Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 34

Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 34
Utanfararsjóður r Bókavarðafélags Islands Auglýst er eftir umsóknum í utanfararsjóð Bókavarðafélags íslands. Úthlutunarreglur (íyrst samþykktar á 8,Ársþingi BVFÍ, 1990 og endurskoðaðar á 13. ársþingi 1995): 1. Upphæð sem úthlutað er til hvers styrkþega er 20.000 kr. Fjöldi úthlutana fer eftir fjárhagsstöðu sjóðsins hverju sinni. 2. Styrkþegi skal hafa verið skuldlaus félagi í BVFÍ í a.m.k. tvö ár. 3. Umsækjandi sem ekki hefúr hlotið styrk úr sjóðnum áður skal að öðru jöfnu sitja fyrir um styrk. 4. í umsókn skal tilgreind ástæða ferðarinnar, hvert ferðinni er heitið, kostnaðaráætlun og annar hugsanlegur fjárstuðningur. 5. Tilkynna skal um styrkveitingar á Ársþingi Bókavarðafélags íslands ár hvert. 6. Umsóknarfrestur er til 15. apríl og skulu auglýsingar eftir styrkumsóknum birtast í Fregnum, síðasta tbl. hvers árs og aftur í fyrsta tbl. úthlutunarársins. 7. Styrkþegar skulu skila skýrslu til stjórnar sjóðsins að lokinni ferð. 8. Reglur þessar skal endurskoða á tveggja ára fresti. 34 Fregnir 3-4/95

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.