Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1998, Page 60

Frjáls verslun - 01.11.1998, Page 60
LÍFEYRISMÁL menn eru skyldaðir til að greiða ákveðinn hluta af launum sínum í lífeyrissjóð. A móti koma skattafríðindi, hvorki er greiddur af þessum sparnaði fjármagns- tekjuskattur né eignarskattur - og tekju- skatti er ifestað. Ekkert annað sparnaðarform hefur þessi skattfríðindi. Fólk má hins vegar ekki taka sparnaðinn út nema á löngum tíma þar sem hugmyndin er að sparn- aðurinn dugi fyrir framfærslu þegar við- komandi hættir á vinnumarkaði. Nú þegar er ákveðin samkeppni á milli lífeyrissjóða, og þá sérstaklega séreignarsjóðanna. Ætla má að frelsi til að velja sér sjóð aukist á næstu árum. Sú samkeppni sem það veitir er besta tryggingin fyrir því að kostnaður við sjóðina verði lágur og að fjárfestingar- stefnan verði öruggari og með sem bestri ávöxtun til lengri tíma. í Kringlunni skömmu fyrir jól. Nýju lögin gefa kost á auknum lífeyrissparnaði og þar með auknum ráðstöfunartekjum á eftirlaunaaldri. sínum frá áramótum, auk þess sem þeim gefst kostur á að greiða 2% í t.d. sér- eignalífeyrissjóð sem getur verið fyrir utan hinn hefðbundna lífeyrissjóð. Á móti kemur að atvinnurekendum gefst kostur á að greiða allt að 0,2% inn á reikninga launþega í stað þess að greiða 0,2% í tryggingagjald. Rikið lækkar skattprósentuna um 1% lfá áramótum og launa- hækkun kemur til framkvæmda í þjóðfélaginu. Þessi sparnaður ætti því ekki að koma mikið niður á ráðstöfunartekjum al- mennings þó að auðvitað verði það alltaf eitthvað. TVÖ PRÓSENTIN SKATTFRJALS Þau 2%, sem einstaklingar geta greitt til viðbótar í líf- eyrissjóði á nýju ári, eru íjár- magnstekjuskatts- og eignar- skattsfrjáls; eins og annar lífeyrissparnaður. Þau eru líka frádráttar- bær frá skatti eins og þau 4% sem þeir greiða núna í lífeyrissjóði. Þau verða ekki skattlögð fyrr en við útgreiðslu og verða þá skattlögð eins og önnur laun. Launþegar þurfa ekki endilega að greiða þessi 2% í lífeyrissjóð. Þeir geta líka greitt inn á bundna bankareikninga eða sjóði á vegum fjármálafyrirtækja, verðbréfafyrirtækja og líftryggingafyrirtækja. Eina skilyrðið er að einstaklingurinn skuldbindi sig tíl að taka ekki út sparnaðinn fyrr en eftír sextugt og getur hann þá tekið hann út á mjög skömmum tíma, til dæmis á tveimur árum, frá 65 tíl 67 ára, eða jafnvel i eingreiðslu sem getur þá numið tugum milljóna króna eftír því hversu lengi hefur verið greitt í sjóðinn. Séreignarsjóður einstaklingsins erfist. Við fráfall fyrir sextugt má greiða hann beint út. En er bindingin ekki ákveðinn galli á kerfinu þar sem ávöxtun helst ekki endilega jafn góð í tugi ára og einstakl- ingar geta þurft svigrúm, til dæmis tíl að geta skipt um sjóð? Hugmyndin á bak við lífeyrissjóðakerfið er einföld. Allir vinnandi „ÆVITRYGGING" SJÓÐFÉLAGA Samkvæmt nýju lögunum verða líf- eyrissjóðirnir að tryggja sjóðfélögum sínum lágmarks tryggingavernd sem felur í sér nokkuð sem hægt er að kalla „ævi- tryggingu”, þ.e. lágmarkstekjur út ævina - hvaða aldri sem einstaklingurinn nær. Upphæðin er 56% af ævitekjum reiknuðum út frá tímabilinu frá 25 ára tíl 65 ára aldurs. Einnig þarf að tryggja sérörorku- tryggingu, þ. e. mán- aðarlegar örorkubæt- ur tíl sjötugs - og er það sama upphæð og ævi- tryggingin. Þá er ið- gjaldatrygging skylda en hún þýðir að öryrki þarf að geta greitt sömu upphæð í sjóðinn tíl 70 ára eins og hann hefði gert heföi hann ekki verið öryrki. Til þessa að geta gert það tryggir hann sig fyrir iðgjöldun- um. Barnabætur og maka- bætur eru einnig skylda fyrir sjóðina. Makalífeyr- irinner50% af örorkulífeyri samkvæmt nýja kerfinu. í skýrslu nefndar um þjóðhagslegan sparnað, Leiðir til að efla sparnað, sem gefin var út af fjármálaráðuneytinu í október síðastliðinn kemur fram að hver og einn getur haft áhrif á ellilífeyri sinn gegnum iðgjaldið. Áðurnefnd 56% eru miðuð við 10% iðgjald hjá einstaklingi sem greiðir í 60

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.