinnubrögð og ný kynslóð, sem hefur tekið völdin, hefur aðra sýn á auglýsingamál en sú næsta á undan,“ sagði Þormóður Jónsson framkvæmdastjóri Fítons um árið sem er að líða. Hann sagði að verkefni Fítons hefðu verið margvísleg og skemmtileg á árinu en umsjón með auglýsingum og kynningu fýrir símafyrirtækið Tal stæði þar upp úr. „í fyrsta lagi var þetta gríðarstór her- ferð og mjög skemmtileg. Þetta var líka stór viðburður í íslensku viðskiptalífi þar sem tekist var á við stórveldi. Mér fannst það sýna faglegan metnað hvernig fyrir- tækið byggði upp ímynd sína áður en það lagði út í það verðstríð sem nú stendur sem hæst.“ GOTT ÁR AÐ BAKI „Að mínu mati er afgerandi framþróun að eiga sér stað hvað varðar fagleg vinnu- brögð meðal auglýsenda. Þeir gera auknar kröfur til auglýsingastofa og krefjast heildstæðrar þjónustu. Gott dæmi um slíka þróun eru ný vinnubrögð Vífilfells í sínum markaðs- og kynningarmálum," sagði Hallur Baldursson, framkvæmdastjóri aug- lýsingastofunnar Yddu. ,Árið hefur verið mjög gott á Yddu að GOTT ÁR HJÁ AUGLÝSINGA 46 Áriö 1998 hefur veriö gott ár hjá auglýsingastofum. Dæmi eru um aö einstakar 50-60% veltuaukningu milli ára. Þetta helst í hendur viö umtalaö góöœri í merkjum þess er aukin neysla sem tengist auknum

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.