Helgarpósturinn - 14.11.1994, Side 22
22
MORGUNPÓSTURINN VERSLUM HEIMA
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994
Verslum heima
■ Þegar maður verslar erlendis
getur maður velt fyrir sér hvað hafi
breyst í Reykjavik á leiðinni inn í
borgina.
■ Þegar maður verslar erlendis
getur maður sent þeim sem maður
elskar kort frá útlandinu.
Þrjár ástœðurfyrir því að versla heima
Sjöfn Kolbeins, í Monsoon búðinni
1. Vöruverð er laegra. Til dæmis get ég boðið upp á 5 prósenta
lægra verð en gerist í Englandi á þeim vömm sem ég er með.
2. Auðvitað eiga íslendingar að halda gjaldeyri inni í landinu.
3. Það er stór prósenta þjóðarinnar sem vinnur í verslunum og því
mikilvægt að tryggja atvinnu þessa fólks með því að versla heima
1. Ef fólk verslar eriendis þá eykst atvinnuleysi á íslandi.
2. Ef fólk verslar eriendis hækkar vömverð á íslandi. Búðimar selja minna
og panta því minna inn. Það aftur leiðir til þess að magnafsláttur fæst ekki
við innkaup, sem brýst svo út í hærra vömverði.
3. Ef fólk kaupir vömr eriendis missir það af þeirri þjónustu sem því annars
byðist hér heima. Til dæmis ef keyptir em skór í vitlausri stærð, erlendis,
getur það ekki skipt þegar heim er komið.
1. Þær vömr sem fluttar em hingað heim em í mjög háum gæðaflokki.
2. Verðlag hér heima hefur lækkað á síðustu 2-3 ámm, um tuga prósenta
í sumum tilfellum.
3. Ef fólk verslar fyrir 1000 krónur eriendis segir það sig sjálft að sá
peningur er glataðurfyrir íslensku þjóðarskútuna.
Ef að þessar sömu 1000 krónur hefðu verið notaðar hér heima, hefði
kaupmaðurinn fengið af því 200 krónur, heildsalinn 70 krónur, Eim-
skip 50 krónur og rikissjóður 200 krónur. Það fer bara helmingur-
inn af 1000 krónunum út, en hinn helmingurinn verður eftir og
skapar atvinnu.
Haukur Hauksson, í Borgarljósum
Eru Flugleiðir að gera íslenskum kaupmönnum grikk
með þvi að bjóða upp á verslunarferðir til útianaa?
EinarSigunðsson, blaðafulitrúi Flugleiða svarar.
Getur það verið að Flugleiðir séu
að selja svokallaðar verslunarferðir
sínar á röngum forsendum, þegar
fyrirtœkið er að bjóða fólki lœgra
vöruverð erlendis? Með tilliti til þess
að vöruverð hér heima hefur farið
mjög lœkkandi á undanförnum ár-
um, og kaupmenn hér heima full-
yrða að þeir séu samkeppnishœfir í
vöruverði við nágrannalöndin?
„Flugleiðir selja ferðir til fjöl-
margra staða erlendis og draga
fram það sem helst höfðar til Is-
lendinga á hverjum stað. Og eitt af
því sem hefur laðað íslendinga til
útlanda er það, að það hefur verið
hagkvæmt að versla erlendis. ís-
lendingum er heimilt að versla er-
lendis fyrir ákveðna upphæð. Við
auglýsum ekki einstaka vöruflokka
í útlöndum, heldur nefnum við
hagstætt vöruverð á einstaka stað
sem eitt af því sem fólk kynni að
vilja nýta sér þegar það ferðast til
útlanda. Við vitum að íslenskir
kaupmenn hafa náð ákveðnum ár-
angri á síðustu árum í þessari sam-
keppni, og þjónusta hér heima hef-
ur stórbatnað.“
Er það ekki fremur léleg fram-
koma afFlugleiðum við kaupmenn á
íslandi að standafyrir verslunarferð-
um til útlanda? Með tilliti til þess að
íslenskir kaupmenn ferðast með
Flugleiðum þegar þeir fara til út-
landa, bœði í frí og á vörusýningar,
og flytja jafnvel vörur sínar heim
með flugfélaginu?
„Við erum náttúrlega fýrst og
fremst flugfélag og eigum skyldum
að gegna við alla okkar kúnna af
ýmsum ástæðum. Við flytjum út
árlega um 8o þúsund íslendinga og
ég geri ráð fýrir að meirihlutinn af
þeim kaupi eitthvað í útlöndum af
einhverjum ástæðum. Annað hvort
eru vörurnar ódýrari eða þeir fá
eitthvað sem þá vanhagar um og
þeir hafa ekki fengið hér heima. Við
getum með engum hætti farið að
stýra því hvort fólk verslar erlendis
eða ekki. Ef að vöruverð er mikið
hagstæðara erlendis og fólk hefur
aðgang að ódýrum flugferðum þá
segir það sig sjálft að það er ekki
hægt að loka fólk hér inn í landinu
með verslunina.“
En er það þannig að vöruverð er
hagstœðara erlendis?
„Ég ætla að þeir íslendingar sem
hafa farið utan tugþúsundum og
hundruðum þúsundum saman á
síðustu árum og áratugum og versl-
að, að þeir séu nú ekki það skyni
skroppnir að þeir séu að láta narra
sig til þess. En ég held að umræðan
undanfarið hafi glögglega leitt það í
ljós að kaupmenn hér heima hafa
horft til þessara ferða og hafi reynt
að sníða sitt vöruverð með það í
huga sem gerist í löndum hér í
kring og ábyggilega í einhverjum
tilvikum náð árangri í því. En ég get
ekki séð að hvorki Flugleiðir né
aðrir aðilar í ferðaþjónustu geti
Einar Sigurðsson,
blaðafulltrúi Flugleiða.
borið á því ábyrgð þótt íslendingar
nýti sér þá möguleika sem þeir eiga
til ferða og þau kjör sem bjóðast í
verslun erlendis. Við lifum núna á
seinni hluta 20. aldar.“
Nú hefur borið á því að verslun í
bcejarfélögum, til dœmis Akureyri, sé
í sárum vegna þess að mjög stór hluti
bœjarbúa fer til útlanda að versla.
Getur það ekki komið sér illa fyrir
Flugleiðir ef verslanir á svona stöð-
um fara á hausinn, atvinnuleysi
eykst, ogfólk hefur ekki lengur efni á
að ferðast?
„Ég get nú ekki reynt að spá fýrir
um það til hvers það muni leiða ef
Akureyringar leyfa sér að fara til út-
landa líkt og fólk hér á suðvestur-
horninu. Verslanirnar eru náttúr-
lega að fást við ákveðna samkeppni.
Og ég er fyrstur manna til að viður-
kenna það að Islendingar hafa flutt
hluta að sinni verslun út. En það er
mjög lítill hluti af heildarverslun Is-
lendinga sem fer fram erlendis.
Hins vegar ber töluvert á henni
vegna þess að hún gerist á tiltölu-
lega stuttum tíma. Það er almennt
viðurkennt að þessar svokölluðu
verslunarferðir eru í vaxandi mæli
orðnar annað og meira en verslun-
arferðir. Þetta er upplyfting fyrir
fólk sem leyfir sér kannski eina ut-
anlandsferð á ári og gerir þá ýmis-
legt sér til skemmtunar, og kannski
grípur eitthvað í verslun í Ieiðinni.“
En myndirðu maela með því sjáfur
að fólk fari frekar til útlanda að
versla, en að versla hér heima?
„Ég versla sjálfur mjög mikið
hérna heima, og ég versla öðru
hvoru erlendis líka þegar ég rekst á
eitthvað sem hentar mér. Ég líka
veit það, að ferðalög Islendinga til
útlanda hafa gert það að verkum að
mjög margir íslenskir kaupmenn
hafa bæði bætt sína þjónustu og
lagt mjög mikið kapp á að ná niður
vöruverði.“ ■