Alþýðublaðið - 23.02.1970, Side 3
Mánudagur 23. fefbrúar 1970 3
15 ÞÚSUND FLEIRI á
KJÖRSKRÁ EN 1966
□ Við sveitarstjómarkosning-
arnar, sem íram eiga að fara 22.
maí í vor verða 14.786 fieiri á
jUjörskrá en við kosningarnar
Í1966. Þetta eru bráðabirgða-
tölur frá Hagstofu XsJands og
eru þá taJdir allir, sem verða
fjO ára á árinu, en einungis þeir,
sem ná tvítugsaldri fyrir gjör-
l.'und geta kosið. Einnig eru inni
l'aldir í tölunum allir erJendir
fríltisborgarar 20 ára og eldri,
isem búsettir eru á landinu og
íi heild.artalan því eftir að Iækka
hokkuð.
1 'Mest er fjölgunin í Reykja-
Vík, eða úr 44801 árið 1966 í
51552, en í kaupstöðunum öllum
fjölgar alls um 12.274 á kjör-
i’skrá. Voru árið 1966 71904 en
iverða nú 84.178.
( Kosið verður í 40 kauptúns-
(hreppum að þessu sinni og
,fjölgar þeim um einn. Súðavík-
•urhrepp, þar sem % hreppsbúa
:eru nú búsettir í kauptúninu.
Kjósendum í kauptúnahrepp-
um fjölgar úr 14704 í 17216
:eða um 2512. Aðeins þrír kaup
túnahreppar komast yfir 1000
:í kjósendatölu. Fjölmennastur
;er Garðahreppur með 1339, þá
iSelfosshreppur með 1332 og
iSeltjarnarneshreppur með 1119.
( í kaupstöðunum (að Reykja-
vík meðtalinni) er kosið um 130
bæjar- og borgarfulltrúa alls,
en í kauptúnahreppunum unv
226 hreppsnefndarmenn alls.
Verður þannig kosið um 356
borgar-, bæjar- og hreppsfull-
trúa í kosningunum í vor.
Borgarfulltrúar í Reykjavík
•eru 15, bæjarfulltrúar á Akur-
eyri 11, annars eru bæjarfull-
trúar í kaupstöðunum yfirleitt 9,
nema á Sauðárkróki og Ólafs-
firði, þar sem þeir eru 7.
Hreppsnefndarmenn í kaup-
túnahreppunum eru 5—7 tals-
Búin að fara 10
ferðir frá Kulusuk
effir viðgerðina
□ Á laugardag komst skíða-
flugvél Fiugfélagsins, Gljáfaxi, í
lag í Kulusuk og gat þá þegar
farið 9 ferðir með varning tiil
Angmangsalik. í gær var veður
ihinsvegar slæmt til flugs og ekki
farin nama ein ferð.
í morgun átti Sólfaxi að leggja
af stað til Kaupmannahafn.ar
og taka fjót-ða farminn ti'l Kulu
suk. Vólin kemur við hér á morg
un á leiðinni til Grænlands og
íhafði komið til tals að Græn-
landsimiálai'áðherra Dana yrði
hér og tæki sér far með lienni
áfram vestur.
Ekkert lá fyrir um þetta at-
riði hjá Flugfélaginu í morgun.
IVIKUBYRJUN:
Prófkjör
□ Það leynir sér ekki aff kosn
ingar eru í aðsigi. Flokkarnir
eru nú í óða önn að undirbúa
framboð sín og á stöku staff
liafa stöku flokkar meira að
segja þegar birt framboðslista
sína. Skriðan mun þó ekki hefj
ast fyrir alvöru fyrr en í næsta
mánuði, en þá má búast við aff
framboð flestra flokka, í kaup-
stöðunum að minnsta kosti,
verði birt opinberlega.
Þaff er nýmæli að við þessar
kosningar má það lieita viðtek-
in regla að flokkarnir láta fara
fram prófkjör eða skoðanakönn
un meðal fylgismanna sinna,
áður en endanlega er gengið
frá framboffslistanum. Sum
þessara prófkjöra hafa þegar
farið fram, önnur standa nú
yfir effa hefjast alveg á næst-
unni. Framkvæmd þeirra er
þó með ýmsu móti, og nokkuð
er mismunandi hve víðtækt
prófkjörið er; sums staðar nær
það aðeins til flokksbundinna
manna, en amiars staðar er
fleiri heimil þátttaka.
Það virðist einnig vera íyoJUc
uð breytilégt, hve mikið tlílif
er tekið til úrslita prófkjöi'sins,
þegar endanlega er geúgið. fi'á
framboðslistanum. Sumir flokk
ar liafa tilkynnt að niðurstöður
prófkjörsins séu bindandi, ef
ákveðin þátttaka næst í próf-
kjörinu, en markið er bá yfir-
leitt sett svo hátt að engar veru-
legar líkur eru á að það náist.
Venjulegast virðist það vera að
prófkjörin séu höfff til hliðsjón
ar við niðurröðun manna á
lista, en uppstillingamefndum
ekki talið skylt að fylgja þeim
í blindni. Þetta er eðlilegt,
vegna þess að við samsetningu
framboðslista þarf margs að
gæta, og oft getur verið rétt-
mætt að hnika nokkuð til röð
frá því sem kemur út úr próf-
kjöri. En auðvitað má ekki
ganga of langt í slíku, og það
ætti að vera útilokað að menn
sem hljóta lítið sem ekkert
íylgi í prófkjöri verði samt
settir ofarlega á liinn endan-
lega framboðslista. Meginmark-
mið prófkjörsins er einmitt að
tryg-gja að slíkt komi ekki fyrir.
Prófkjör hafa marga kosti,
en þau eru lieldur ekki galla-
laus. Raunar fara kostir þeirra
og gallar að miklu leyti eftir
því hvernig þau eru fram-
kvæmd og hvaða reglur eru
láfcwr ;gilda þæði um ,valj
mánna 'á prófkjörslistann v óf
ýtreiknipg á úr^slitunRjn'ófkj
iás^svötað ehiiungis tvennt
nefnt. Þetta er hægt að gera á
margvíslega vegu, og í þeim
prófkjörum sein nú fara fram
víðs vegar um land er þetta
líka gert á mismunandi vegu.
Af þessu leiðir að prófkjörin
sem nú fara fram eru alls ekki
alltaf sambærileg.
Engin ástæða er til að ætla
annað en að á komandi árum
verði prófkjör eða skoðana-
kannanir fastur liður við kosn-
ingaundirbúning hér á landi
hjá öllum flokkum, ekki að-
eins við sveitarstjómakosning-
ar, heldur einnig við alþingis-
kosningar. Aðrar leiðir virðast
heldur ekki vera vænlegri til
þess að gefa almenningi aukin
tækifæri til að hafa áhrif á val
manna til framboðs, meðan
skrefið er ekki stigið til fulls
og prófkjörið og aðalkosningin
sameinuð, þannig aff flokkamir
bjóði ekki fram raðaða lista,
lieldur sé kjósandanum eftirlát-
ið að raða frambjóðendunum á
listanum. Slíkt væri auðvitað
æskilegast, en þangað til kosn-
ing.ilögunum verður breytt í
það horf verður að notast við
prófkjörin. Og þá veltur á
miklu hvernig þau eru fram-
kvæmd. Óhjákvæmilegt virðist
vera að koma á nokkurri sam-
ræmingu í því efni, setja
ákveðnar reglur um fram-
kvæmd prófkjöra. Annað hvort
verða fiokkamir að gera þetta
sjálfir, hver fyrir sig eða í sam-
einingu, ellegar að setja verð-
ur löggjöf um þetta efni.
, ijggjöf^ pmOrófkjö1' og
; TÍamkvSsmd t)eífra gæti til
dæihis átt heima í löggjöf um
árnmálaflokka og starfsemi
þeirra, en full nauðsyn er að
slík löggjöf verði sett hið bráð-
asta. — KB.
Niu rauðar
rósir...
væru tilvalin gjöf handa sérhverri húsmóður. En rósir
standa ekki lengi, því miður.
Á hinn bóginn eru skýrir litir og hvítari áferð OXAN
þvottarins óendanlegur ánægjuauki fyrir allar hús-
mæður.
OXAN lágfreyðandi þvottaefni er gert fyrir konuna,
sem hefur ánægju af rauðum rósum og fallegum
þvotti.
LÁGFREYÐANDI ÞVOTTAEFNI
JAFNGOTT í ALLAN ÞVOTT.
oxan
HF. HREINN
«■
öcbv.
tí' ma ObS ;bbb,:
Auglýsingasíminn er 14906