Alþýðublaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 9
Alþýðublaðið 22. desember 1969 9
5 fá far
iAMGÖNGU-
IRFIÐLEIKAR
Flug til ísafjarðar hefur geng
S mjög erfiðlega að undan-
örnu og er nú fullbókað í all-
r ferðir þangað. Nú, Skjald-
reið var á leiðinni suður um
yrir nokkrum dögum. Okkur
lótti það furðulegt, að þeir
ylltu hana af farþegum á ísa-
firði og tók hún ekki einn
einasta farþega héðan —, þð
að Flateyri sé næsta höfn við
ísafjörð.
AÐEINS EINN
LÆKNIR í SÝSLUNNI
Hér er. læknislaust eins og
er, þar sem læknirinn, sem
hér var, er nú farinn. Nú er
aðeins einn læknir í Vestur-
ísafjarðarsýslu og er það mað-
ur, sem kominn er á eftirlaun,
er á sjötugs aldri. Þessi læknir
Framh. á bls. 15
hvaða Ijósi sér ungur sveinn ósiina? Eplin
Eden er saga ungs sveins, ú því aldurs
keiði sem óstin vaknar í brjósti hans, við-
Lvœm,einlœg og fögur. Eplin I Eden er saga
im tslenzkt fólk ( íslenzku umhverfi, fólk,
em fegrar umhverfi sitt og bœtir. Eplin í
:den vekur til lífsins minningar ( leyndum
lugarfylgsnum, minningar um óst og œsku.
S K 11 G G S J Á Slrandgötu 31 . Hafnarfirði
Si’álfsœvísaga Sigurjóns Einarssonar segir frá
hálfrar aldar farsœlum sjómannsferli á öllum
tegundum skipa, allt frá skútum til nýtízku tog-
ara. Sigurjón segir einnig frá miklu félagsmála-
starfi í þágu íslenzkra sjómanna og forstjóra-
starfi við Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjó-
manna/ fyrstu ár þeirrar merku stofnunar.
Þetta er ósvikin sjómannabók/ sönn og
hreinskilin eins og þeir sem sjóinn sœkja.
jigurður Jónsson, fyrsti íslenzki atvinnuflug-
naðurinn og handhafi flugskírteinis nr. 1, hefur í
neira en fjörutíú ár verið nátengdur sögu ís-
enzkra flugmála og öllum meiriháttar viðburð-
jm þessa mikilvœga þáttar í samgöngumálum
Dkkar. — Siggi flug segir skemmtilega frá námi
;ínu og ferðalögum, og hér er að finna heillandi
3g œvintýralegar frásagnir allt frá fyrstu dög-
Lim flugsins á íslandi og fram til okkar daga.
;
Saulján landskunnir menn, samherjar og
mótherjar Péfurs Offesens í sfjórnmél-
um, segja frá kynnum sínum af hinum
láina alþingismanni og bændahöfðingja.
Þeffa er fögur bók aS efni og úffifi,
verðug minning mikils sfjórnmáia-
skörungs og drengskaparmanns.
Athugasemd frá
útgerð ríkisins
n Út af stórfrétt Alþýðublaðs-
ins hinn 16. þ. m. „um furðulega
framkomu Skipaútgerðarinnar
við Vestfirðinga“, þar eð farþeg
um hafi verið vísað frá á fjörð-
um sunnan ísafjarðar, þegar
Herðubreið var á suðurleið í síð
ustu ferð, skal bent á, að skipið
hefur aðeins 3 4ra manna svefn-
klefa, og verður því lítið til
skipta fyrir alla Vestfirðinga,
þegar samgöngur á landi og í
lofti bregðast.
í strandferðum hefur það yf-
irleitt tiðkast að taka farþega í
laus' svefnrúm á hverri höfn,
sem komið er á og leyfa þeim
síðan ótruflað far til síns ákvörð
unarstaðar á leið skipsins. Hefur
verið fylgt svipaðri reglu og
gildir um strætisvagna hér og
erlendis, en allir kannast 'úð
það, að slíkir vagnar eru oft svo
fullir, að þeir, sem bíða á leið
þeirra, geta ekki fengið i\\ og
svipað gerðist þegar Herðubreið
var á suðurleið um Vestfirði í
síðustu ferð.
Á ísafirði hafði þá beðið eftir
flugfari í 2 daga 25 manna hóp
ur unglinga frá Reykjaskóla, og
hafði fararstjóri þ^irra, áður en
Herðubreið kom til ísafjarðar,
beint tillit til þess í sambandi við
þann litla svefnrúmakost, sem
nú er fyrir hendi í strandferða-
skipum. En allir munu sjá, að
vandfarið er með þetta, þegar
svo litlu er að miðla sem nú, og
bent skal á, að það kemur mjög
oft fyrir, að fólk pantar far með
skipum, en hættir við að fara
eða breytir ferðaáætlun án þess
að tilkynna skipafélaginu nokk-
uð þar um, og verður slíkt ekki
til að bæta þjónustu eða rekstr-
arafkomu.
Stutt er síðan strandferðaskip
Skipaútgerðarinnar höfðu svefn
rúm fyrir farþega sem hér grein
ir:
1. Esja 142—148 svefnr.
2. Hekla 158—166 svefnr.
3. Skjaldbreið 12 svefnr.
4. Herðubreið 12 svefnr.
5. Herjólfur 21— 33 svefnr.
Nú hafa 3 fyrst nefndu skipin
með 312—326 farþegasvefnrúm
um verið seld. Herjólfur er í för
um á sínu t.akmarkaða svæði,
en eftir er í bili Herðubreið ein
í öðrum strandferðum ásamt Ár
vakri og flóabátnum Baldri, en
þau auka.skip hafa svefnrúm fyr
ir aðeins 12 — 13 farþega saman-
lag't.
fengið samþykki skipstjórnar-
manna fyrir fari fyrir 11 af
nefndum unglingum suður, en
fleiri svefnrúm voru ekki laus í
skipinu.
Skipstjórnarmenn höguðu sér
í umræddu tilviki samkvæmt
starfsvenju og verða því á eng-
an hátt sakfelldir fyrir að geyma
ekki laus svefnrúm fyrir meira
óvissa farþega síðar. Þegar svo
Herðubreið var komin til ísa-
fjarðar, var farið að tala við út-
gerðarstjórnina um vandræði
fólks, sem óskaði fars frá Súg-
andafirði og Fiateyri, en þá var
orðið of seint að geyma nokkur
svefhrúm fyrir þá farþega.
Það mun rétt, að fólk í Dýra-
firði og Önundafirði sé nú einna
lakast sett samgöngulega á svæð
inu ’frú Patreksfirði til ísafjarð-
ar, og er því hugsanlegt að taka
Það er því vandalaust nú að
deila á Skipaútgerðina fyrir litla
möguleika til farþegaflutnings á
ströndinni, og mun verða svo
framvegis þótt skipin tvö, sem í
smíðum eru á Akureyri, komi í
gagnið með sín 12 svefnrúm
hvort, enda mun þá Herðubreið
jafnhliða hverfa úr sögunni.
Þetta er fyrsti veturinn nú um
áratuga skeið, sem ekkert telj-
andi farþegaskip er í hinum
meiriháttar strandferðum hér
við land, og kemur þá þegar í
Ijós að nokkuð vantar. Tenging
byggða verður ófullkomnari;
fólk yerður að leigja bíla og litl
ar ílugvélar, ekki alltaf án veru
legrar ghættu, t. d. til þess að
komast a megin-flugleiðir, þar
sem það verður svo stundum að
bíða, sumpart við ófullkomin
skilyrði og með ærnum kostnaði
Skipa-
vegna þess að flug, þótt á megin
leiðum sé, er ekki úrfallalaust.
Mun því margur hugsa, hvort
óeðlilegt sé, að þessi eyþjóð eigi
eitt nýtízkulegt farþegaskip til
meiriháttar strandferða. — Skip,
sem hefði svefnrúm fyrir 100—■
120 farþega eða fyrir líka tölu
og sæti eru fyrir í svo sem 3 al-
menningsvögnum. Slíkt skip
myndi verða meira einhliða far
þegaskip en þær voru Esja og
Hekla, því að verulegur vöru-
og farþegaflutningur verður
ekki lengur samen^fur með
góðu móti í strandferðum.
Nýtt farþegaskip myndi vænt-
anlega fyrst og fremst sigla
reglulega milli Reykjavíkur. ann
ars vegar og Vestfjarða og Aust
fjarða hins vegar yfir veturinn,
en fara hringferðir um landið
eða aðrar skipulagðar ferðlr
yfir sumarið. Myndi umrætt skip
vel búið, vafalaust laða mjög að
sér farþega árið um kring og þar
á meðal erlenda ferðamenn yfir
sumarið, sem margir hverjir
myndu eingöngu koma hingað
til þess að ferðast með skipinu,
en verða um leið viðskiptamenn
íslenzkra flugfélag'a og hótela,
auk ánnars.
. í þessu sambandi skal á það
bent, að þótt Esja væri í upp-
hafi smíðuð fyrst og fremst fyr-
ir farþega, sem ekki var reiknað
með að svæfu nema 1—2 nætur
um borð í senn, og klefar voru
þröngir og lítil baðskilyrði, en
verulegt ónæði af hávaða frá
lestun og losun á nóttum, þá
nutu hringferðir skipsins til hins
síðasta, á þrítugasta aldursári
skipsins, mikilla vinsælda meðal
innlendra og erlendra ferða-
manna. Eru um það munnlegar
og skriflegar yfirlýsingar frá
fjölda erlendra farþega, er fóru
hringferðir með Esju, að þeir
hefðu varia á nokkurn annan
hátt getað kynnzt landi og þjóð
jafnvel á einni viku.
Tímaeyðsla hinna fyrri strand
ferðaskipa, Esju og Heklu, við
lestun og losun farms, reyndist,
er fram í sótti, við hlið annai'ra
samgangna, mjög mikiil skað-
valdur i viðskiptum við fólk,
sem þurfti að ferðast vegna at-
vinnu eða búsetu og óskaði að
komast sem fyrst á leiðarenda.
Þetta var ekki eins bagalegt í
viðskiptum við lystifarþega yfir
sumarið, því að þeir reiknuðu
ekki tímann á sama hátt og
vildu gjarna koma víða og hafa
nokkurn tíma til að litast um,
en þetta haggar samt ekki því,
aó einnig fyrir lystifai'þega er
mun auðveldara að skipuleggja
ferðir á ánægjulegan hátt með
einhliða farþegaskipi en skipi,
sem bundið er við lestun og los-
un farms á mjög mörgum höfn-
um. \
F. h. Skipaútgerðar ríkisins
Guðjón F. Teitsson.