Alþýðublaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 3
Aliþýðiiblaðið 22. desember 1969 3 Harður reykingamaður □ Margir eru iðnir við að draga að sér sígarettureyk, en þó kastar fyrst tólfunum þegar menn vakna á nætumar til að kveikja sér í sígarettu. Erlent þlað skýrði nýlega frá reyk- ingamanni, sem stillti vekjara- klukkuna á 2 til að vakna og fá sér reyk, síðan lagði hann sig aftur og vaknaði aftur kl. 4 og enn aftur kl. 6 til að fá sér sígarettu í þriðja skiptið Um nóttina. Blaðið spáir því Sérrit Frjálsrar verzíunar um auglýsingamál kcmið úl □ Frjáls verzlun hefur gefið út sérrit um auglýsingamál og um leið hefur útliti blaðsins verið breytt. í þessu riti, sem er hið glæsilegasta, er að finna margvíslegan fróðleik um aug- lýsingar og lauglýsingagerð, sem snertir bæði framkvæmda- menn og almenning. í formáls orðum segir að blaðið muni á næsta ári taka fyrir ýmsa rnála flokka af meiri festu og af víð- ' ari sjónai’hóli en fyrr, enda má segja að blaðið hafi verið í mót- un fram að þessu. Meðal efnis má nefna ítar- legar hringborðsumræður um auglýsingamálefni, þar sem þátt eiga blaðamenn, auglýs- ingastj óri, framkvæmdastj óri auglýsingastofu, auglýsinga- teiknari og verzlunarmaður. >á skrifar Sigurgeir Sigurjónsson, hrl. um réttarvernd vígorða (slogana), Gísli B. Björnsson teiknari skrifar um auglýsinga gerð. Birtur er hluti úr prófrit- gerð Jóns Gunnarssonar, við- skiptafræðings, um sjónvarps- auglýsingar, kynntir eru þrír latvinnuljósmyndarar sem hafa aðalstarf við iðn- og auglýs- ingaljósmyndun. Kynntir eru meðlimir Félags íslenzkra teikn ara og sýnishorn af verkum þeirra og stíl. Þá eru margs- konar upplýsingar um fyrir- tæki sem snerta þennan vett- vang á einn og annan hátt. Aug lýsingastofan Argus sá um út- lit blaðsins. — iað ef maðurinn drepist ekki fljótlega úr tóbakseitrun, þá hljóti að koma að því að hann sofni út frá logandi sígarettu og þá verði kirkjugarðurinn næsti íverustaður. — Deilt á lánasjóð ísl. nmsmanna □ Stjórn Lánasjóðs íslenzkra námsmanna sýndi vítaverða van rækslu varðandi aukaúthlutun námsstyrkja í ágúst s. 1. er ekki var gengið svo frá auglýsing- um um úthlutunina að náms- menn í Kaupmannahöfn fengju að vita um hana í tæka tíð, seg- ir í tilkynningu frá Félagi ísl. stúdenta í Kaupmannahöfn. Margir íslenzkir námsmenn í Höfn vissu ekkert um úthlutun- ina fyrr en umsóknarfresturinn var útrunninn vegna þess að lánin voru eingöngu auglýst í blöðum og útvarpi hér heima. Þá fékk sendiráð íslands í Kaup mannahöfn engin umsóknareyðu blöð varðandi úthlutunina, eins og venja er til, og vissi starfs- fóllrið ekkert um hana. Um- sóknarfresturinn var einnig svo stuttur, að þegar fréttirnar um úthlutunina höfðu borizt til Hafnar eftir krókaleiðum, var hann útrunninn. A fundi sem Félag ísl. stúd- enta í Kaupmannahöfn hélt 27. nóvembér s. 1. var samþykkt að þegar slíka aukalánveitingar séu veittar sé það skylda Lánasjóðs stjórnar að tilkynna það öllum íslenzkum námsmönnum erlend is bréflega og. senda þeim um- sóknareyðublöð a. m. k. hálfum mánuði áður en umsóknarfresti lýkur. Fundurinn átaldi einn- ig vanrækslu sjóðsstjórnar er hún svaraði ekki bréfi félags- ins varðandi þetta mál, sem var sent 10. sept. s. I, en hefur ekki verið svarað ennþá. Gerði fundurinn eftirfarandi ályktun, sem var samþykkt án mótatkvæða; Fundurinn telur úr því sem komið er eðlilegast að fé því sem óúthlutað er, verði við næstu úthlutun skipt milli þeirra sem ekki gátu sótt um í ágúst af ofangreindum ástæð- um, en hefðu átt rétt á viðbót- arlánum. —• □ Á fundi ríkisstjórnarinar þann 16. des. var ákveðið að skipa fimm manna nefnd til þess að rannsaka og gera til- lögur um að efla svo sem verða má verkkennslu iðjuverka- fólks og stofna til endurhæfing arstarfsemi og þjálfunar þess þegar umskipti verða í iðngrein um vegna vaxandi iðnþróunar, þannig að nýjar iðngreinar vaxa upp eða eldri iðngreinar eflast með skjótum hætti vei'ulega samhliða samdrætti. í öðrum. Eftirtaldir aðilar hafa verið beðnir að tilnefna í nefndina: Úlgjöld í KÖpavogi □ Á fundi bæjarstjórnar Kópa vogs á fimmtudaginn, 19. þ.m., var lagt fram frumvarp að fjár hagsáætlun fyrir næsta ár, til fyrri umræðu. Niðurstöðutal- an er 181.5 millj. kr. — Helztu gjaldaliðir eru: Til félagsmála 35.1 millj. kr., til eignabreyt- inga 26.1 millj. kr. og þar af til byggingaframkvæmda 17 millj. kr. til gatna- og holræsagerðar 22,3 millj. kr. og til fræðslu- málareksturs 18,2 millj. kr. — Helztu tekjuliðir eru: Útsvör áætluð 97,5 millj. kr. jöfnun- arsjóðsframlag' 16.5 millj. kr. aðstöðugjöld 7,5 millj. kr. og fasteignagjöld 6,5 millj. kr. — Tryggingastofnun ríkisins, Iðn fræðsluráð, Iðja, félag verk- smiðjufólks í Reykjavík, Félag ísienzíkra iðnrekenda. Mun iðn aðarmálaráðherra skipa í nefnd ina að fengnum tilnefningum og fimmta nefndarmann af sinni hálfu, formann nefndar- innar. Lögð verður áherzla á að þessi nefnd hraði starfi sínu þannig að tillögugerð, ef með þarf, geti komið til meðferðar á síðari hluta þingsins eftir ára mótin. — Víetnammóimæli á 17 slöðum □ Enn voru félagar úr Æsku-: lýðsfylkingunni á ferli í nótt og gerðust athafnasamir. Lög-: reglan handtók nokkra pilta kl. þrjú í nótt er þeir höfðu limt mótmælaspjald, með mótmæl-í um gegn stefnu Bandaríkjanná í Víetnam, á vegg útibús Lands bankans við Laugaveg 77. —- Voru spjöldin svo kyrfilega límd á vegginn, að ekki er við- lit að ná þeim af nema skemmá málninguna að meira eða minná leyti. Viðurkenndu piltarnir að hafa *dls sett upp mótmælaf spjöld á 17 stöðum víðsvegar um bæinn í nótt. — Bjarki El- íasson yfirlögregluþjónn sagði í viðtali við blaðið í morgun, að í sjálfu sér væri ekki sak- næmt að setja upp mótmæla- spjöld í borginni, en hitt væri brot á lögreglusamþykktinni að líma þau svo á veggi, án leyfis húseigenda, að ekki sé unnt að ná þeim af nema stórskemma málninguna. Ekki er vitað hvað eigendur húsa þeirra sem spjöld voru límd á í nótt geri í málinu, en þeir eiga að sjálfr sögðu skaðabótakröfu á hendl ur þeirra sem verknaðinn frömdu. — GÞ. VELJUM ÍSLENZKT~Æ^j\ ÍSLENZKAN IÐNAÐ Enskir og franskir karlmannaskór Nýjar sendingar, verð kr. 647,- 652,- 654,- 659,- 661,- 695,- 720,- 730,- 740,- 795,- 885,- 923,- 940,- 1070,- 1230,- STÓRGLÆSÍLEGT ÚRVAL SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR LAUGAVEGI 100 Nefnd kannar endurhæfingu og verk- kennslu iðnverkaiólks

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.