Helgarpósturinn - 14.11.1994, Qupperneq 27

Helgarpósturinn - 14.11.1994, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SPORT 27 Hvað er að gerast í NBA? Vinsældir aukast á kostnað Að venju eru það áhorfendur sem kjósa leikmenn í hinn árlega Stjörnuleik NBA-deildarinnar. Þetta fyrirkomulag hefur mjög ver- ið gagnrýnt á undanförnum árum þar sem mörgum þykir að leik- menn hagnist einungis á vinsæld- um en séu ekki metnir að verðleik- um. Ekki mun ástandið batna í vet- ur þar sem NBA-deildin hefur tekið upp þau nýmæli að leyfa Frökkum og Spánverjum að taka þátt í val- inu. Það verður að segjast eins og er að þessi tilraun deildarinnar er dæmd til að mistakast enda hafa Frakkar og Spánverjar augljóslega mun verri forsendur til að meta leikmenn heldur en tryggir aðdá- endur liðanna. Þessi nýbreytni er enn eitt skref- ið sem NBA-deildin tekur til að auka á vinsældir sínar á heimsvísu. Það er furðulegt hve langt stjórnar- menn vilja ganga og finnst mörg- um að gæði körfuboltans hafi þurft að víkja fýrir gróðasjónarmiðum. Fyrirtækið sem kostar kosninguna, Foot Locker, hefur borgað væna fúlgu í því skyni að auglýsa sig með þessum hætti. Annað dæmi um hugsunarlausa græðgi er sú þráhyggja að vilja sí- fellt fjölga liðum deildarinnar. Lið sem fær inngöngu í deildina greiðir fyrir það hátt í tíu milljarða króna eins og Vancouver Grizzlies og Toronto Raptors sem munu hefja keppni i995-’96. Flestir spekingar eru sammála um að gæði deildar- innar fari versnandi vegna offram- boðs á störfum (það er of margir leikmenn hafa tækifæri til að kom- ast að hjá liðum). Fyrir tíu árum voru aðeins 23 lið í deildinni og þá blómstraði deildin sem aldrei fýrr, bæði hvað varðar efnahag og gæði Gott dæmi um hrörnun gæða er úrslitakeppnin í fyrra þar sem við áttust Houston Rockets og New York Knicks. Allir spekingar eru sammála um það að hvorugt lið- anna hefði átt minnstu möguleika til þess að sigra lið Los Angeles La- kers og Boston Celtics á miðjum 9. áratug. Nú eru á lofti hugmyndir um að bæta jafnvel enn einu liði í deildina innan skamms tíma og myndi það lið verða staðsett í Mexíkó. Þessar hugmyndir eru nokkuð mótaðar og spurningin er aðeins hvenær þessu verður hrint í framkvæmt. Þá verða liðin orðin 30 talsins en góðum leikmönnum hefur ekki fjölgað nógu mikið til að réttlæta þessi auknu umsvif. 3-stiga veisla Eins og áhugamenn um NBA vita þá hefur reglum verið breytt töluvert fyrir þetta tímabil og ber þar helst að nefna að þriggja-stiga línan hefur verið færð nær körf- unni. Þetta býður auðvitað upp á það að góðar skyttur fá sín enn bet- ur notið en áður. Joe Dumars hjá Detroit Pistons er einn af þeim sem á líklega eftir að hagnast hvað mest á þessu og sýndi hann síðastliðinn þriðjudag í leik gegn Minnesota hvers hann er megnugur. Hann skoraði hvorki fleiri né færri en tíu 3-stiga körfur og jafnaði þar með met Brian Shaw. Það sem vekur athygli við þetta er að hann tók 18 3-stiga skot en aðeins eitt innan lín- unnar, það skot mislukkaðist. Margir aðrir eiga eftir að njóta þessarar breytingar og kæmi ekki á óvart að leikmönnum tækist að gera gott betur. Leikmenn eins og Reggie Miller (Indiana), Dennis Scott (Orlando), Mark Price (Cleveland), Glen Rice (Miami) og margir aðrir eiga eftir salla skot- um niður í allan vetur. Þessir menn áttu ekki í erfiðleikum með að hitta áður og hlæja líklega að nýju lín- Mark Price, sem tvisvar hefur unn-. ið 3-stigakeppni Stjörnuleiksins og BJ Armstrong sem var með bestu nýtinguna í leikjum á síðasta tímabili eiga eftir að skora sinn slatta úr langskotum í vetur. Grant Hill hefur verið kallaður næsti Jordan. Hér er hann í leik með Duke-háskólanum sigursæla. Nýr Jordan? Sá nýliði sem vakið hefúr mesta athygli fram að þessu er tvímæla- laust Grant Hill hjá Detroit. Hann kemur frá Duke háskólanum og margir halda að hann verði Jordan 10. áratugarins. í sama leik og félagi hans, Dumars skoraöi J° 3-stiga •kortíir t'aiin Hjjí það afcek að hitta • .j§r öllum tíu -iísl jga skofum sínúm en klikkaði reyndar í eina 3-stiga skoti sínú. Hill þykir alhliða leik- maður og getur spilað vel hvort sem er í vörn eða sókn. -ÞK-EÞA Hvemig fer íMÆmm Sirfss \ - Islandf Stefán Hilmarsson, tónlistarmaður „Ég get ekki annað séð en að þessi leikur verði mjög erfiður og við kom- um til með að eiga í vök að verjast, einkum og sér í lagi með það fyrir aug- um hvernig Svisslendingar unnu Sví- ana á dögunum á sama velli. Ofan á það bætist síðan að Arnór Guðjohn- sen og Sigurður Jónsson verða ekki mcð. Ég er þvi mjög smeykur fyrir okkar hönd og spái 3:0 sigri Sviss.“ Valtýr Bjöm Valtýsson, íþróttafréttamaður „Við eigum ekki séns í Sviss og töpum leiknum. Þetta lið vann Svíana og átti ekki í teljandi erfið- leikum með þá. Við er- um nokkuð á eftir þess- ari þjóð, knattspymulega séð, og erum þar að auki að fara að spila við þá á útivelli. Ekki bætir síðan úr skák að Siggi Jóns og Arnór verða ekki með. Ég spái þrjú til fimm núll fyrir Sviss. Því miður fyrir vin minn, Asgeir Elíasson, er ég svartsýnn og býst við að við förum illa út úr þessu, þó ég óski þess innilega að við náum stigi úr þessari viðureign. Hið óvænta getur alltaf gerst." Magnús Ver Magnússon, sterkasti maður heims „Tvö núll fyrir ísland. í leiknum á móti Tyrk- landi voru strákarnir ekki að spila sem ein heild, en ég hef trú á að þeim takist það í þessum leik. Ef það tekst, vinna þeir Ieikinn.“ Ágúst Guðmundsson, kvikmyndaleikstjóri „Ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að leikurinn fari 3:2 fyrir Sviss. Islenska liðið byrj- ar illa í leiknum, en Ás- geir þjálfari les vel yfir hausamótunum á þeim í leikhlénu og þeir koma tvíefldir til seinni hálfleiks. Islendingar skora tvö mörk í seinni hálfleik en það dugar ekki til þar sem Svisslendingar skora þrjú.“ Kristín Ástgeirsdóttir, alþingiskona „Svisslendingar eru náttúrlega með geysilega sterkt lið sem er í hærri gæðaflokki en Island, og stóðu sig vel t heims- meistarakeppninni í sumar. Hins vegar eru íslendingar þekktir fyrir að koma á óvart endrum og sinnum. Ég spái 3:2 fyrir Sviss og Eyjólfur Sverrisson skorar annað marka Islendinga.“ Ari Matthíasson, leikari , . úm .;j, iLiggur leiðin ekki bará upp á. viðV Síðast. töpuðum við 5:0 fyrir þriðja heims þjóð en í þessum leik spái ég 4:0 fýrir Sviss.“ Hnefaleikar Foreman segist viija í Tyson Hinn nýbakaði heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum, George Foreman, hefur lýst því yfir að hann gæti vel hugsað sér að verja heimsmeistaratitilinn gegn Mike Tyson, en segist ekki ætla að ákveða sig á næstu tveimur vikum hvort hann komi til með að berjast á ný. „Ég væri meira en til í að keppa við Tyson í Astrodome-höll- inni,“ sagði hinn 45 ára gamli Fore- man við fréttamenn á fimmtudag, fimm dögum eftir að hann sló Mi- chael Moorer í gólfið í einvígi um heimsmeistaratitilinn í Las Vegas, og varð þannig elsti heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum frá upp- hafi. Mike Tyson, sem er fyrrver- andi heimsmeistari í hnefaleikum, verður hugsanlega látinn laus úr fangelsi í maí á næsta ári, en hann fékk sex ára fangelsi fýrir nauðgun 1992. „Ég held að innan næstu tveggja vikna viti ég nákvæmlega hvað ég vilji gera, og eftir þann tíma tek ég endanlega ákvörðun,“ sagði Foreman ennfremur. ■ George Foreman, elsti heims- meistari í þungavigt í hnefaleikum frá upphafi. Segist vilja verja titil- inn gegn Tyson, en getur ekki ákveðið sig strax. Knattspyrna Frands hætturhjá QPR Enska úrvalsdeildarfélagið Que- ens Park Rangers tilkynnti á föstu- dag að það hefði móttekið uppsögn ffá framkvæmdastjóranum Gerry Francis. Á þriðjudag hafði liðið sagt að uppsögn framkvæmdastjór- ans yrði ekki tekin til greina. Uppsögn þjálfarans þýðir að QPR er fjórða enska úrvalsdeildar- liðið sem skiptir um þjálfara á þessu leiktímabili, áður höfðu þeir Mike Walker hjá Everton, Ron Atkinson hjá Aston Villa og Ossie Ardiles hjá Tottenham verið reknir. Francis átti eftir sjö mánuði af ráðningarsamningi sínum en brást reiður við þegar forráðamenn liðs- ins áttu viðræður við Rodney Marsh um að taka við einni af stjórnunarstöðum liðsins. Francis og Marsh eru allt annað en fornvin- ir og eins fór í taugarnar á honum að hann frétti fýrst um viðræðurnar í fjölmiðlum. Talsmaður félagsins sagði á blaðamannafundi að þetta væri mikið áfall fýrir QPR. „Francis hef- ur verið viðÍoðandi félagið síðan á sjöunda áratugnum, bæði sem leik- maður og þjálfari, og því hefur stórt skarð verið höggvið í raðirnar,“ sagði talsmaðurinn. Strax og tilkynnt var um upp- sögnina fóru sögur af stað sem sögðu að Francis hefði verið boðið að taka við liði Tottenham. Enn hefur ekkert verið gefið út á þær fréttir.B Gerry Francis

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.