Alþýðublaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðu'blaðið 22. díesember 1969 Siutl framhaldssaga efiir Robert C. Berg. Smáauglýsingar Þegar öllu er lokið... 3. ★ Maðurinn starði ringlaður út í bláinn, og það fóru kippir um grannan líkama hans. — Hvað er þetta. ...Hvar er ég? Þegar Thomas Clausen hafði loksins tekizt að vekja hann, rétti hann úr sér og gekk nokkur skref frá rúminu. — Nú skuluð þér bara taka lífinu með ró, sagði ftann. — Nafn mitt er Thomas Clausen, og þetta er Ellen, eiginkona mín. Hún kinkaði kolli þar sem1 hún stóð frammi við dyr. Hún hafði ekki hreyft sig úr sporunum, meðan hún fylgdist með tilraunum eiginmanns hennar til að vekja ókunna manninn. — Það var einskær tilviljun, að við fórum hingað til að líta eftir sumarbústaðnum okkar í dag, sagði hún. — Hvað....? Maðurinn settist ringlaður upp og strauk hendinni þreytulega um höfuðið á sér. — Er yður ekki sama, þótt þér talið svolítið -hærra? — Heyrið þér ekki vel? Thomas Clausen hækk- aði röddina og endurtók það, sem hann hafði verið að segja. — Svo. .. .þér eigið þennan sumarbústað hérna! Hann stóð á fætur og stóð reikull og starði á þau. — Jæja, svo að þér kærið mig þá líklega fyrir lög- reglunni. — Við höfðum nú ekki hugsað okkur það, sagði Thomas Clausen rólega. —- Við höfðum ætlað okkur að hlusta fyrst á útskýringar yðar. Heyrið þér það, sem ég segi? — Já, nú talið þér nógu greinilega. — Ég held, að þér þurfið endilega að fá eitt- hvað að borða! Læknirinn barrdaði með hendinni. — Komið með mér fram í stofuna... .það er líka hlýrra þar inni en hérna. — Það er engu líkara en þér blátt áfram óskið eftir að veita ræfli eins og mér? sagði maðurinn f undrandi spurnarróm og gekk á eftir þeim innr að borðinu, þar sem stóð skál með rjúkandi heitri súpu með feiknmiklu af niðursoðnu grænmeti f. Hann horfði á matinn í hrifningu; settist hikandi í stólinnr, sem honum var ætlaður. — Þetta er ákaflega elskulegt af yður.... — Fáið yður nú að borða, sagði frú Clausen upp örvaftdi. Hann leit snöggt upp: — Þér megið ómögulega halda, að ég hafi brot- izt inn til að stela — jæja, hvað annað ættuð þér svo sem að halda? — Við skulum nú byrja á því að snæða þessa stórfenglegu súpu konunnar minnar, sagði Thomas Clausen og brosti, — og síðan skulum við færa okkur yfir að kamínunni og ræða málin í rólegheit- um. ★ Það var enginn vafi á j/í, að hann var saddur og honum leið afskaplega notalega, þegar þeir settust í djúpa hægindastólarra fyrir framan kamínuna ti! þess að gæða sér á sjóðheitu kaffi. Fyrir utan gnauð aði vindurinn og gegnum gluggann, sem Thomas hafði tekið hlerana frá, sást hríðarfjúkið dansa í loftinu áður en það settist í stóra skafla. — David Klint.... ? endurtók læknirinrr hugs- andi, meðan hann tróð í pípuna sína eftir að hafa boðið hinum1 óboðna gesti vindil, sem hann hafði að vísu afþakkað kurteislega, þar sem hann hafði hætt að reykja fyrir lörrgu. — Heyrið mig, það er eitt- hvað kunnuglegt við það nafn? Frú Clausen kinkaði kolli. — Þér hljótið að vera tónskáldið og söngvarinn, sem blöðin skrifuðu svo mikið um fyrir ári? — Það er ég.... sagði hann, — en það er að minnsta kosti hálft anrrað ár síðan þér hafið lesið nokkuð um mig, frú Clausen. Tíminn líður svo hratt, og hula gleymskunnar hefur fyrir svo löngu fallið yfir nafn rrritt.... Læknirinn hallaði sér áfram í áttina til hans og sagði undrandi og næstum fullur vantrúar: — Já, en blöðin skrifuðu, að þér hefðuð fram- ið sjálfsmorð? — Ég ætlaði líka að fyrirfara mér — en þegar á átti að herða, skorti mig kjark, sagði hann hljóð- lega. — I bréfinu, sem ég skrifaði til konunnar minnar, sagði ég; að ég ætlaði að fara í höfnina á mótorhjólinu iwínu.... allt frá því ég var strákur hef ég verið vitlaus í að aka á mótorhjóli... .bætti hann við og brosti varrdræðalega. — Þeir slæddu í höfninni en fundu ekki mótorhjól ið, skaut Thomas Clausen inn f. David Klint hallaði sér aftur á bak í stólnum og starði hugsandi inn í eldinn. -— Ég seldi það. mannL.l Norður-Svíþjóð, sem | ! i i i i i i i s i I TRÉSMÍÐAÞ J ÓNUSTA Látið fagmann annast viðgerSir og viðhald á tréverki húseigna yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra húsnæði. — Sími 41055 V OLKS WAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslu lok á VcSkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25 — Símar 19099 og 20988. PÍPULAGNIR . , Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hreinlætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Sími 18 717 PÍPULAGNIR. Skipti hitakerfum. Nýlagnir, viðgerðir, breytingar á vatns- leiðslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita og kalda krana. Geri við WC-kassa. — Sími 17041. HILMAR J. H. LÚTHERSSON, pipulagningameistari. Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur og traktorsgröfur cg bílkrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgar- innar. Heimasímar 83882 33982. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Malur og Bensín ALLAN SÓLARHRINGINN . VEiTINGASKÁLINN, Geithál: íi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.