Helgarpósturinn - 14.11.1994, Síða 18

Helgarpósturinn - 14.11.1994, Síða 18
18 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 Kari Ágúst Úlfsson, leikari, rit- höfundur, leikstjóri, faðir, eigin- maður, kokkur, pistlahöfundur (sá besti í N-Ameriku) og áhuga- maður um siglingafraeði er al- kominn til íslands—þangað til hann feraftur. Hvort vildirðu heldur hafa Silju Aðal- steinsdóttur eða Bubba Morthens með þér á eyðieyju? (Mátt ekki taka bæði.) „Silju. Ég veit að Silja kann öll lögin hans Bubba. Hins vegar efast ég stórlega um að Bubbi kunni allt sem Silja kann.“ Hvaða íslenskur leikari er ofmetnast- ur? „Jóhann Sigurðarson. Allir halda að hann sé yfir tveir metrar á hæð, en hann er ekki nema 1,98.“ Hvor bræðranna finnst þér sætari, Óli Tynes eða Ingvi Hrafn Jónsson? „Ingvi Hrafn, en kannski er það bara vegna þess að maður er vanari honum. Ég efast ekki um að það mætti vel venjast Óla, bara ef maður gæfi honum séns.“ Finnst þér íþróttafréttaritarar vanmet- in stétt? „Já, það er gott að þú komst inn á þetta. Þetta mál hafa fjölmiðlarnir sameinast um að þegja I hel. Líttu bara í kringum þig. Hvað eru margir íþrótta- fréttaritarar á þingi? Einn. Að minnsta kosti einn, kannski tveir, eftir þvi hvernig er talið. Ef þetta ætti að gefa raunsæja mynd af íslensku samfélagi jafngilti það þvi að tvö til fjögur prósent þjóðarinnar væri íþróttafréttaritarar. Það þýðir á bil- inu 5.200 til 10.400 iþróttafréttaritarar. Þarf ég að segja meira? Með hvorri hendinni skeinirðu þig? „Svona spurningar verða alltaf til þess að ég hugsa: Ja, það sem andlegu lífi þjóð- arinnar fleygir fram í seinni tíð — sei sei sei.“ Hvernig bregstu við ef þú, eftir góða rispu, vaknar nakinn milli Sighvats Björgvinssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar sem er með sælusvip á andlitinu? „Ég ris upp við dogg og spyr: „Hvert fór Guðmundur Árni?“ Hvert er leiðinlegasta leikrit allra tíma? „Faust, annar hluti. Það er svo leiðinlegt að Göthe dó af að skrifa það.“ Hvaða leikara hefur þér reynst erfiðast að leika á móti? „Ladda. Hann er svo fyndinn að ég man aldrei hvað ég á að segja.“ Hver er fyndnastur íslendinga? (Bann- að að segja Kjartan Ragnarsson). „Úr því að ég má ekki segja Kjartan Ragnars- son, sem ég skil reyndar ekki og hefði sparað blaðinu umtalsvert pláss, verð ég að segja eftirfarandi sögu: Einu sinni var ég á ferð um landið ásamt konunni minni og þremur börnum. Það var úrhellisrign- ing, slagviðri og suð-austan ógeð og ekki stöðumælaverði út sigandi. I Vík í Mýrdal hætti ég mér útúr bílnum og ösl- aði inní nærliggjandi sjoppu við illan leik. Þaðan hringdi ég í Landmannalaugar og spurði hvernig veðrið væri á hálendinu. „Stafalogn og bliða með ólíkindum, sól- arhitinn sllkur að maður má stórvara sig“ sagði sá sem svaraði í símann. Við brut- umst fram vegarslóðann á fjallabíl tengdaföður míns og hvergi sá útúr aug- um fyrir organdi hraglanda — það mátti engu muna að okkur skolaði til byggða hvað eftir annað þegar við skreiddumst yfir árnar á leiðinni. Um nóttina fauk tjald- ið ofan af okkur og hefur ekki sést síðan. Maðurinn sem svaraði (símann þegar ég hringdi úr Vík er fyndnastur jslendinga." Hvort vildirðu heldur vera Eggert Haukdal eða Eyjólfur Konráð Jóns- son? „Eyjólfur Konráð. Hann gengur fyrir batteríum. Eggert er upptrekktur." Mundirðu segja að Pálmi Gestsson sé þokkalega sáttur við sjálfan sig sem leikara og manneskju? „Já.“ Hvort fyrirbærið er sniðugra: Adam- son í DV eða Margeir Pétursson, skák- maður og lögfræðingur? „Það fer alveg eftir því hvaða merkingu þú leggur í orðið „sniðugt". Ef þú átt við hvort fyrirbærið sé hagnýtara, þá er það vitaskuld Marg- eir. Ef þú átt við hvort sé fyndnara, þá er það Margeir. Já... Þannig að trúlega skiptir engu máli hvaða merkingu þú leggur í orðið „sniðugt" ef út í það er far- ið.“ Finnst þér Páll Óskar Hjálmtýsson, poppgoð, kynþokkafullur maður? (Hreinskilnislegt svar óskast). Ef svar- ið er já, I hverju felst kynþokkinn? „Þetta er gildruspurning. Ef ég segði nei, þá fengi ég ekki að segja fleira í þessu viðtali og allir hugsuðu: Öhö, þorir ekki að viðurkenna að sér finnist Palli sexý. En vegna þess að ég er fyrir löngu búinn að tileinka mér hugsunarhátt stjórnmála- manna að flest orð hafi minnsta ábyrgð, þá segi ég auðvitað já. Kynþokki Páls liggur i því óræða. Það augljósa er aldrei spennandi. Hugsaðu þér bara hvað þetta svar mitt á eftir að vekja margar spurn- ingar hjá lesendum — samanborðið við það ef ég hefði bara sagt nei.“ Endalaus málarekstur BHMR við ríkis- sjóð kostar milljónir fyrir báða aðila Lögfræði- kostnaður næstá eftir launum í rekstri Á undanförnum árum hafa Bandalag háskólamanna - BHMR hjá ríkinu og aðildarfélög þess stefnt ríkissjóði margoft vegna málefna einstakra félagsmanna. Er nú svo komið að málarekstur við ríkissjóð er annar stærsti rekstrarliður sam- takanna og kemur fyrir lítið þó að samtökin vinni nánast öll mál og fái þar með dæmdan málskostnað. BHMR hefur stefnt ríkissjóði tíu sinnum fyrir héraðsdómi Reykjavík- ur á síðustu níu árum. Af þessum málum hafa félögin unnið fimm, og eitt gegn Akraneskaupstað (senr stefht var með ráðherra). Einu máli sem BHMR vann var ekki áfrýjað og annað mál er enn fyrir Hæstarétti. BHMR hefur unnið öll þau fimm mál sem send hafa verið í Hæstarétt, ýmist á aðalkröfu eða varakröfu. Unninn málskostnaður er 467.000 krónur í undirrétti og 1.130.000 krónur í Hæstarétti. Þrjú mál bíða meðferðar héraðsdóms. Einnig hefur BHMR stefht fjár- málaráðherra átta sinnum til Félags- dóms en ráðherra hefur hins vegar stefnt einu sinni. BHMR hefur feng- ið dæmdar 640.000 krónur í máls- kostnað en ekki verið gert að greiða fjármálaráðherra neitt. Að sögn Birgis Björns Sigur- jónssonar framkvæmdastjóri BHMR þá er lögfræðikostnaður nú næst stærsti liðurinn í rekstrarkostn- aði skrifstofu BHMR. Mat hann svo að kostnaður við lögfræðinga og dómsmálareksturs væri hátt á fjórðu milljón á síðasta einu og hálfu ári. Á móti kemur dæmdur málskostnaður sem að ffaman hefur verið nefndur. Þessu til viðbótar má síðan ætla að kostnaður ríkisins vegna ríkislög- manns, sem sinnir þessum málum, nemi einnig milljónum þó það falli á rekstrarkostnað ríkislögmannsemb- ættisins. Þessu til viðbótar má síðan nefna kostnað vegna reksturs dóm- stólanna í þessum málum, þarna er yfirleitt um að ræða fjölskipaðan dóm og má vel ímynda sér að hundruð þúsunda kosti að kalla dóminn saman hverju sinni. Að öllu þessu samandregnu má ímynda sér að þessir samskiptaerfiðleikar kosti ríkið og BHMR tugi milljóna króna. Eins og bent hefur verið á í grein- argerð með frumvarpi Kvennalista- kvenna um endurskoðun á launa- kerfi ríkisins, þá bendir þessi eilífi málarekstur til stórkostlegra erfið- leika í samskiptum ríkisins og laun- þega. Birgir Björn taldi að ríkið væri kerfisbundið að brjóta á starfsmönn- um sínum og stéttarfélögum þeirra. Hann benti á að þar sem stéttarfélög lögfræðinga væru innan bandalags- ins þá fengu mál ítarlega meðferð áður en þau yrðu að dómsmálum. Málum er því ekki stefnt nema í ítr- ustu nauðsyn. -SMJ Bæjarstjóm Guðmundar Ámaekki rannsökuð Magnús Jón Árnason bæjar- stjóri í Hafnarfirði segir að ekki standi til rannsókn á embættisfærsl- um Guðmundar Árna Stefáns- sonar í bæjarstjóratíð hans í Hafn- arfirði. Slík rannsókn hafi ekki verið rædd í bæjarstjórn og að hans mati verði slík rannsókn ekki gerð. „Ég sé ekki að það hafí neitt upp á sig. Þetta er einfaldlega fyrri meirihluti og hann situr uppi með sína ábyrgð,“ sagði Magnús Jón. -pj Guðmundur Árni Stefánsson Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ætlar ekki að standa fyrir rannsókn á störfum hans fyrir Hafnarfjarð- arbæ. ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri „Þetta fólk var kosið í nefndir og ráð af borgarstjórn og það verður ekki aftur tekið.“ Deilur innan Reykjavíkurlistans um hvort flóttamenn úr flokkunum eigi áfram að gegna trúnaðarstörfum fyrir listann Listinn er sjálfstætt pólitískt afl segir Ingibjörg Sólrún í kjölfar úrsagnar Helga Pét- urssonar úr Framsóknarflokkn- um í síðustu viku hafa blossað upp deilur innan Reykjavíkurlistans um hvort frambjóðendur hans fyr- ir borgarstjórnarkosningarnar séu fulltrúar flokkanna eða ekki. Sigrún Magnúsdóttir borgar- fulltrúi hefur lýst því yfir að hún telji það siðferðislega rangt af Helga að sitja áfram í nefndum á vegum borgarinnar þar sem hann hefur formlega sagt sig úr Fram- sóknarflokknum. Aður hafði Ólína Þorvarðardóttir sagt sig úr Al- þýðuflokknum og Gerður Stein- þórsdóttir úr Framsóknarflokkn- um en þær hafa báðar ákveðið að starfa áfram í þeim nefndum sem þær voru skipaðar í fyrir R-Iistann. „Þetta fólk var kosið í nefndir og ráð af borgarstjórn og það verður ekki aftur tekið. Þau verða að eiga þetta við sína flokka og sína sam- visku en ekki Reykjavíkurlistann,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, borgarstjóri. „Sigrún Magnús- dóttir horfir á afsögn Helga Pét- urssonar út frá sjónarmiðum Framsóknarflokksins en ég er að horfa á málin út frá Reykjavíkurl- istanum. Listinn er sjálfstætt pólitískt ail þó að flokkarnir styðji hann.“ Árni Þór Sigurðsson, borgar- fulltrúi og Alþýðubandalagsmaður er á svipaðri skoðun og borgar- Ámi Þór Sigurðsson borgar- fulltrúi „Fólkið er kosið af R- iist- anum í nefndirnar og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að það sitji áfram ef því finnst það eiga samleið með okkur." stjóri. „Fólkið er kosið af R- listan- um í nefndirnar og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að það sitji áfram ef því finnst það eiga samleið með okkur. Þetta verður hver og einn að gera upp við sig og ég vil ekkert um það segja hvað ég myndi gera í þeirra sporum." Pétur Jónsson, borgarfulltrúi og Alþýðuflokksmaður, er ósam- mála túlkun Ingibjargar og Árna Þórs. „Það er vafamál hvort fólk sitji í borgarnefndum á vegum ein- stakra stjórnmálaflokka eða á veg- Pétur H. Jónsson borgarfull- trúi „Ef ég væri í sporum þessa fólks þá hefði ég sagt mig úr þeim trúnaðarstörfum sem ég var skipaður í.“ um R-listans sem er kosninga- bandalag, en ábyrgðarstörfum var hlutfallslega skipt jafnt á milli flokkanna," segir hann. „Mér fmnst að fólk eigi að gera það upp við sjálft sig hvort það finni sig í að vinna ábyrgðarstörf fyrir flokk sem það hefur sagt sig úr. Ef ég væri í sporum þessa fólks þá hefði ég sagt mig úr þeim trúnaðarstörfum sem ég var skipaður í. En það er ekki rétt að flokkarnir ýti þessu fólki úr starfi með því að beita llokks- valdi.“ -HM Girtu upp um þig, svínið þitt, og láttu ekki nokkurn mann sjá þig svona! Glódís Gunnarsdóttir, þol- fimikennari hjá Gallerí Sport, seg- ist nær daglega rjúka upp, enda skapmikil kona. Hún man sérstak- lega hvernig „perrarnir“ í Þing- holtunum gátu reitt hana til reiði. „Mamma hefur alltaf haldið því fram að ég hafi fæðst gömul. Ég talaði í það minnsta alltaf eins og versta kelling. Æskustöðvar mínar eru hverfi 101 í Reykjavík, eða Þingholtin, en þar var ofsalega mikið um dóna. Þegar ég var átta, níu ára voru Þingholtin aðaldóna- hverfið í Reykjavík. Ég, með mitt ljósa, síða hár og englalega útlit, eða ég veit ekki hvað það var mig, var mjög ung orðin afar sjóuð í að díla við „perra“. Ég varð alltaf bál- reið ef einhver var að áreita mig enda hafði mamma brýnt fyrir mér að varast ókunnugt fólk. Einhvern tíma þegar ég var á leið heim úr skólanum ásamt vinkonu minni um hábjartan dag, mættum við ungum strák. Og vel að merkja, þessi atburður átti sér stað á ári barnsins. Strákurinn hefur ekki verið eldri en ég er í dag, á milli tví- tugs og tuttugu og fimm ára. Til þess að nálgast okkur bauð hann okkur upp á nammi og bað okkur um að koma með sér. Ég hélt nú ekki enda sá ég strax á honum að eitthvað annarlegt bjó að baki; það skein út úr honum barnagredda. Ég varð síður en svo hrædd en lét hann þess í stað hafa það óþvegið og sagði: „Að þú skulir voga þér og það á ári barnanna!“ Annar perri sem ég lenti í á svip- uðum aldri er mér einnig mjög minnisstæður. Hann var íklæddur þessari gömlu góðu kafaraúlpu (sem sumir kalla kanaúlpu) renndri upp í háls og með hettuna á höfðinu. Það sást því ekkert framan í hann. Atburðurinn átti sér stað í sundinu þar sem þá var efnalaugin Hjálp. Þar sem ég átti leið hjá hrópaði þessi dóni á eftir mér: „Komdu, komdu, sjáðu!“ Hann var með allt dinglumdanglið úti. Ég held bara áfram ferð minni og þykist ekki sjá manninn. En áfram heldur hann að gala. Það endar með því að ég sný mér við og öskra á manninn: „Girtu upp um þig, svínið þitt, og láttu ekki nokk- urn mann sjá þig svona!“ Fólk sem átti leið um gat ekki stillt sig um að hlæja að þessari litlu ákveðnu kell- ingu.“H

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.