Alþýðublaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 6
6 Al'þýðublaðið 22. dlesember 1969 Tónninn eilífi bækur Elnar Páll Jónsson: Sólheimar (Ijóð, önnur útgáfa aukin). Iiðalumbr.ð': Bókaútgáfa menn- rgarsjóðs. 238 bls. Einar Páll Jónsson starfaði mga ævi ritstjóri meðal vestur- úendinga og hafði þannig mikil ihrif, en ljóðagerðin átti og drjúgan þátt í orðstír hans. Nú ^ru kvæði hans komin út í nýrri (ig aukinni útgáfu að frumkvæði (kkju skáldsins. Verður bókin ; reiðanlega fagnaðarefni vestur- í slendingum, og víst á hún nokk- urt erindi heima á fróni. Einar Páll fæddist 1880, en andaðist 1959. Hann er þó nítj- ándu aldar maður í skáldskap, og veldur því einkum tvennt — fjarlægðin við fsland og tilefni flestra kvæðanna. Viðhorf Ein- ars Páls mótaðist heima og breyttist lítt vestra, þó að hann gerðist Kanada dyggur þegn. Samt ræður úrslitum um hlut- verk hans á skáldaþingi, hversu mikill hluti ljóðanna er tæki- færiskvæði. Þau teljast þess vegna mun fremur hagmælska én skáldskapur í nútíma skiln- ingi. Ríkasta tilefnið er ferðin heim til íslands að styrjöldinni lokinni, enda orkaði hún á skáld gáfu Einars Páls sem eins kon- ar opinberun. Kvæðin úr heim- förinni reynast margföldun þess, er hann túlkaði helzt ella af orðglaðri hofmennsku í mann fagnaði líðandi stundar, skáldið heyrir og sér nýtt og stórt, rifj- ar upp tilhlökkun og söknuð, fyr irheit og vonbrigði, gleði og harm. Þess vegna varð hag- mælska Einars Páls skáldskap- ur, þegar hann átti þráðan end- urfund við ættjörðina sumar- dagana góðu. Skyn Einars Páls var harla myndrænt, og gaf honum iðu- lega sýn í ljóði. Eigi að síður lét honum bezt að lýsa kenndum, og stundum sameinaði hann fallega mynd og tilfinningu eins og í þessu erindi: Þótt mælirðu oft af miklum þjósti, er máske vott um brá. Mér heyrist ég kenna í hörkugjósti hálfdreymda sumarþrá — finn jafnt í eldgígs og íssins brjósti eilífðarhjartað slá. Megin tilgangur ljóðanna er ræktarsemin við tungu og þjóð- erni. Einar Páll kunni prýðilega skil á menntum og menningu fósturlandsins og brezka samveld isins, en hann áleit sig íslending og taldi erindi sitt sér í lagi að mæla fyrir munn vestur-íslend- inga í hugsun þeirra heim. Gildi kvæðanna er einkum í þessu fólgið. Þau dæmast náskyld ætt- jarðarljóðunum frá nítjándu öld, og sá tónn er eilífur, þó að tím- arnir breytist og táknið gerist veruleiki. Vestur-íslendingar munu enn halda þeim tóni á- fram langa hríð. Oræk sönnun um frábæra hag mælsku Einars Páls Jónssonar er til dæmis kvæði hans Island og ég: Eg er íslenzkra öræfa son, — innheiða byggðin mér kær. Eg elska hvert einasta blóm, sem í útsýni norðursins grær. Þó fóstran sé fjarlæg við mig, er faðmlagið andlega hlýtt og vorblærinn íslenzkur enn, er andar um sál mína þýtt. Við ættlandsins heiðríkju haf ófst hitinn í ungmannsins sál. Og ísinn varð uppspretta hljóms, en eldurinn skáldskaparmál. Mín lífsþrá er hljóm þínum háð, hvort hraun eða stórskóga sér. í ljóðinu leitar hún heim og les sínar bænir með þér. Sál mín er samstillt við þig — og svo er hvert einasta spor. Við dögun af íslenzkri dýrð ég dey inn í syngjandi vor. Ég er íslenzkrar sólblíðu son, og sumrinu lífi ég enn. Til vitundar vaktir þú mig, úr verinu heimkominn senn. Þannig hugsar fjöldi vestur- íslendinga heim úr verinu, og sá hugur sannast af mörgu tilefni. Bókin með ljóðum Einars Páls er gullfalleg að allri prent- gerð. Ágúst Guðmundsson hefur sniðið henni búning, sem fer henni eins og bezt verður á kos- ið. Helgi Sæmundsson. Tvær Steinunn Sigurffardóttir Þuríður Guðmundsdóttir: Aðeins eitt blóm,ljóð, 58 bls. Almenna bókafélagið 1969. Steinunn Sigurðardóttir; Sífellur, ljóð, 55 bls. Almenna bókafélagið 1969. Áður en ég geri ljóðum þess- ara ungu skáld'kvenna skil lang ar mig að gera þá játningu að það tekur mig lengri tíma að til einka mér Ijóð en skáldskap í óbundnu máli, og þar af leið- andi er hreint ekki svo auðvelt að skrifa ritdóma um tvær ljóða bækur fljótlega eftir útkomu þeirra. En af því ritdómar í dag blöðum eru engir endanlegir ÍSLENDINGAR! Aukum hæfni okkar á mettíma íslenzika hraðritunar'kverið var samið með hagsmuni okkar allra í ihuga, og þó einkum 'þeirra, sem hafa lítinn tírni í námi og starfi. Með því að kenna aðeins hraðritunartákn algengustu orða og orðasambanda tungu okfcar er notuð ný og óþefckt aðferð við kennslu hraðritunar — og þess vegna getur hagnýtasti kjarni íslenzkrar hraðritunar orðið almenningseign og okkur öllum til framtíðargagns. íslenzka hraðf itunarfcverið í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar er varanleg vinar- 'gjöf á öllum árstíðum og okkur öllum arð- bær framtíðarfjárfesting. Drengjasaga n ÓLÖF JÓNSDÓTTIR rit- höfundur hefur sent frá sér nýja drengjabók sem ber nafn ið „Hestastrákarnir og Dverg- urinn“. Þetta er saga sem gerist í sveit á Norðurlandi, í óbyggð- um og þar að auki í heimi þjóð sagna og ævintýra, skýr og skil merkileg saga, stuttorð og gagn orð, og ekki vantar að nóg kem ur fyrir til þess að halda áhug anum vakandi. Hún ber þess vitni að höfundur hafi einkar gott lag á að segja sögu á þann gamla góða máta sem tíðk- aðist fyrrum í rökkrinu langar og drungalegar skammdegis- stundir, þannig að umhverfi og atvik komi skýrt í ljós. Þessi bók er góð og holl lesn- ing fyrir börn, ímyndunarafl- inu er hæfilega gefin laus taum ur og öll stefna sögunnar mið- ar að því að vekja það sem gott er. Bókin er prýdd einstaklega lipurlegum teikningum eftir Halldór Pétursson. S.H. Ólöf Jónsdóttir skáldkonur dómar hvoj-ki um bækur né skáld þá ætti þetta ekki að koma svo mjög að sök. Ritdóm ar í dagblöðum eiga hvorki að kenna skáldum að yrkja né fella þúsundáradóma um verk þeirra. Ritdómar í dagblöðum eru fyrst og fremst þjónusta við les endur blaðsins. Og skal nú þess um útúrdúr lokið. Það er að því leyti skemmti legt að opna' bók nýs skálds að lesandinn getur ekki haft á þvi fyrir fram ákveðn’ar skoðanir hvers þar sé að vænta. Hins vegar verð ég að viðurkenna að ég var ekki margs fróðari um það að loknum lestri þessara tveggja bóka. Alveg er fráleitt að draga af þessum bókum nokkra ályktun um heilsufar ís lenzkrar Ijóðlistar eins og ég sá einhvers staðar á dögunum, og það er jafnvel hæpið að hægt sé að ráða mikið í skáldskapar hæfileika hinna ungu höfunda. Ástæðan er einfaldlega sú að bækurnar eru báðar svo augljós byrjendaverk (með öllum þeim göllum sem því fylgir) að þær marka ' höfundum sínum enga stefnu í skáldskap. Niðurstöð- ur hef ég því harla fáar að leggja fra-m, en fáeinar athug- anir ættu ekki að koma að sök. Mér virðist Aðeins eitt blóm Þuríðar Guðmundsdóttur nokk uð þokukennt þegar á heildina er litið. Henni er oít mikið Þuríður Guffmundsdóttir niðri fyrir en á erfitt með að koma hugmyndum sínum til skila í formi ljóðs. Ég held hún geri sér ekki alls kostar ljóst í hverju ljóðform er fólgið eða þá hún nær ekki tökum á form inu þrátt fyrir vitneskju um takmörk þess. Ég skal nefna fá- ein dæmi. Kannski finnst ein- hverjum það léttvægt atriði að mörg kvæðanna em ort í þátíð, en mér finnst þetta býsna af- driíaríkt fyrir mörg kvæðanna. Mynd er aðalatriði ljóðs í lausu formi. Skáldið birtir lesanda sín Framhald bls. 7.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.