Alþýðublaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 5
Alþýðublaðið 22. desember 1969 5 Alþýðu blaélð Úígefandi: Nýja útgáfufélagið Framkvæmdastjóri: Þórir SæmuncTsson Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson Sighvctur Björgvinsson (áb.) Rrtstjór larfulltrúi: Sigurjón Jóhannsson Fréltastjóri: Vilhelm G. Kristinsson Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson Prcntsmiðja Alhýðublaðsins ERLEND MÁLEFNI Stjórn Brandts I Stjóm jafnaðarma'nna og frjálslyndra í Þýzkalandi I 'hefur þegar getið sér mikillar viðurkenningar innan ■ Þýzkalands og utan. Enda þótt aðeins séu fáar vikur 1 frá því að stjórn þessi tók við völdum eftir mikinn 1 kosningasigur jafnaðarmanna, hefur hún þegar stað ið við mörg þýðingarmestu loforðin, sem jafnaðar- 1 menn gáfu í kosningabaráttunni. Á þeim tíma, sem liðið hefur- frá því, að stjórn ■ Brandts tók við völdum í Þýzkalandi, hefur honum i tékizt með þrautSeigju og staðfestu að skapa Þýzka- I landi sess sem forysturíki á meginlandi Evrópu. B Hann hefur jafnframt staðið við það loforð sitt, að i bæta sambúð landsins við kommúnistaríkin í austri, * en samskipti Vestur-Þýzkalands við Rússland og I önnur Austur-Evrópuríki hafa aldrei verið með betra | móti en nú. Jafnframt hefur Wi'lly Brandt þegar undirritað I Bamkomulagið um bann við útbreiðslu kjarnorku- | vopna, en lengi hafði verið deilt um það í Þýzka- | landi, 'hvort lanldlið ætti að undirrita þann sáttmála fi eða ékki. Með undirritun þeirri, er gerð var skömmu ■ eftir að Brandt tók við kanslaraembætti, tekur rík-1 isstjórn hans það ótvírætt fram, að hún vilji stuðla I að friði í Evrópu eftir megni og treystir á það, að vinsamlegri samskipti við nágrannaríki Þýzkalands I verði því betri og máttugri vörn en atómvöpn og | kjarnasprengjur. Þessi ákvörðun þýzku ríkisstjórn- ■ arinnar á enda drýgstan þátt í bættri sambúð lands E ins við nágrannaríkin í austri nú á síðustu mánuðum. I Flensan útbreidd um alla Evrópu □ Alþjóða heilbrigðismála- stofnunin skýrði frá því í gær, að Asíu-inflúensan hefði nú bor izt til allra Evrópulanda og- sums staðar orðið mjög út- breidd. í skýrslu frá stofnun- inni um útbreiðslu veikinnar kemur þetta meðal annars fram; í Frakklandi hefur veikin nú breiðzt út um allt landið. í Vestur-Þýzkalandi hefur veikinnar orðið vart í öllum landshlutum, en hennar gætir þó meira í suðurhéruðunum en í Norður-Þýzkalandi. í Bretlandi fjölgaði sjúk- dómstilfellum mjög fram til 12. desember; einkum var veikin útbreidd í London og Suður- Englandi. í Sviss voru skráð 1534 ný inflúensutilfelli í síðustu viku, þar áf var heimingur í Gehf. Á Spáni er sjúkdómurinn nú á undanhaldi, eftir að hafa náð hámarki í nóvember. í júgóslavíu hefur veikin nú breiðzt út um allt landið frá Króatíu og Slóveníu, þar sem hún kom fyrst. 35 þúsund hafa veikzt í Belgrad einni. í Austurríki breiðist veikin nú ört út í sunnanverðu land- inu, héruðunum við landamæri Júgóslaviu. í Ungverjalandi er veikin ekki mjög útbreidd enn. í Tékkóslóvakíu hefur veik- innar orðið vart í Suður-Bæ- heimi. ' ’/ í Danmörku voru skráð 138ö inflúensutilfelli í Kaupmanna höfn einni, en vikuna áðuí voru þau aðeins 669. — afötin Vönduð svört og dökkröndótt karlmannaföt Karlmannaföt Terylenefrakkar Drengja- eg ung- lingajakkar á kr. 3.990,t- frá kr. 1.990,- frá kr. 1.760,- á kr. 875,- Terytenebuxur, allar stærðir. Alls konar herra- og unglingavörur. GOÐ BÍLASTÆÐI ARMULA 5. Árnagarður I í gær var hið glæsilega hús Handritastofnunar ís- ■ lands og Háskólans, Árnagarður, formlega tekið 1 F notkun, en kennsla er þó þegar hafin í húsinu fyrir | nokkrum vikum. Með tilkómu þessa nýja kennslu- húsnæðis er dregið verulega úr húsnæðisvandræð- I um Háskólans, en því fer þó íjarri, að þau séu þar § imeð úr sögunni. Eigi Háskólinn að geta tekið við . þeim síaukna nemendafjölda, sem til hans streym-1 ir, verður að byggja mikið á næstu árum, eins og 1 'greinilega kemur fram í niðurstöðum háskólanefnd- | arinnar, sem 'birtar voru í haust. Handritastofnun íslands fær til umráða um þriðj- ■ ' ung hins nýja húss, iog þar er vel séð fyrir þörfum I stofnunarinnar í náinni framtíð. Með byggingu húss-1 ins hefur verið skapaður verðugur samastaður fyrir handritin, sem væntanlega munu koma hingað úr B útlegð sinni í Danmörku innan langs tíma. En það er | auðvitað ekki nóg að haf a skapað aðstöðu til þess að ■ geyma handritin á tryggan hátt; uonhverfis þau verð I ur að fara fram þróttmikið vísinldla- og rannsókna- B starf; handritin mega ekki verða dauður safngripur, | heldur verða þau að vera lifandi og snar þáttur ís- B lenzkrar menningar, eins og þau hafa verið til þessa. Einbeifni Husaks bieroeði Dubcek . □ Það hefur vakið nokkra furðu í Tékkóslóvakíu og víðar að Alexander Dubcek skuli hafa fengið ambassadorsstöðu í Tyrk landi, sem er eitt af NATO- ríkjunum. Talið er að Husak, sem er Slóvaki, eins cvg Dubcek, yrði leiddur fyrir rétt og stal- inísk vinnubrögð kvaðst Husak ekki þola. Enrafremur er talið að Husak hafi fengið grænt Ijós i Moskva til að reyna að vinna aftur hylli almennings í Tékkó- slóvakíu. SAGA SAUÐÁRKRÓKS eftir Kristmund Bjarnason. Stórfróðleg og skemmtileg bók. , I „Sagan úr verstöð og verzlunarhöfn lausa- kaupmanna uppí fullvaxta viðskiptamið'st|öð og útgerðarbæ.“ ; • > Umboð á Sauðárkróki: i Gunnar Helgason, sími 5233. Umboð í Reykjavík: Sigurjón Björnsson, sími 81946.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.