Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1998, Síða 60

Frjáls verslun - 01.11.1998, Síða 60
LÍFEYRISMÁL menn eru skyldaðir til að greiða ákveðinn hluta af launum sínum í lífeyrissjóð. A móti koma skattafríðindi, hvorki er greiddur af þessum sparnaði fjármagns- tekjuskattur né eignarskattur - og tekju- skatti er ifestað. Ekkert annað sparnaðarform hefur þessi skattfríðindi. Fólk má hins vegar ekki taka sparnaðinn út nema á löngum tíma þar sem hugmyndin er að sparn- aðurinn dugi fyrir framfærslu þegar við- komandi hættir á vinnumarkaði. Nú þegar er ákveðin samkeppni á milli lífeyrissjóða, og þá sérstaklega séreignarsjóðanna. Ætla má að frelsi til að velja sér sjóð aukist á næstu árum. Sú samkeppni sem það veitir er besta tryggingin fyrir því að kostnaður við sjóðina verði lágur og að fjárfestingar- stefnan verði öruggari og með sem bestri ávöxtun til lengri tíma. í Kringlunni skömmu fyrir jól. Nýju lögin gefa kost á auknum lífeyrissparnaði og þar með auknum ráðstöfunartekjum á eftirlaunaaldri. sínum frá áramótum, auk þess sem þeim gefst kostur á að greiða 2% í t.d. sér- eignalífeyrissjóð sem getur verið fyrir utan hinn hefðbundna lífeyrissjóð. Á móti kemur að atvinnurekendum gefst kostur á að greiða allt að 0,2% inn á reikninga launþega í stað þess að greiða 0,2% í tryggingagjald. Rikið lækkar skattprósentuna um 1% lfá áramótum og launa- hækkun kemur til framkvæmda í þjóðfélaginu. Þessi sparnaður ætti því ekki að koma mikið niður á ráðstöfunartekjum al- mennings þó að auðvitað verði það alltaf eitthvað. TVÖ PRÓSENTIN SKATTFRJALS Þau 2%, sem einstaklingar geta greitt til viðbótar í líf- eyrissjóði á nýju ári, eru íjár- magnstekjuskatts- og eignar- skattsfrjáls; eins og annar lífeyrissparnaður. Þau eru líka frádráttar- bær frá skatti eins og þau 4% sem þeir greiða núna í lífeyrissjóði. Þau verða ekki skattlögð fyrr en við útgreiðslu og verða þá skattlögð eins og önnur laun. Launþegar þurfa ekki endilega að greiða þessi 2% í lífeyrissjóð. Þeir geta líka greitt inn á bundna bankareikninga eða sjóði á vegum fjármálafyrirtækja, verðbréfafyrirtækja og líftryggingafyrirtækja. Eina skilyrðið er að einstaklingurinn skuldbindi sig tíl að taka ekki út sparnaðinn fyrr en eftír sextugt og getur hann þá tekið hann út á mjög skömmum tíma, til dæmis á tveimur árum, frá 65 tíl 67 ára, eða jafnvel i eingreiðslu sem getur þá numið tugum milljóna króna eftír því hversu lengi hefur verið greitt í sjóðinn. Séreignarsjóður einstaklingsins erfist. Við fráfall fyrir sextugt má greiða hann beint út. En er bindingin ekki ákveðinn galli á kerfinu þar sem ávöxtun helst ekki endilega jafn góð í tugi ára og einstakl- ingar geta þurft svigrúm, til dæmis tíl að geta skipt um sjóð? Hugmyndin á bak við lífeyrissjóðakerfið er einföld. Allir vinnandi „ÆVITRYGGING" SJÓÐFÉLAGA Samkvæmt nýju lögunum verða líf- eyrissjóðirnir að tryggja sjóðfélögum sínum lágmarks tryggingavernd sem felur í sér nokkuð sem hægt er að kalla „ævi- tryggingu”, þ.e. lágmarkstekjur út ævina - hvaða aldri sem einstaklingurinn nær. Upphæðin er 56% af ævitekjum reiknuðum út frá tímabilinu frá 25 ára tíl 65 ára aldurs. Einnig þarf að tryggja sérörorku- tryggingu, þ. e. mán- aðarlegar örorkubæt- ur tíl sjötugs - og er það sama upphæð og ævi- tryggingin. Þá er ið- gjaldatrygging skylda en hún þýðir að öryrki þarf að geta greitt sömu upphæð í sjóðinn tíl 70 ára eins og hann hefði gert heföi hann ekki verið öryrki. Til þessa að geta gert það tryggir hann sig fyrir iðgjöldun- um. Barnabætur og maka- bætur eru einnig skylda fyrir sjóðina. Makalífeyr- irinner50% af örorkulífeyri samkvæmt nýja kerfinu. í skýrslu nefndar um þjóðhagslegan sparnað, Leiðir til að efla sparnað, sem gefin var út af fjármálaráðuneytinu í október síðastliðinn kemur fram að hver og einn getur haft áhrif á ellilífeyri sinn gegnum iðgjaldið. Áðurnefnd 56% eru miðuð við 10% iðgjald hjá einstaklingi sem greiðir í 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.