Fregnir - 01.11.1995, Side 12
gætt að fylgiseðlar séu ekki fjarlægðir úr ritum áður en þeim er
skilað. Bókasöfnum er í sjálfsvald sett hvort þau taka gjald fyrir
millisafnalán
2 Hvert á ad senda beiánir?
2.1. Staðsetning:
Reynt skal effir mætti að finna hvar umbeðið rit er til. Það verður
best gert með því að fletta upp í Samskrá um erlend tímarit í
íslenskum bókasöfnum og stofnunum, í (iegni og/eða
DOBIS/LIBIS Einnig í NOSP (Nordisk Samkatalog över
Periodica) og í bókaskrám þeirra safna sem mögulegt er að leita í
beint um tölvu. Gott er að taka fram á pöntunum í hvaða
bókasöfnum öðrum ritið er að finna. Mikilvægt er að veita athygli
upplýsingum um forða einstakra bókasafna áður en beiðni er send.
2.2. Lánsleiðir:
Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn gegnir hlutverki
landsmiðstöðvar fyrir millisafnalán og þangað geta önnur bókasöfn
leitað eftir upplýsingum og aðstoð. Sérhvert bókasafn skal þó
koma sér upp uppflettiskrám og pöntunareyðublöðum og vera eins
sjálfbjarga með millisafnalán og mögulegt er til að spara tíma og
auka skilvirkni, því sérhver milliliður tefúr afgreiðslu.
2.3. Gegnir og DOBIS/LIBIS:
Efni Þjóðarbókhlöðusafnanna er að finna í (iegni, svo og efni
annarra bókasafna með fúllan aðgang (Kennaraháskóli Islands,
AJþingi, Stofnun Árna Magnússonar á íslandi, Þjóðminjasafn
íslands, Seðlabanki íslands, Stjórnarráðið, Myndlista- og
handíðaskóli íslands). Einnig er þar að finna Samskrá um erlend
tímarit í íslenskum bókasöfnum og stofnunum, svo og efni
valinna íslenskra tímarita. Notendur DOBIS/LIBIS eru:
Borgarbókasafn Reykjavíkur, Bókasafn Landspítalans,
Skólasafnamiðstöð og þar með flestir grunnskólar Reykjavíkur og
Læknisfræðibókasafn Borgarspítala. í DOBIS/LIBIS eru
bókfræðilegar upplýsingar um bækur og tímarit safnanna, einnig
efni íslenskra tímarita í heilbrigðisfræðum frá 1986. Söfn sem hafa
12 Fregnir 3-4/95