Helgarpósturinn - 08.12.1994, Síða 2
2
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
Svakalegur mórall er þetta
þarna hjá sýslumanninum á
Akranesi. i
Já, ekki vildi ég lenda í
jólaglögginu á þessum
vinnustað.
I
Jóhanna í ból Edwalds ■ Ekki Kœra Jelena heldur Oleanna
gær voru Jöhanna Sigurðardótt-
ir, Ólína Þorvarðar-
dóttir og fleira fólk úr
Þjóðvakanum að
máta auglýsinga-
spjöld flokksins í skrifstofúhús-
næði í Hafnarstræti en líklegt er
talið að þar muni verða
opnuð áróður-
skrifsstofa á næstu
dögum. Húsnæðið
sem hér um ræðir
hýsti Fjárfestinga-
félagið á meðan
agö
það var og hét, og Aiu Edwald, að-
stoðarmann dómsmálaráðherra, sem
ekki reið feitum hesti ffá próf-
kjöri sjálfstæðismanna í Reykja-
vík 29. október síðastlið-
inn. Allt er þegar þrennt
er stendur einhvers
staðar en ljóst verður
að teljast af húsnæði-
svalinu að heilög Jó-
hanna er ekkert að
hengja sig í slíka
hjátrú...
Litla sviðið og Smíðaverkstæðið
hafa að undaförnu boðið upp á
margar af athyglisverðari sýningum
Þjóðleikhússins. Sýningum er nú að
ljúka á Sönnum sögum af sálarlífi
systra og Dóttur Lúsifers og hafnar
æfingar á nýjum verkum sem fara á
fjalirnar í cndaðan janúar. Olcanna,
eftir bandaríska leikritahöfundinn
David Mamet, verður sýnt á litla
sviðinu en það er tvíleikur með Jó-
HANNI SlGURÐARSYNI Og ELFU ÓSK ÓL-
afsdóttur í leikstjórn Þórhalls Sig-
urðssonar. Verkið er nýtt og verið er
að sýna það við metaðsókn víða um
heim. Þá hljómar stykkið, sem verður
á fjölum verkstæðisins seinni part
vetrar spennandi, en það er gaman-
leikurinn Taktu lagið Lóa og er eftir
Bretann Jim Cartwright, þann sama
og samdi Strætið, sem naut mikilla
vinsælda fýrir nokkrum árum. Krist-
BJÖRG K)ELD Og ÓLAFÍA HrÖNN JÓNS-
dóttir fara með aðalhlutverkin og
verður fróðlegt að sjá hvernig Ólafiu
tekst upp þvi hún mun syngja fullum
hálsi og herma eftir 10 til 15 frægum
Fyrir hálfum mánuði felldi dómsmálaráðuneytið niður þrjár áminningar, sem
Sigurður Gizurarson, sýslumaður á Akranesi, veitti fulltrúa sínum, Kristrúnu
Kristinsdóttur. Nú hefur ríkissaksóknari einnig vísað frá kæru hans á hendur
Kristrúnu vegna meintra brota í starfi. Enn hefur þó ekkert verið hróflað við
Sigurði og er þess nú beðið að dómsmálaráðherra snúi aftur til landsins frá Brussel.
„Getur veríð hættulegt
að hafá slíkan mann í
embætti“
Kristrún Kristinsdóttir „Hlýtur að vera umhugsunarefni, þegar maður með opinbert ákæruvald verður uppvís
að því að bera fólk röngum sökum.“
...fær Sigmar B. Hauksson fyrir
að taka afhroði i prófkjöri fram-
sóknarmanna á Vestfjörðum af
karlmennsku í stað þess að segj-
ast vera að hugsa sinn gang
varðandi stuðning við Þjóðvaka
eins og aðrir prófkjörsfallistar.
...fær Guðmundur Árni Stefáns-
son fyrir yfirlýsingar sínar um að
hægt væri að Ijúka sjúkraliðadeil-
unni á nokkrum dögum þar sem
Ijóst væri að á endanum yrði
gengið að kröfum sjúkraliða.
Skrítið að hann hafi ekki haft
þetta í huga þegar meinatæknar
voru í sjö vikur í verkfalli í heil-
brigðisráðherratíð hans í vor.
Ríkissaksóknari hefur vísað frá
kæru Sigurðar Gizurarsonar
sýslumanns á hendur fulltrúa hans,
Kristrúnar Kristinsdóttur. Sig-
urður kærði Kristrúnu til rann-
sóknarlögreglunnar hinn 6. októb-
er síðastliðinn. í kærunni hélt Sig-
urður því fram að Kristrún hefði
gerst brotleg við hegningarlög með
því að reikna sjálfri sér og öðrum
yfirvinnu umfram viðveru sam-
kvæmt stimpilkortum. Rannsókn-
arlögreglan sendi kæruna áfram til
ríkissaksóknara, sem óskaði álits
dómsmálaráðuneytisins. Ráðu-
Sigurður Gizurarson Kæra hans
staðlausir stafir, að mati dóms-
málaráðuneytisins, sem fyrir hálf-
um mánuði ógilti þrjár áminning-
ar hans á sömu forsendum.
neytið komst að þeirri niðurstöðu,
að það hlyti að teljast „mjög vafa-
samt að byggja kæru á þeim for-
senduni sem sýslumaður ger(i) í
bréfi sínu til rannsóknarlögreglu-
stjóra ríkisins,“ eins og segir í nið-
urlagi umsagnarinnar.
I hréfi sgm ríkissaksóknari sendi
rannsóknarlögreglunni hinn 1. des-
ember segir því orðrétt: „Að feng-
inni þessari niðurstöðu þykir eftir
atvikum ekki vera ástæða til þess að
mæla fyrir um frekari rannsókn í
kærumáli þessu...“
Enginn grundvöllur
fyrir kærunni
Sigurður byggir kæru sína á
vinnuskýrslum Kristrúnar fyrir
tímabilið frá 10. janúar til 10. sept-
ember á þessu ári. Öll yfirvinna
Kristrúnar á þessu tímabili var
staðfest af Sigurði sjálfum og kem-
ur kæra hans því nokkuð spánskt
íyrir sjónir. Þar við bætist að engar
reglur eru til hjá sýslumannsemb-
ættinu varðandi vinnutíma og út-
reikning á yfirvinnu. Það er því erf-
itt að sjá hvaða reglur Kristrún á að
hafa brotið. „Þetta gat ekki farið á
neinn annan veg“ sagði Kristrún í
samtali við MORGUNPÓSTINN í
gær. „Meira að segja ríkissaksókn-
ari getur ekki ákært á engum
grunni og í þessu tilfelli var enginn
grundvöllur fyrir kærunni. Ég er
ekki sek um eitt eða neitt og þó að
sýslumaður hafi leitað bæði vel og
lengi, þá fann hann ekkert.“
En þótt Kristrún hafi verið
hreinsuð af þessum og öðrum
ávirðingum sýslumanns er hún að
vonum ósátt við starfsaðferðir yfir-
manns síns. „Það hlýtur að vera
umhugsunarefni þegar maður, sem
fer með opinbert ákæruvald, verð-
ur uppvís að því að bera fólk röng-
um sökum. Ég held að það geti ver-
ið beinlínis hættulegt að hafa slíkan
mann í embætti. A hverju má al-
menningur eiga von frá þannig
embættismanni?" MORGUN-
PÓSTURINN reyndi ítrekað að ná
sambandi við Sigurð og bað fyrir
skilaboð til hans um að hafa sam-
band við blaðið, en árangurslaust.
Framtíð sýslumanns
rædd á mánudag
Þetta er aðeins eitt af mörgum
undarlegum málum sem tengjast
Sigurði og embættisfærslu hans.
Snentma á þessu ári birti Ríkisend-
urskoðun skýrslu um sýslumanns-
embættið á Akranesi. Komu þar
fram fjölntargar athugasemdir og
verkaskipting innan embættisins
var harðlega gagnrýnd. I september
þótti yfirmönnum Sigurðar í
dómsmálaráðuneytinu sent íjar-
vistir hans frá embættinu væru
orðnar heldur rniklar. Var Sigurði
skipað að mæta betur í vinnuna og
taka upp notkun stimpilkorts. Þetta
fór rnjög fyrir brjóstið á Sigurði,
sem talaði urn pólitískar ofsóknir á
hendur sér. Þegar Kristrún fór síð-
an skriflega fram á sýslumannslaun
fyrir þann tíma, sem hún hafði
sinnt staðgengilsstörfum, virtist
honum nóg boðið. Hann byrjaði á
því að veita Kristrúnu þrjár áminn-
ingar fyrir brot í starfi. Dómsmála-
ráðuneytið komst að þeirri niður-
stöðu, að Sigurði hafi ekki verið
stætt á að veita þessar áminningar
og dæmdi þær allar ómerkar fýrir
tveimur vikum. Og nú hefur kæru
Sigurðar verið vísað frá sem staðl-
ausum stöfum.
Þorsteinn Geirsson, ráðuneyt-
isstjóri í dómsmálaráðuneytinu
vildi ekkert tjá sig um áhrif þessarar
niðurstöðu á framtíð sýslumanns-
ins. „Ég get ekkert tjáð mig um það
á þessu stigi málsins," sagði Þor-
steinn. „Það gerist alténd ekkert
fyrr en eftir helgina." Ekki náðist í
Þorstein Pálsson, dómsmálaráð-
herra, en hann er staddur í Brussel.
Samkvæmt heimildum MORGUN-
PÓSTSINS verða mál Sigurðar tek-
in fyrir á fundi ráðherrans með yf-
irmönnum ráðuneytisins á mánu-
dag. Heimildarmenn blaðsins voru
á einu máli um að mál sýslumanns-
ins væru með eindæmum óvenju-
leg og mundi enginn þeirra eftir
öðru eins. Það er því kannski ekki
að undra, þótt enginn þeirra treysti
sér til að spá fyrir um mögulega
niðurstöðu fundarins á mánudag.
æöj
Ólympíumótið í skák
íslendingar og Úkraínu-
menn skildu jafnir
íslenska sveitin taplausþega mótið erhálfnað.
Islendingar og Úkraínumenn aðra sterkustu skáksveit heimsins
skildu í gær jafnir, tveir vinningar
gegn tveimur, í sjöundu umferð á
Olympíumótinu í skák, sem nú er
háð í Moskvu. Á fyrsta borði tap-
aði Jóhann Hjartarson fyrir Iv-
anchuk, en hann er í hópi fimm
sterkustu skákmanna heimsins.
Hannes Hlífar Stefánsson gerði
jafntefli við Maljanuk og á sama
veg fór viðureign Margeirs Pét-
urssonar og Romanihsin. Jón
L. Árnason vann hins vegar On-
ichuk á fjórða borði.
Úkraínumenn teljast vera með
samkvæmt styrkleikaröð FIDE,
þannig að íslenska sveitin getur
vel við unað.
Ólympíumótið er nú hálfnað
og Islendingar eru í 10.-14. sæti
með 18 vinninga af 28 möguleg-
um. Þeir hafa unnið samtals ellefu
skákir, gert fjórtán jafntefli og að-
eins tapað þremur skákum.
Svokallað unglið Rússa er eitt í
efsta sæti með 19 1/2 vinning, en
þeir eru, ásamt Islendingum, eina
sveitin sem enn hefur ekki tapað
viðureign á mótinu.
Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri:
„Menn mega hafa
sínar skoðanir"
„Menn mega hafa sínar skoðanir
í ffiði fýrir mér,“ segir Bogi Nils-
son, yfirmaður Rannsóknarlög-
reglu ríkisins, um gagnrýni Víðis
Valgeirssonar á frammistöðu
RLR við rannsókn á hvarfi sonar
hans, Valgeirs, sem hvarf fyrir
tæplega hálfu ári. I MORGUNPÓST-
INUM á mánudag kom frarn að Víð-
ir er orðinn langþreyttur á hversu
rannsókn á hvarfi sonar hans geng-
ur hægt. I blaðinu fer hann hörð-
um orðum unt framtaksleysi RLR
og segir hann að honum finnist
þeir ekkert vera að vinna í málinu.
„Það virðist vera þannig að fólk
þurfi að koma upplýsingum á
ffamfæri við þá sjálft svo þeir geri
eitthvað. Þeir leita ekkert uppi sjálf-
ir,“ sagði Víðir meðal annars í
mánudagsblaðinu.
Bogi neitar því hins vegar alfarið
að rannsókn málsins liggi niðri.
„Þetta mál er ekki gleymt, það er
í athugun,“ segir hann. Aðspurður
hvort einhverjar nýjar upplýsingar
hafi komið fram segist Bogi ekkert
vilja um það segja.
„Það er ennþá opið, meira hef ég
ekki um þetta að segja.“ -jk