Alþýðublaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 16
RÚNÖLFUR MARTEINSSON ÆVIiAGA sáta óíts ISjalnasotial 70i Lnnijia.fr Höfundur þessarar merku og fróölegu ævisögu, séra Runólfur Mar- teinsson, var Austfirðingur að ætt og uppruna, kominn af góðu bænda- og prestafólki. Hann fluttist vestur um haf 11 ára gamall með foreldrum sínum', gekk menntaveginn og útskrifaðist frá presta- skóla í Chicago 1898 með lofsamlegum vitnisburði. Hann þjónaði síðan sem prestur á ýmsum stöðum meðal íslendinga í Kanada, jafnframt því, sem hann kenndi við mermtaskóla í Winnipeg, en gerð ist skólastjóri við Jóns Bjarnasonar skólann í þeirri sömu borg við stofnun hans 1913, og var það óslitið þar til skólinn hætti störfum 1940. — Hann var rráfrændi og uppeldissonur séra Jóns Bjarnasonar, sem bók þessi fjallar um og honum sérstaklega handgenginn. hegar séra Runólfur hætti prestsskap og kennslustörfum, hóf hann að rita ævisögu séra Jóns, en inn í hana fléttaði hann svo ýmsum merkum þáttum úr kirkju- og kristindómssögu landa okkar vestan hafs. Um séra Jón Bjarnason hefur verið sagt, að hann hafi meira en nokkur annar maður í Vesturheimi mótað trúarskoðarrir íslendinga vestra, jafnt í Kanada sem í Bandaríkjunum, og hér heima var hann mjög kunnur fyrir fyririlestra sína, ritgerðir og ræður, enda þjónaði hann hér sem prestur um nokkurra ára skeið. Séra Jón Bjarnason var fluggáfaður og mikill hugsjóna- og málafyigjumaður, sem hvarvetna lagði góðum málum lið. Hann mun1 jafnan verða talinn í hópi hinna merkustu íslenzku landnema í Vesturheimi. Ævisaga séra Jóns Bjarnasonar er því safn til sögu íslendinga Vestanhafs. SVALBARÐSSTRANDARBOK Þessi myndarlega og fróðlega bók segir í stórum dráttum sögu Sivalbarðsstrandar við Eyjafjörð allt frá landnámstíð til olkkar daga. Þetta er fá- imenn sveit og var fyrrum bláfátæk, en er nú fyr- ir dugnað fólksins ein mesta framfarasveit þessa lands, endá er sagt, að þar búi a.m.k. 23 milljón- erar. — Bókin er 340 bls., prentuð á góðan pappír og prýdd 200 myndum af fólki og bændabýlum. Verð í góðu bandi kr. 375,00, án söluskatts. NU ER HÆGT AÐ SYNGJA Skemmtilegar vísur fyrir bömin um jólin, bæði um jólasveinana og Loðinbarða, því að út eru komnar tvær bráðskemmtilegar barnabækur í Ijóðum eftir Valdimar Hólm Hall'stað, með teiton- ingum Örlygs Kristfinnssonar. Bækurnar heita: ÆVINTÝRIÐ AF LOÐINBARÐA og HLUSTIÐ ÞIÐ KRAKKAR. Hver bók kostar kr. 48,00. Bókaútgáfan EDDA Akureyri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.