Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNPÓSTURINN SPORT MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 Innspörk 1 stað innkasta Spara Irtinn tím eru mun nættu Gamla góða innkastið þarf kannski að víkja fyrir nútímalegra innsparki þegar fram líða stundir. Fyrr í sumar tilkynnti Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, um hugmynd að nokkrum nýjum regl- um sem gætu orðið þess valdandi að auka hraðann í knattspyrnu nú- tímans og íjölga mörkum. Ein þess- ara hugmynda fólst í því að leyfa mönnum að staðsetja boltann við hliðarlínuna og sparka inn ef hann hefur farið út af í stað þess, eins og við þekkjum best, að henda honum inn á. Og FIFA sat ekki við orðin tóm. I 2. deild belgísku knattspyrnunnar fer nú mörkum fjölgandi og frammámenn segja hina nýju reglu vera þess valdandi. FIFA fékk Belg- ana í lið með sér til að prófa þessa nýju reglu og þar í landi eru menn hæstánægðir með niðurstöðuna fram að þessu, segja reyndar að lítill sem enginn tími sparist við þessa breytingu en spörkin séu mun hættulegri en innköstin og af því leiði meiri hættu fyrir varnirnar og markmennina og að endingu: fleiri mörk. Skiptar skoðanir En í þessu eins og öllu öðru eru skiptar skoðanir um ágæti breyt- inganna. Sumir segja að með þessu sé verið að hrófla of mikið við íþrótt sem þegar sé sú vinsælasta í heimi. Þeir benda á að hún hafi orðið það á eigin verðleikum og það nálgist helgispjöll að gera svo miklar breytingar á reglum hennar. Aðrir segja að engar reglur séu hafnar yfir gagnrýni og allt það sem stuðlar að meiri skemmtun fyrir áhorfendur sé af hinu góða. Þegar FIFA kynnti tilraunina á sínum tíma var sagt að tilgangurinn væri að setja aukinn hraða í leikinn og neyða lið til að hugsa um aukinn sóknarleik í stað eilífrar varnar- takta. Enn sem komið er bendir flest til þess að þetta með sóknina skili tilætluðum árangri en það sama sé vart hægt að segja um til- ætlaðan tímasparnað, menn noti eftir sem áður tækifærið til að kasta aðeins mæðinni og blása úr nös. Erfiðara fyrir markmennina Pierre Drouguet, markvörður Beerschot, sem leikur í deildinni, segir þetta þýða umtalsverðar breytingar fyrir hans starfsstétt. „Áður fyrr vissi maður að í fæstum tilvikum var hætta af sjálfúm inn- köstunum,“ segir hann. „Nú er hins vegar komin bein ógnun af innspörkunum og áður en langt um líður mun fyrsta markið verða skorað beint ffá hliðarlínunni." Drouget segir að fyrsti leikurinn hafi verið afar erfiður og fæstir hafi áttað sig til fullnustu. „Þetta var af- ar furðulegt. Liðin voru að reyna að spila þessa hefðbundnu rangstöðu- taktík en í innköstum eða spörkum er auðvitað engin rangstaða þannig að allt fór í uppnám inni á vellin- um. Það er fyrst nú sem hlutirnir eru að komast á eðlilegt plan en samt er miklu meiri hætta fyrir hendi nú en áður.“ Gallarnir Enn sem komið er hafa fá vanda- mál komið fram og gallarnir eru teljandi á fingrum annarrar handar. Einn galli er þó augljós; línuverð- irnir eiga dálítið erfitt með að ákvarða rangstöðuna ef þeir eru staðsettir hinum megin á vellinum. Innspark er framkvæmt nákvæm- lega eins og aukaspyrna og í fjar- lægð er erfitt að greina hvar sparkið er framkvæmt. Rangstöðureglurn- ar fyrir innspark annars vegar og aukaspyrnu hins vegar eru gjörólík- ar og þetta hefur valdið nokkrum vandræðum. Um áramótin er von á Sepp Blatter, aðalritara FIFA, til Belgíu og mun hann fara yfir tilraunina með heimamönnum og í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um hvort af breytingunni verður yfir alla línuna. Þangað til sú ákvörðun verður tekin verða gömlu innköstin að duga, eins og þau hafa raunar gert í yfir hundrað ár. -Bih Evrópukeppni landsliða TJ r* «0 C •= > « 2 t «0 'O ‘K 'O £ ra > CQ LLi CO Erfítt gegn Sviss Það er óhætt að segja að leikur Islendinga gegn Sviss á miðvikudag verði erfiður. Margt kemur til, svissneska landsliðið er feikilega sterkt um þessar mundir og hefur líklega aldrei verið sterkara, og mjög erfið staða íslenska liðsins í riðlinum bætir ekki úr skák. Þetta er í raun mjög erfið staða fyrir íslenska liðið. Það er alveg nauðsynlegt fyrir okkur að ná stigi út úr þessum leik enda erum við á botni riðilsins og höfum enn ekki hlotið stig. Samt sem áður er erfitt að ætlast til þess að liðið geri ein- hverjar rósir þar sem andstæðing- urinn er þess eðlis að ekkert lið í heiminum getur gert til þess kröfu að bera sigur úr býtum gegn. Liðið Ásgeir Elíasson, sem sætti mik- illi gagnrýni eftir hinn hrikalega skell gegn Tyrkjum, þarf að ná upp mikilli einbeitingu hjá drengjunum fyrir leikinn. Þetta er án efa ekki auðvelt, margir drengjanna hafa ekki leikið neitt að ráði í margar vikur og koma beint í flasið á at- vinnumönnum sem leika í deildum sem standa sem hæst. Vai hans kemur ekki svo mjög á óvart. Samt sem áður vekur athygli að Ásgeir telur ekki þörf fyrir Þórð Guðjónsson, sem leikur í þýsku úrvalsdeildinni, í A-liðið, og setur hann þess í stað í 21 árs landsliðið. Þá velur Ásgeir þrjá markverði í hópinn vegna óvissunnar með Birki Kristinsson, sem meiddist í leiknum við Tyrki. Hópurinn er annars þannig skip- aður: Markverðir: Birkir Kristinsson Fram, Kristján Finnbogason KR og Friðrik Friðriksson ÍA. Aðrir leikmenn: Izudin Daði Dervic KR, Rúnar Kristinsson KR, Guðni Bergsson Val, Sigursteinn Gíslason ÍA, Haraldur Ingólfsson ÍA, Ólafur Adolfsson ÍA, Arnar Grétarsson UBK, Kristófer Sigurgeirsson UBK, Kristján Jónsson Bodö Glimt, Hlynur Stefánsson Örebro, Þorvaldur Örlygsson Stoke, Arnar Gunnlaugsson Nurnberg, Bjarki Gunnlaugsson Nurnberg, Eyjólfur Sverrisson Besiktas. ndartaki Þórður Guðjónsson, sem leikur með þýska úrvalsdeildarfélaginu Bochum, er ekki reiðubúinn að Mka með A-4MK fstands aA mati tanitaillf|fw Þsnli if 21 ArsRAW. Hér er Þórður f leik með Bochum en þar er hann markahæstur leik- manna liðsins. 21 árs landsliðið Það er oft hart barist í NBA-deildinni enda heiður og gríðarlegar fjárfúlgur í boði. Félagarnir á myndinni vita ailt um það, Patrick Ewing hefur lengi verið einn besti leikmaður deildarinnar en Hakeem Olajuwon er rís- andi stjarna í þessum harða heimi. Þegar svona menn mætast vilja þeir venjulega sýna hvor öðrum í fulla heimana og gera venjulega allt (innan skynsamlegra markal) til að gera þá ósk að veruleika. Á þessu ári hefur fslenska landsliðið leiklð nfu landsleiki. Fimm þeirra hafa unnist en fjórir tapast. Stærsti sigur okkar á árinu var 4:0 sigur á Eistum en 5:0 tapið gegn Tyrkjum stendur upp úr á hinum endanum. Liðið gegn Svtss Ásgeir Elíasson og Gústaf Björnsson landsliðsþjálfarari í knattspyrnu hafa valið hópinn til að mæta svissneskum jafnöldrum sínum á þriðjudagskvöld. Þórður Guðjónsson kemur inn í hópinn en sóknarmaðurinn Helgi Sig- urðsson hjá Stuttgart gefur ekki kost á sér þar sem leikurinn skarast á við verkefni hans með því liði. Hópurinn er annars þannig skip- aður. Markverðir: Eggert Sigmunds- son KA og Atli Knútsson KR. Aðrir leikmenn: Pétur Marteins- son Fram, Sturlaugur Haraldsson ÍA, Auðunn Helgason FH, Hákon Sverrisson UBK, Lárus Orri Sig- urðsson Þór, Pálmi Haraldsson ÍÁ, Eiður Smári Guðjohnsen PSV, Ottó Karl Ottósson Stjörnunni, Kristinn Hafliðason Fram, Guð- mundur Páll Gíslason Þrótti R., Tryggvi Guðmundsson KR, Kári Steinn Reynisson ÍA, Guðmundur Benediktsson Þór og Þórður Guð- jónsson Bochum.B Helgi Sigurðsson gefur ekki kost á sér í lands- liðið vegna anna með þýska liðinu Stuttgart. Hér má sjá hvernig íslenska landsliðinu í fótbolta hefur reitt af í viðureignum við önnur landslið á þessu ári. Alls skoruð íslendingar níu mörk, en fengu 12 á sig. 3 2 1 0

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.