Fregnir - 01.11.1995, Page 20

Fregnir - 01.11.1995, Page 20
(tveir hópar). Ástæðan fyrir því að farið var af stað var sú að bókaverðir virtust ekki hafa áhuga á stjórnunarstöðum og sóttu ekki um þær Það hefúr nú breyst og er viðurkennt að námið hafi að þessu leyti náð vel tilgangi sínum. Skýrslur þær sem bæði norsku og sænsku þátttakendurnir hafa skilað hafa verið gefnar út. Þær norsku eru í ritröð sem heitir "Skrifter fra Riksbibliotektjenensten" en BIBSAM hefúr gefið sænsku skýrslurnar út í tveimur heftum sem heita "Att leda utveckling". Danir skipulögðu nám sem tók eitt ár en sjálf kennslan stóð aðeins í átta daga. Það námskeið var aðeins ætlað rannsóknarbókavörðum. Finnar gerðu einnig svipaðar tilraunir í þessum efnum fyrir nokkrum árum. Auk þess sem reynslunni af þessu námskeiðahaldi var lýst rækilega bæði af skipuleggjendum og þátttakendum var fjallað um ýmsar aðrar leiðir til þess að gera fólk að betri stjórnendum. Þar á meðal var rætt um þann lærdóm sem felst í sívirku umbótastarfi í söfnunum sjálfúm þar sem námið fer fram í starfmu. Loks var fjallað um gildi formlegs framhaldsnáms í stjórnun og sagt frá nýja M A náminu í bókasafnsfræðum í Lundi Svíar hafa á undanförnum árum breytt sinni bókavarðamenntun mikið og hún fæst nú viða í stað þess að bókavarðaskólinn var einn áður fyrr. Virðist námsframboð í Lundi áhugavert en námið tekur tvö ár og fólk verður að búa á staðnum á meðan á því stendur. Það er allt byggt upp sem þemanám (problem-based learning) og mikið um samvinnuverkefni. Biddy Fisher frá Sheffield-háskóia flutti erindi um leiðsögn við stjórnendur (mentoring). Hún hefúr sjálf haff leiðsögumann í átta ár og hefúr nýlega skrifað bók um fyrirbærið. Bókin heitir "The development of information professionals through mentoring". Erindið vakti upp margar spurningar hjá ráðstefnugestum sem fæstir höfðu sérstakan leiðsögumann til að bera sig upp við en 20 Fregnir 3-4/95

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.