Alþýðublaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 8
8 Alþýðublaðið 22. diesember 1969 ATVINNUÁSTAND HEFUR BATNAÐ ÁGÚST H. PÉTURSSON, PATREKSFIRÐI: Þrír bátar hafa stundað línu- veiðar héðan undanfarið, Vestri Dofri og einnig Látraröst. — Vestri byrjaði á línu um mán- aðamótin október—nóvember og hann hefur fiskað um 250 tonn á þessu tímabili, sem síð- an er liðið. En hann varð fyrir því óláni snemma í desember, að hann lenti á :s- jaka og brotnaði; hefur hann verið í slipp í Stykkishólmi til viðgerðar síðan og er ekki væntanlegur aftur fyrr en milli jóla og nýárs. Dofri byrjaði veiðar með línu um mánaða- mótin nóvember—desember, afli hans hefur verið góður og er Dofri enn á veiðum. Látra- röst er einnig á veiðum með línu og hefur hún landað bæði hér heima og annars staðar. SMÆRRI BÁTAR HÆTTIR VEIÐUM Helga Guðmundsdóttir hefur verið á síldveiðum á fjarlæg- um miðum — í Norðursjónum, en afli hennar hefur verið mjög rýr. Stærri bátarnir héðan hafa verið á togveiðum. - — Þrymur hefur farið tvær sölu- ferðir til Bretlands og selt mjög vel. Jón Þórðarson hefur einn- ig farið tvær söluferðir til Bret lands og fengið sömuleiðis góða sölu. María Júlía hefur landað hér heima. Þorri hefur stöðv- azt þó nokkum hluta þessa tímabils vegna bilunar, en hann hefur lagt afla sinum upp hér á Patreksfirði einnig. — Allir smæi-ri bátar eru nú hættir veiðum; þeir hættu um mán- aðamótin október—nóvember. NÆG ATVINNA í FRYSTIHÚSUM Nú, atvinna hjá hraðfrysti- húsinu Skildi hefur verið góð: þar hafa unnið milli 70 og 80 manns alla daga. — Hraðfrysti- hús Patreksfjarðar hóf aftur vinnslu eftir langa stöðvun nú um miðjan mánuðinn. HLÉÁ RÓÐRUM UM JÓLIN Segja má, að atvinnuástand hafi batnað fyrir bætt afla- brögð, en þó eru nokkrir aðil- ar á atvinnuleysisskrá, og er það aðallega aldrað fólk. Ég held, að reikna megi með því, að hlé verði á róðrum núna kringum jólin vegna útbúnað- ar bátanna til vetrarvertíðar. En segja má, að búast megi við batnandi atvinnuástandi eftir áramótin, ef þeir bátar, sem héðan eru gerðir út, afla sæmi lega og leggja upp aflanum heima. NÝR AKVEGUR MEÐ SJÓ FRAM Það heyrir kannski til tíð- inda, að vegavinna hófst að nýjum miðjan nóvember við veginn frá Eiði við Múlanes um Mjóafjörð, Kálfafjörð og Hjarðarnes í Vatnsfjörð — og er nú þessi leið opin fyrir um- ferð og þar með kominn ak- Framhald bls. 11. AUDVELDIÐ YÐUR MATARUNDIR- BÚNINGINN (LÁTIÐ OKKUR UM ERFIÐIÐ) JÓLASTEIKINA FÁIÐ ÞÉR HJÁ OKKUR — TILBÚNA í OFNINN — ÚRVALIÐ ER MEIRA EN YÐUR GRUNAR Vanti yður eitthvað sérstakt, spyrjið þá verzluna rstjórann. ATHUGIÐ, AÐ ÞJÓNA YÐUR, ER MARKMIÐ OKKAR! MATARBÚÐIR SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS Það er erfitt a E-MIL HJARTARSON, FLATEYRI; , Hér gerist nú aldrei margt á skömmum tíma. Þó gerðust þau tíðindi hér um daginn, að lokið var við að tengja nýjan veg um Gemlufahsheiði í Dýra- fjörð, en framkvæ-mdum við veginn varð að hætta í hau3t vegna rigninganna, en nú tókst sem sagt að tengja endana sam- an. Það voru nokkur stór ræsi á veginum, sem ekki tókst að loka í haust. Gera má ráð fyr- ir, að með tilkomu þessa nýja vegar, verði allajafna fært f Dýraf jörð. En eins og ég hef áð ur sagt eru samgöngur okkar á sjó í hinum mesta ólestri. Nú er námsfólk héðan farið að (streyma jheim í jóhJjtiii, em þar sem samgöngur eru því sem næst engar á sjó, verður það jafnvel að reyna að fá far með síldarbátum til að komast heim fyrir jólin. Tveir tankbílar mjólkur- samlagsins skemmdir DANÍEL ODDSSON, BORGARNESI: Það hefur verið fremur rysj- ótt tíð undanfarið, gengið á með skúrum og roki. Nú er ver- ið að skreyta bæinn og fólk er óðum að komast í jólaskap. Mikið lif og fjör hefur verið í viðskiptunum hér eins og endranær fyrir jólin, en hér eru starfandi fjórar verzlanir. (Þegar hér var komið samtal- inu, kom Gísli Sumarliðason, deildarstjóri í kaupfélaginu í símann, en jólabókasalan er á hans snærum, og hann gaf mér upplýsingar um bókasöluna og sagði:) — Bókasalan hér hefur verið mjög góð og jöfn undan- farna daga; ég held, að hún ætii bara að koma vel út í ár. Þó er erfitt að gera sér fyllilega grein fyrir bókasölunni enn, þar sem fjórir stórir söludagar eru eftir fyrir jól. — Sölu- hæstu bækurnar hjá kaupfé- laginu í Borgarnesi kvað Gísli vera — Lífið er dásamlegt — eftir Jónas lækni, — Vinur minn og ég — eftir sr. Svein Víking að ógleymdum Pétri Ottesen, sem auðvitað væri vinsæll í sínu eigin héraði. Gísli sagði, að einnig seldust talsvert af Mýramannaþáttum, en í þeim er að finna staðarlýs- ingar frá nágrenni Borgarness, bók Alstairs MacLean — Hetj- urnar frá Navarone —, bók Skúla Guðjónssonar á Ljót- unnarstöðum - Það, sem ég hef skrifað — og íþróttamannabók- in — Fram til orustu . (Nú tók Daníel aftur við sím anum). BIFREIÐIN GERSAM- LEGA ÓNÝT Tveir mjólkurbilar mjólkur- samlagsins hér, hvorttveggja tankbílar, sem flutt hafa mjólk til Reykjavíkur, urðu fyrir slæmu óhappi fyrir nokkrum dögum. Óhöppin urðu aðeins með tveggja daga millibili. Hið fyrra varð hjá Grímastöð- um, en þar rann önnur bifreið- in út af veginum i hálku. Er þessi bifreið talin gersamlega ónýt. Síðara óhappið varð hjá Brautarholti í Borgarhreppi — hérna rétt fyrir ofan. Þar hljóp hestur fyrir bílinn með þeim afleiðingum, að bíllinn lenti út af veginum og skemmdist mikið. NÝJAR MJÓLKUR- UMRÚÐIR Nú hafa verið teknar í notk- un nýjar mjólkur- og rjóma- pökkunarvélar hjá mjólkursam laginu; hér er um að ræða V2 lítra fernur fyrir rjóma og 2 lítra fernur fyrir mjóik. RJÚKANDI RÁÐ SÝNT Ungmennafélagið Skallagrím ] Flh. á 15. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.