Helgarpósturinn - 14.11.1994, Síða 7
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
7
Skoðanakönnun Morgunpóstsins
Dalvík
Afsögn Guðmundar
Áma var rétt ákvörðun
65 prósent telja að hann eigi að gefa kost á sér í komandi kosningum.
I skoðanakönnun MORGUN-
PÓSTSINS kemur fram að 94,5 pró-
sent þeirra sem afstöðu tóku telja
ákvörðun Guðmundar Árna Stef-
ánssonar um afsögn rétta. í heild-
ina sögðu 83,1 prósent ákvörðunina
rétta en 4,8 prósent ranga. Einungis
4,85 prósent voru óákveðnir, 4 pró-
sent höfðu ekki skoðun og 3,2 pró-
sent neituðu að svara. Spurt var:
Finnst þér ákvörðun Guðmundar
Árna um að segja af sér rétt eða
röng?
f könnuninni var einnig spurt: Á
Guðmundur Árni að gefa kost á sér
í kómandi kosningum? Já sögðu
53,85 prósent en nei sögðu 29,3 pró-
sent. Óákveðnir voru 7 prósent, 8,9
prósent höfðu ekki skoðun á því og
1 prósent neituðu að svara. Af þeim
sem afstöðu tóku voru því 64,8
prósent fylgjandi því að hann færi
fram að nýju en 35,2 prósent voru
því andvígir.
Ef spurningunni um hvort Guð-
mundur Árni eigi að gefa kost á sér
í komandi kosningum er skipt upp
í stuðningsmenn flokkanna kemur
í ljós að allir stuðningsmenn Al-
þýðuflokksins eru því hlynntir.
Hins vegar skiptast stuðningsmenn
Kvennalistans í tvo jafhstóra hópa,
með og á móti. 62 prósent stuðn-
ingsmanna Framsóknar segja já en
24 prósent nei. Hjá Sjálfstæðis-
flokknum segja 53,5 prósent já en
27,4 prósent segja nei. 60 prósent
stuðningsmanna Alþýðubanda-
lagsins telja að hann eigi að gefa
kost á sér, 20 prósent vilja það ekki
og sama hlutfall er óákveðið. Meðal
stuðningsmanna Jóhönnu telja 60
prósent að hann eigi að bjóða sig
fram en 30 prósent eru gegn því.
Mest andstaða við framboð hans er
hins vegar meðal þeirra sem segjast
skila auðu, eða 48 prósent, en ein-
ungis 24 prósent þeirra töldu að
hann ætti að gefa kost á sér. Þeir
sem svöruðu ekki spurningunni
um flokkana skiptust í tvo nærri
jafh stóra hópa, með og á móti.
Ekki mældist marktækur munur
milli lcynja eða eftir búsetu.
Skoðanakönnunin var gerð um
helgina og fengust svör frá 600
manna slembiúrtaki úr símaskrá.
Svarendur endurspegla þjóðina í
öllum megindráttum að teknu til-
liti til aldurs, kyns og búsetu. -pj
Guðmundur Árni Stefánsson
„Úr vöm
Afsögnin engin endalok á stjómmálaferlinum
„Ég er mjög ánægður með þessar
niðurstöður og þær eru í samræmi
við það sem ég hef fundið á við-
brögðum fólks. Ég held að fólk hafi
kunnað að meta það að ég kom
hreint fram í málinu allan tímann
og lagði öll spilin á borðið. Síðan
var það mín ákvörðun að þetta væri
farið að hafa skaðleg áhrif á mikil-
væg störf mín í ráðuneytinu og sýnt
að þessi umræða myndi halda
áfram með einum eða öðrum hætti
hvað sem öllum efnisatriðum
áhrærir. Ég vildi því höggva á þenn-
an hnút og held að það hafi verið
rétt ákvörðun hjá mér. Ég sé það
líka af þessari niðurstöðu að fólk
virðist bæði kunna að meta þá
ákvörðun og einnig hitt að hún er
langt því frá einhver endalok fyrir
mig sem stjórnmálamann, heldur
þvert á móti tímamót og kaflaskipti
og ég held að niðurstaðan í þessari
könnun sýni það alveg klárlega.“
Nú erfylgi Alþýðuflokksins í sömu
könnun einungis 4,8 prósent.
„Þetta er skrýtnar niðurstöður og
ég hef enga trú á að hún vísi ein-
hvern veg til kosningaúrslita. I
fýrsta lagi held ég að Alþýðuflokk-
urinn mælist langt undir það sem
hann kemur til með að hafa og
Sjálfstæðisflokkurinn er náttúrlega
óeðlilega hár þarna og langt frá
þeim veruleika sem við blasir.
Þannig að ég er út af fyrír sig bjart-
sýnn á gengi Alþýðuflokksins á
þessum kosningavetri. Nú förum
við úr vöminni og í sóknina."
Telur þú ekki að þín mál tengist
lélegu gengi flokksins í könnuninni?
„Það er náttúrlega ekki í neinu
samræmi við fyrri spurningarnar
þar sem 65 prósent telja sjálfgefið
að ég haldi áfram að bjóða mig
fram í pólitík og ég veit að stór hluti
af því fólki mun styðja okkur, mig
og Alþýðuflokkinn."
Hefði ekki verið rétt að þú segðir af
þér fyrr til þess að koma í veg fyrir
frekara fylgishrun?
„Ég held að þessi ákvörðun mín
að fara núna hafi verið hárrétt. Ég
vildi láta öll þau mál sem um var að
ræða koma fram með skýlausum
hætti og klára þann þátt málsins
sem laut að almennri upplýsinga-
gjöf. í öllu þessu ferli hef ég aldrei
haldið neinu leyndu með málin og
svarað þeim málefnalega. Þann veg
vildi ég fara að enda og það gerði
ég-“
Þú hefur ekki íhugað að segja skil-
ið viðflokkinn?
„Nei, ég hef verið í Alþýðu-
flokknum og ætla að vera í hon-
um.“
Það hefur ekki verið þrýst á þig að
fara í sérfratnboð
„Það hafa verið ýmsar hugmynd-
ir á lofti og meðal annars af þessum
toga en það hefur ekki komið til
greina að minni hálfu. Ég er héðan
úr rótum Alþýðuflokksins í Hafn-
arfirði þar sem við höfúm verið í
fylgi á milli 40 og 50 prósent. Hér er
flokkurínn og hjarta hans slær hér.“
Samflot með Johönnu hefur ekki
komið tilgreina?
„Við skulum ekki fabúlera með
þetta lengur en það hefur ekki
komið til greina.“ -pj
ísókn“
Guðmundur Ámi Stefánsson „Ég held að fólk hafi kunnað að meta
það að ég kom hreint fram í málinu allan tímann og lagði öll spilin á
borðið.“
Davíð Oddsson
Nauðsynleg
ákvöroun
„Niðurstaðan kemur mér ekki
á óvart. Málin gátu ekki gengið
svona lengur og því var nauð-
synlegt að höggva á þennan
hnút,“ segir Davíð Oddsson
forsætisráðherra um afsögn
Guðmundar Árna Stefáns-
sonar.
„Ég fann að það var orðið
nauðsynlegt að þetta gerðbt með
þessum hættí. Jafnvel þó ég
harmi að til þessa hafí komið þá
var þetta rétt mat hjá Guðmundi
Árna.“ -HM
Finnstþérákvörðun Guð-
mundarÁma um að segja af
rongf
Á GuðmundurÁmi
aðgefakostásér
í komandi kosningum?
Bflstuklur
og öh/unar-
akstur
Mikill gleðskapur var á föstudags-
kvöldinu á Dalvík. Bubbi Mortens
var með tónleika í Sæluhúsinu og
hestamenn funduðu í Þingholti. Um
nóttina voru tveir teknir fyrir ölv-
unarakstur og Hondabifreið var
stolið frá bænum Ytra-Kálfskinni í
Árskógshreppi. Ekki er vitað hverjir
voru að verki en bíllinn fannst
óskemmdur við Hjalteyri undir
morguninn. Aðfaranótt sunnudags-
ins réðust svo þrír piltar á aðkomu-
mann á Audibifreið og skemmdu
bílinn talsvert, dælduðu hann og
brutu rúður. Það mál er óupplýst. ■
Reykjavík
Þjófur hand-
tekinn er
hannsótti
bflinn sinn
I gærmorgun komu lögregluþjón-
ar í eftirlitsferð auga á tvo menn sem
voru að þvælast í kringum bílskúra
fjölbýlishúss við Kaplaskjólsveg. Þeg-
ar lögreglumenn huggðust athuga
málið nánar hlupu mennirnir sem
fætur toguðu af vettvangi. í ljós kom
að brotist hafði verið inn í tvo bíl-
skúra og gerði lögreglan eigendum
þeirra viðvart. Á meðan á vettvangs-
rannsókn stóð kom annar þjófanna
aftur en hann hafði skilið bílinn sinn
eítir. Hann var handtekinn á staðn-
um og vísaði fljótlega á félaga sinn.
Rannsóknarlögreglunni var afhent
málið til frekari athugunar. ■
Suðurlandsbraut
Bruggverk-
smiðju lokað
Um tíuleytið á föstudagskvöld
réðist lögreglan inn í bruggverk-
smiðju við Suðurlandsbraut. Verk-
smiðjan var nokkuð fúllkomin og
lagt var hald á um 600 lítra af gam-
bra og 50 lítra af landa. Eigendur
verksmiðjunnar voru ekki á staðn-
um þegar lögreglan réðist til inn-
göngu og þeir hafa ekki enn verið
handteknir. Lögreglan telur þó full-
vist hveg'ir voru þarna að verki. ■
Grafarvogur
falsaðan
með
Afgreiðslufólk í versluninni Rima-
vali í Grafarvogi veitti athygli undar-
legum eitt þúsund króna seðli sem
unglingspiltur hugðist greiða fyrír
vörur með í vcrsluninni á laugardag.
Lögreglan var kvödd á vettvang og
kom i ljós að seðiUinn var falsaður.
Drengurinn sagðist hafa fúndið seð-
ilinn og var sú skýring tekin til greina
aflögreglunni. ■
Framsóknarmenn á Reykjanesi ákveða
að halda prófkjör
ísafjörður
Fjórir brtast
um fýrsta sætið
Á fjölmennu kjördæmisþingi
Framsóknarflokksins á Reykja-
nesi, sem haldið var í Hlégarði í
Mosfellsbæ á sunnudag, var tekin
ákvörðun um að efha til opins
prófkjörs í kjördæminu. Prófkjör-
ið á að halda laugardaginn 10. des-
ember og mun verða opið öllum
þeim, sem lýsa yfir stuðningi við
flokkinn, auk skráðra flokks-
manna. Jóhann Einvarðsson
þingmaður mun ekki gefa kost á
sér, en að sögn Elínar Jóhanns-
dóttur formanns kjördæmasam-
bands Framsóknarflokksins á
Reykjanesi, hafa fjórir aðilar þegar
lýst því yfir, að þeir stefni á fyrsta
sæti framboðslistans. Þetta eru
þau Drífa Sigfúsdóttir, forseti
bæjarstjórnar sameinaða sveitar-
félagsins á Suðurnesjum, Siv
Friðleifsdóttir, bæjarfulltrúi á
Seltjarnarnesi, Unnur Stefáns-
dóttir, leikskólakennari í Kópa-
vogi og Hjáimar Árnason, skóla-
meistari Fjölbrautaskóla Suður-
nesja. Framboðsfrestur rennur út
30. nóvember. -æöj
Endaði í sjónum
með þriggja tíma
gamalt bílpróf
Sautján ára gamall piltur á ísa-
firði fór á miðnætti aðfaranótt
sunnudagsins á lögreglustöðina til
að ná í ökuskírteini sitt. Þremur
tímum seinna hafði lögreglan af-
skipti af stráknum þar sem fyrsta
ökuferðin endaði í sjónum. Hann
hafði farið beint á rúntinn með
þremur jafhöldrum sínum á Su-
barubifreið foreldra sinna. öku-
ferðin endaði í Sundahöfhinni þar
sem bíllinn rann í hálku og hafnaði
á sjávarbotninum. Fjórmenning-
arnir syntu í land ómeiddir en bif-
reiðin er mikið skemmd.
Subarubifreiðin var síðan tekin
upp á sunnudeginum. Pilturinn
vildi ekki ræða málið en móðir
hans sagði að þetta hefði verið
óhapp og mestu skipti að allir voru
heilir á húfi. Hún vissi ekki hvort
bíllinn væri ónýtur enda skipti það
engu máli fyrst krakkarnir sluppu
öll ómeidd.
Atskákmótið í París
Kasparov sló
Jóhann út
Það þurfti sjálfan heimsmeist-
arann, Garry Kasparov, til að slá
Jóhann Hjartarson út í gríðar-
lega sterku atskákmóti, sem nú er
að ljúka í París. Kasparov vann Jó-
hann í gær í úrslitamótinu með
tveimur vinningum gegn engum.
Áður hafði Jóhann náð 3.-6.
sætinu í undankeppni, með átta
vinninga af ellefu mögulegum, -
vann átta skákir en tapaði þrem-
ur. Þar sló hann meðal annarra út
breska stórmeistarann Nigel
Short og ungverska undrabarnið
Leko, sem varð yngsti stórmeist-
ari skáksög-
unnar ekki
alls fyrir
löngu - að-
eins þrettán
ára gamall.
I úrslita-
keppninni
sjálfri sló
J ó h a n n
breska stór-
meistarann
Adams út í fyrstu umferð, en tap-
aði síðan í undanúrslitunum fyrir
Kasparov, eins og áður sagði.