Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 28
MORGUNPÓSTURINN SPORT
28
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 199-
Körfuknattleiksmaður ársins
„Sættum okkur ekki irið nertt
annað en sigur"
segirAnna María Sveinsdóttir.
Stjórn Körfuknattleikssambands
íslands hefur valið Önnu Maríu
Sveinsdóttur, fyrirliða íslands- og
bikarmeistara Keflvíkinga, sem
körfuknattleiksmann ársins 1994.
Valið var einróma og í tilkynn-
ingu KKl segir að Anna María sé
fyrsta konan til að hljóta þessa út-
nefningu sambandsins.
Anna María segir að þetta hafi
komið sér mjög á óvart. „Þetta er
Anna María Sveinsdóttir
afar skemmtileg viðurkenning á því
sem maður hefur verið að gera,“
segir hún.
Flestir landsleikir
íslenskra kvenna
Anna María er 25 ára gömul og
hefur lengi verið í fremstu röð í
kvennakörfunni. Fyrsta landsleik-
inn lék hún sextán ára gömul og þá
átti hún þegar nokkra stúlkna-
landsleiki að baki. Nú hefur hún
leikið flesta landsleiki allra kvenna
á íslandi, alls 30 leiki, og gefur
hvergi eftir. „Við erum ákveðnar í
að halda okkar striki og ég tel ljóst
að við getum varið titlana tvo.
Ungu stelpurnar hafa komið mjög
á óvart og spilað eins og þær séu
með mjög mikla reynslu.“
Anna María eignaðist dreng í
apríl á síðasta ári með eiginmann-
inum, Brynjari Hólm Sigurðs-
syni, málara. „Ég tók mér frí frá
körfunni þegar ég var komin rúma
íjóra mánuði á leið og byrjaði ekki
aftur fyrr en undir síðasta keppnis-
timabil.“
Það tímabil var reyndar mjög eft-
irminnilegt fyrir Önnu og stelpurn-
ar í Keflavíkurliðinu, þær unnu Is-
landsmótið og bikarkeppnina og
Anna María var útnefnd fyrirliði
liðsins.
„Það er skemmtilegt að vera
treyst fyrir slíku. I liðinu eru marg-
ar ungar stelpur og mér finnst mik-
ilvægt að geta miðíað til þeirra eigin
reynslu. Það þarf auðvitað að ala
þær upp og ég legg mitt af mörkum
til þess,“ segir hún og hlær.
Stefnum aftur á
að vinna tvöfalt
Anna María segir að þrátt fyrir
að báðir titlarnir hafi unnist á síð-
asta ári sé hungrið í sigur enn til
staðar. „Við erum efstar í deildinni
og stefnum ótrauðar á sigur. I lið-
inu núna eru margar ungar stelpur
sem hafa mikla tækni og reynslu.
Þær eru nú í lykilhlutverki í Íiðinu
og það segir sína sögu að þrátt fyrir
að Íiðið hafi misst lykilleikmenn er
það enn í allra fremstu röð. „Við
misstum Hönnu Kjartansdóttur
og Olgu Færsteth til Breiðabliks
og það var auðvitað mikið áfall. En
maður kemur í manns stað og við
virðumst standa okkur.“ Breiðablik
gerir það reyndar líka og er enn
taplaust í deildinni. „Keflavík og
Breiðablik eiga enn eftir að mætast
og það verður einn af úrslitaleikj-
unum,“ segir Anna María að lok-
um. -Bih
Bikarmeistarar.
Kvenna- og karlalið Keflavíkur unnu bæði bikarinn á síðasta ári. Þá var glatt á hjalla í bænum og lengi fagnað. Á myndinni er Anna María, fyrirlið
kvennaliðsins, og Guðjón Skúlason, fyrirliði karlanna.
Jolaportið
— jólamapkaðup
alla virka daga
í húsi Kolapontsins
frá 5.-23. desembep
I desember opnum við glæsilegan
jólamarkað í hinu nýja markaðshúsi
Kolaportsins við Geirsgötu.
• Opnunartími verður kl. 14-19,
mánudaga til föstudaga
og kl 14-22 á Þoriáksmessu.
• Fjölbreyttar uppákomur verða alla
dagana að ógleymdum jólasveinunum
og sérstökum jólaleik.
• Umfangsmikil og öflug kynning í
dagbiöðum, útvarpi og sjónvarpi.
• Rúmgóð aðstaða (2500 fermetrar),
notaleg kaffitería og næg bílastæði.
flhugasamip seljendun ATH!
Þegar er búiö aö leigja út
meira en helming þeirrar
söluaöstööu sem stendur
til boöa
• Hagstæð leigugjöld á söluaðstöðu -
aöeins 29.000,- kr.
iyrir allt tímabilið (án vsk).
Skráning og upplýsingar
í síma 625030!
NBA-körfuboltinn
Dallas vann Chicaao Bulls
Á laugardag fóru fram tólf
leikir í NBA-körfuboltanum og
lyktaði þeim öllum með heima-
sigrum. Chicago Bulls tapaði
óvænt fyrir Dallas Mavericks,
124:120, eftir framlengingu.
Munaði þar mestu um stórleik
þeirra Jamal Mashburn, sem
skoraði heil 50 stig í leiknum, og
Jimmy Jackson, sem skoraði 38
stig, þar af 23 í fjórða ieikhluta og
framlengingu. Meistarar Hou-
ston Rockets hafa unnið alla sex
leiki sína hingað til og áttu ekki í
teljandi erfiðleikum með New
Jersey. Hakeem Olajuwon fór á
kostum í leiknum og skoraði 31
stig. Reggie Miller skoraði 23
stig í sigri Indiana á Cleveland.
Charlotte Hornets lögðu Detroit
Pistons, 113:110. Alonzo Mourn-
ing skoraði 23 stig og hirti átta
fráköst fyrir Charlotte. David
Robinson átti einna stærstan
þátt í sigri San Antonio Spurs á
New York Knicks. Hann skoraði
35 stig og hirti þrettán fráköst í
leiknum. San Antonio er á mik-
heimsókn. Xavier McDaniel
skoraði 21 stig fyrir Boston. Min-
nesota hefur aidrei byrjað verr
heldur en núna og hefur tapað öll-
um sex leikjum sínum.
Urslit á laugardag
Charlotte - Detroit 113:100
Indiana - Cleveland 93:86
Orlando - Philadelphia 116:103
Washington - Miami 109:99
Boston - Minnesota 114:101
Houston - New Jersey 100:84
Dallas - Chicago 124:120
San Antonio - New York 101:82
Denver - Utah 119:110
Golden State - LA Lakers 121:99
Phoenix - LA Clippers 108:101
Sacramento - Atlanta 105:97
Staðan
Atlantshafsdeild
Washington 4 1 .800
New York 3 1 .750
Orlando 3 2 .600
Boston 1 3 .250
New Jersey 1 5 .167
Philadelphia 1 5 .167
Miami 0 4 .000
illi siglingu um þessar mundir Miðdeild
undir stjórn hins nýja þjálfara Detroit
liðsins, Bob Hill. Hjá New York Indiana
var Patrick Ewing með 22 stig Chicagci
1 u 0» 1 % , ° Cleveland
og John Starks með 16. Þa vann Milwaukee
Boston sinn fyrsta sigur á tíma- charlotte
bilinu er liðið fékk Minnesota. í Atlanta
3 2 .600 Miðvesturdeild Houston 6 01.000 Kyrrahafsdeild Golden State 5 01.000
3 2 .600 Denver 4 1 .800 Portland 3 0 1.000
3 3 .500 San Antonio 3 1 .750 Sacramento 3 1 .750
2 2 .500 Dallas 3 1 .750 Seattle 2 1 .667
2 2 .500 Utah 2 4 .333 Phoenix 3 2 .600
2 3 .400 Minnesota 0 6 .000 LA Lakers 2 4 .333
1 5 .167 LA Clippers 0 4 .000