Alþýðublaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 7
Alþýðublaðið 22. desember 1969 7 ForsetafrúnnE gefinn skaulbúningur BILAR Framhaíd bls. 12. ferð fyrir ’.nuði, en í þetta sinn voru þeir einungis að taka þau atriði sem bíllinn er notað- ur í. Til að fá íslenzlcan svip á myndina verður töluð íslenzka „á bakvið“, og íslenzk lög verða leikin. Ætlunin er að myndin verði tilbúin til sýninga í apríl, en eins og fyrr er sagt er ekki víst ,að við .fáum að sjá myndina, þó er líklegt að einhver íslenzkur aðili reyni að útvega sér hana. BÍLLINN KOSTAR 242—319 ÞÚS. Um bílinn sjálfan er það að segja, að kominn hingað til ís- lands kemur hann til með að kosta frá kr. 242 þús. upp í um kr. 319 þús. Ódýrustu gerðirnar eru knúnar 84 ha. bensínvél eða 55 ha. dísilvél. Dýrustu gerðirn- ar eru knúnar 105 ha. bensínvél eða 62 h.a. dísilvél. Sporvíddin er frá 106 tommum upp í 126 tommur en burðarþol frá 830 kg. upp í 1837 kg. — Gírkassinn er sérstæður að því leyti, að fyrsti gír er óvanalega lágur, og gerir það bílinn góðan til notk- unar við slæmar aðstæður. Nú er bara að vona, að sjón- varpið fái þessa ágætu mynö til sýningar, þó ef til vill megi stoppa hana á þeirri- forsendu að um er að 'ræða auglýsingu'fyrir ákveðið fyrirtæki. — Bækur Framhald hls. 6. um mynd sem á að orka á hann. Mynd í þátíð er að mínu viti liðin mynd og hefur misst á- hrifamátt sinn. Þetta finnst mér t. d. spilla mjög kvæðinu Óvissa (bls. 54), sem að öðru leyti er býsna sbemmtilega hugsað og lýsir vel afstöðu margra íslendinga til umheims ins. Að öðru leyti eru myndirn ar í Ijóðum Þuríðar oft ófull- komnar, þótt þær séu vel hugs aðar. Dæmi um þetta má finna m. a. í ljóðinu Bænin (bls. 8) þar sem svartar hendur trjánna eru grundvöllur ljóðmyndar- innar en samhengi vantar við fvrri hluta kvæðisins. Þá skort- ir Þuríði einnig kunnáttu í list- rænum vinnubrögðum. Hún kann ekki ennþá að fullvinna Ijóð sín. Orðalagið er oft stirð- legt og laust við eðlilega hrynj andi. Ljóð hennar eru einnig oft of orðmörg. Dæmi þess er að finna í ljóðinu Húm (bls. 22—23) svo að eitthvað er nefnt. Ég tel að þetta kvæði mætti lagfæra að mun með meiri hnitmiðun í orðaval og með færri orðum. Það er ein- kenni ljóðhugsunar að hún birt ist fáorð og myndræn. Þetta hef ur skáldkonan ekki tileinkað sér ennþá. Mér virðist gæta mikilla áhrifá frá Steini Stein- ar, en af honum gæti skáld- konan einmitt lært það sem hana skortir ennþá. Þuríði Guð mundsdóttur liggur mikið' á hjarta og hún yrkir ljóð sín þrungin alvöru sem þó er laus við beizkju og tilfinningasemi. Bók hennar er byrjandaverk. Kostur hennar fe-lst meir í þeirti hugsun sem virðist búa að baki ljóðanna en þeirri mynd og þeim áhrifum sem ljóðin birta. Sífellur Steinunnar Sigurð- ardóttur eru að mörgu leyti annars eðlis. Form ljóða henn- ar eru frjálsari og orðaval henn ar lifandi, stundum næstum gal gopalegt. Hún hefur gaman af að leika sér að endurtekning- um eins og hún sé vísvitandi að Ijá Ijóðum sínum blæ þjóðvísna. En einfeldni þjóðvísnanna skortir oft. Ég verð þó að segja að mér falla bezt í geð hin ein- faldari ijóð Steinunnar, qg stund-um virðist mér hugsun- in leiða hana út í hreinar ó- göngur (sbr. ljóð á bls. 53 sem ég botna ekkert í). Ef bera á saman þessar ungu skáldkonur þá freistast ég til að ségja að Steinunn hafi meira vald á sjáifu Ijóðmálinu, orðavalinu, en Ijóð Þuríðar eru hins vegar oft dýpri að hugsun. Þuríði skortir léttleika Steinunnar se-m stundum birtir næstum því ærslafengni lífsgleði. En báðar skor-tir þær myndvísi enn sem komið er. Ljóð Þuríðar bera keim af Steini, ljóð Steinunn- a'r minna mig -stundum á Þor- stein frá Hamri og stund-um á Böðvar Guðmundsson. Ég óska hinum ungu skáldkonum til hamingju með fyrstu bækur þeirra þótt mér finnist þar ýmislegt áfátt og góðs gengis á skáldferiinum. Að lokum langar mig að minnast með örfáum orðum á útlit bókanna. Sumum kann að finnast slíkt hégómi og auka- atriði, en mér finnst útlit bóka skipta miklu máli. Þessar tvær bækur eru of keimlíkar að svip móti, káputeikningin hin sama þótt í breyttum litum sé. Það er eins og verið sé að færa bæk isbúning sem kannski væri rétt urnar í einhvers konar einkenn lætanlegur ef um væri að ræða sama höfund. En að þessum galla slepptum er-u bækurnar □ Nokkrar kon-ur norðanlands og sunnan tóku sig til fyrir skömmu og gáfu forsetafrúnni okkar, frú Halldóru Eldjárn, fagran og vandaðan skautbún- ing. Fengu konurnar frú Unni Ólafsdóttur til að gera búning inn í samráði við forsetahjónin. Lýkur í kvöld □ Sýning Steingríms Sigurðs sonar í Bogasalnum hefur ver- ið framlengd til kl. 10 í kvöld vegna góðrar aðsóknar. — einkar snotrar að ytri gerð og sýnist mér þetta skemmtileg leið til að gera bækur snotrar en ódýrar. Þetta er góð við- leitni Almenna bókafélagsins til að draga úr þeim þunglamalega svarta íburði sem óprýtt hefur íslenzkar bækur helzti lengi. Njörður P. Njarðvík. Er búningurinn hinn fegursti með baldýringum og útsaumi eftir munstrum Sigurðar Guð- mundssonar, mál-ara. 13. des. s.l. afhentu konurnar forsetkfrúnni búninginn og er myndin'frá því tækifæri, en auk foreetafrúar- innar eru á myndinni þær Unn ur Óiafsdóttir, frú Þóra. Stem- dórsdóttir og Sigríður Thors. Bréf um dulfræðilega hugleiðingu er bókin um yoga og heimspeki. Samin af brezka meistaranum. Dhwyal Khul, s'krásett af Alifce Bailey, í þýðingu Steinunnar S. Briem. Meðal efnis: Samtenging persónuleikans og æðri vitundar — Mikilvægi hugleiði'ngar — Hættur, sem varast ber í hugleiðingum — Samband við meistarana í hugleiðingum — Hugleiðingaskólar framtíðarinnar. Fæst í flestum bókaverzlunum. ÚTGEFENDUR — símax: 41238 og 21189. Inni- og útilj'ósasamsfæður □ Mislitar perur □ Ljósaskraut □ Raflagnaefni □ Lampasnúrur □ Gúmstrengur □ Vegglampar í svefnherbergi □ Næg bílastæði LJÓSV/RK/Hf= Bolholti 6 — Sími 81620. nnílrS íil 10 í Iruíilfl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.