Alþýðublaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 11
Aliþýðublaðið 22. desember 1969 11 JÓLATRÉ Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan og Stýrimannafélag íslands halda sameigin- legan jólatrésfagnað á Hótel Sögu mánu- daginn 29. des. kl. 3 e.h. — Aðgöngutmiðar fást á eftirtöldum stöðum. Guðjón Pétursson, Þykkvabæ 1, sími 84534. Benedikt Guðmundsson, Skipholti 45, sími 30624. Benedikt Alfonsson, Vatnsholti 8, sími 31092. Þorvaldur Árnason; Kaplaskjólsvegi 45, sími 18217. Hörður Einarsson, Ljósheimum 4, sími 33172. — Og á skrifstofum félaganna á Bárugötu 11. Andrés ■ kápudeild Kvenkápur með skinnum. Hettukápurnar vinsælu. Hettuúlpur svartar. Peysur, ýmsar gerðir. Nýkomnar hnepptar telpnapeysur. Fóðraðir skinnhanzkar. Undirfatnaður. Ýmsar gjafavöíur. Skólavörðustíg 22 A Sími 18250 — Kápudeild — Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við anidilát og jarðarför BRYNHILDAR HARALDSDÓTTUR, Kleppsvegi 126, Reykjavík Emil Jónasson., Anna Katrín Emilsdóttir, Halldóra Stefánsdóttir. Bróðir okkar EYJÓLFUR MARTEINSSON, andaðist að Heilsuíverndarstöðinni föstudag- inni föstuda'ginn 19. des. Systkinin. PATRO Frrmhald úr opnu. vegur með sjó fram í stað Þing mannaheiðar, sem áður var far in. 500—700 ÞÚS. KRÓNA SPARNAÐUR Mér er tjáð, að með þessum nýja vegi sé raunverulega spar að 500—700 þúsund króna bráðabirgðaviðhald á veginum um Þingmannaheiði, sem hefði þurft að framkvæma næsta vor til að halda henni opinni. Það má einnig geta þess, að á þes3 ari margumtöluðu og hættu- legu leið um Þingmannaheiði hefur aldrei maður orðið úti eða orðið nein teljandi slys, sem sögur fari af. Við von- umst til, að þessar góðu vætt- ir, sem verið hafa á Þing- mannaheiði, færi sig nú niður á veginn meðfram fjörðum. Það var vegavinnuflokkur Braga Thoroddsen, sem vann að þessum lokaþætti framkvæmd- anna við veginn og var verk- ið unnið við erfiða veðráttu og slæm vinnuskilyrði. JÓLABROS KAUPMANNA Kaupmenn sér settu upp sitt jólabros snemma í mánuðinum og þeir vonast eftir góðri verzl un fyrir jólin. Hins vegar er ég ekki viss um nema þeir brosi aðeins út í annað munn- vikið, þar sem atvinnuástand hefur verið með erfiðara móti þetta ár í samanburði við önn- ur undanfarin ár. En það kem ur auðvitað í Ijós í skattfram- tölum þeirra eftir áramótin. TANNLÆKNATÆKI GEFIN SÝSLUNNI Lionsklúbbur Patreksfjarðar afhenti læknishéraði Vestur- Barðastrandarsýslu tannlækna- tæ'ki að gjöf í október. Var áð- ur búið að útbúa tannlækna- stofu í læknisbústaðnum, þar sem tækjunum var komið fyr- ir. — Haukur Clausen, tann- læknir í Reykjavík hefur starf- að hér frá því 1. desember s.l. ásamt tannsmiði, en hann fer bráðlega. Reynt verður að fá hingað annan tannlækni til starfa í hans stað. Nú, þá er þess að geta, að Lionsklúbburinn hefur sett hér upp tvö jólatré og flóðlýst kirkjuna og er því orðið jóla- legt um að litast í bænum og fólk er að komast í jólaskap. RAUDARÁRSTÍG 31 HEIMILISTÆKJAVIÐGERÐIR. Gerum við allar tegundir heimilistækja Kitchen Aid, Ho bart, Westinghouse, Neff. Mótorvindmgar og raflagnir. Sækjum, sendum. Fljót og góð þjón usta. — Rafvélaverkstæði Eyjólfs og Halldórs Hringbraut 99, Sími 25070. Auglýsingasíminn er 14906

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.