Helgarpósturinn - 08.12.1994, Qupperneq 10
10
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
Aðventan er ekki aðeins tími birtunnar. Þá og á vorin er algengara að fólk svipti sig lífi en á
öðrum tímum ársins. Engin breyting hefur orðið á þessu nú. íslendingar standa frammi fyrir því
að sjálfsvíg er algengasta dánarorsök ungmenna. Eftir áramótin skilar nefnd af sér skýrslu þar sem
orsakanna er leitað og bent á leiðir til að sporna við þessari uggvænlegu þróun.
Skuggahlið
aðventunnar
Síðustu vikur hafa nokkur ís-
lensk ungmenni tekið eigið líf
þannig að margar fjölskyldur eiga
um sárt að binda á aðventunni, en
sjálfsvíg hafa á undanförnum árum
verið algengasta dánarorsök Islend-
inga yngri en 24 ára. „Ég veit ekki
hvort við getum beinlínis talað um
hrinu en þau tilfelli sem komið hafa
upp hafa verið dálítið áberandi,“
segir séra Bragi Skúlason, sjúkra-
húsprestur á Landspítalanum. „Ég
hef engar tölur í höndunum sem
gefa vísbendingu um að það sé eitt-
hvað slíkt í gangi. Reyndar konia
sjálfsvíg oft í hálfgerðum bylgjum."
Rannsóknir hafa sýnt að sjálfsvíg
eru algengari á sumum tímum árs-
ins en öðrum. „Tíminn nálægt jól-
um og á vorin er sérstaklega áber-
andi í þessu tilliti. Þegar gleðin, eft-
irvæntingin og ljósið er mest hjá
sumurn er myrkrið svartast hjá
öðrum. Ferlið er í grundvallaratrið-
um þannig að þegar einstaklingur
sem þjáist af þunglyndi nær botn-
inum þá hefur hann oft á tíðum
ekki orku til að framkvæma sjálfs-
víg. En þegar hann er á leiðinni
niður eða upp hefur hann frekar
kraft og því líklegra að hann láti til
skarar skríða og það virðist frekar
vera á þessum árstímum. En þetta
er flókið og það er margt sem skipt-
ir máli.“
Algengasta dánar-
orsök íslenskra
ungmenna
Fyrir nokkrum árum vöknuðu
íslendingar upp við þann vonda
draum að sjálfsvíg væru orðin al-
gengasta dánarorsök ungntenna. Á
árabilinu 1960 til 1992 fyrirfóru 614
íslendingar sér, þar af 126 yngri en
25 ára, en yngsti íslendingurinn
sem hefur tekið eigið líf var aðeins
tíu ára garnall. Það er umhugsunar-
vert að í þessum hópi voru 116 pilt-
ar en 10 stúlkur. Talið er að bæta
megi 25 prósentum við opinberar
tölur um sjálfsvíg þar sem í sumum
tilfellum eru skráð slysatilfelli í
raun dulin sjálfsvíg. Sjálfsvígstil-
raunirnar að baki þessum tölum
eru svo margfalt fleiri, en víðast
hvar er talið að þær séu tífalt fleiri
en sjálfsvígin sem heppnast.
Það er staðreynd á Vesturlönd-
,um að tíðni sjálfsvíga hjá ungu fólki
hefur aukist jafnt og þétt en sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem fyr-
ir liggja er aukningin þó langmest á
íslandi. Enn eru þó sjálfsvíg meðal
ungmenna algengari í löndum eins
og Sviss og Finnlandi.
Mikil umræða skapaðist vetur-
inn 1991 til 1992 um þessi tíðu sjálfs-
víg ungntenna hér á landi. Að veru-
legu leyti má rekja það til vina og
aðstandenda Sigurjóns Axelsson-
ar, sem stóðu að minningartón-
leikum um hann og félaga hans,
Jón Finn Kjartansson, en báðir
sviptu þeir sig lífi kornungir. Mark-
miðið með tónleikunum var að
opna umræðuna. Foreldrar Sigur-
jóns, Axel Eiríksson og Stefanía
V. Sigurjónsdóttir, létu ekki þar
við sitja og áttu þátt í að stofna
undirbúningshóp sem útbjó bæk-
ling til að vekja umræðu meðal
unglinga. Honum var fylgt eftir
með því að fara í framhaldsskóla og
ræða við nemendur um vanlíðan
og sjálfsvíg og benda þeim á leiðir
út úr vandanum.
Frarn að þessum tíma voru sjálfs-
víg tabú, það þótti óviðurkvæmi-
legt að ræða fjölskylduharmleiki.
Þannig voru orð til alls fyrst.
Nefnd skipuð af Al-
þingi vill úrbætur
Umræðan barst inn í sali Alþing-
is og þar var samþykkt þingsálykt-
un í maí 1992 um stofnun nefndar
til að kanna tíðni og orsakir sjálfs-
víga á Islandi og leita leiða til að
snúa þróuninni við. Þessi nefnd er
nú að ljúka störfum og er búist við
að hún skili skýrslu til þingsins eftir
áramótin. I henni eiga sæti Guðríð-
ur Sigurðardóttir ráðuneytisstjóri,
formaður, Sigmundur Sigfússon
geðlæknir á Akureyri, Valgerður
Baldursdóttir geðlæknir á Land-
spítalanum, Elísabet Berta
Bjarnadóttir félagsráðgjafi, Pétur
Pétursson prófessor í guðfræði,
Vilhelm Norðfjörð sálfræðingur,
Axel Eiríksson úrsmiður og Krist-
ín Magnúsdóttir kennari við
Flensborg.
Flutningsmenn tillögunnar, sem
komu úr öllum þingflokkum,
bentu á að fjórðungur þeirra karla
sent fyrirfóru sér á áttunda ára-
tugnum voru yngri en 25 ára en til
samanburðar hafi hlutur þess ald-
urshóps á sjöunda áratugnum verið
tíu prósent. „Mikil umræða hefur
átt sér stað um umferðarslys og
varnir gegn þeim með áróðri fýrir
bættri umferðarmenningu. Það er
mjög þarft, enda farast og slasast
margir í umferðinni, ekki síst ung-
menni. Hitt hefur hins vegar legið í
þagnargildi allt of lengi hversu
mörg ungmenni farast fyrir eigin
hendi,“ segir orðrétt í greinargerð
með ályktuninni. „En nú, þegar
fleiri ungir piltar láta lífið fyrir eigin
hendi en í umferðarslysum, er
tímabært og nauðsyniegt að hefja
hliðstæðar aðgerðir til að kanna or-
sakir sjálfsvíga í því skyni að fyrir-
byggja þau eftir megni.“
Það sem nefndin mun væntan-
lega gera að tillögu sinni er að
stofnuð verði móttöku- og upplýs-
ingamiðstöð, eins og fram kernur í
viðtalinu við Axel Eiríksson annars
staðar í opnunni. Skortur á aðstoð
við fólk í sjálfsvígshugleiðingum,
þá sem lifað hafa af slíkar tilraunir
og aðstandendur þeirra, blasir við
að mati viðmælenda blaðsins.
Komið að
lokuðum dyrum
„Mér finnst þessi mál vera í
lamasessi, svo ég tali alveg hreint
út,“ segir Ólöf Helga Þór, for-
stöðumaður Rauðakross- hússins.
„Fólk í neyð, sem þarf aðstoð eða
meðferð vegna tímabundinna erf-
iðleika, kemur allt of víða að lokuð-
um dyrum. Ein af ástæðunum fýrir
því að einstaklingar vilja ekki lifa
lengur eru fjárhagserfiðleikar en
svo geta þeir ekki leitað til sálfræð-
ings án þess að borga fyrir það.
Þannig getur skapast vítahringur.
Dæmi eru um að fólk, sem reynir
að fyrirfara sér og er lagt inn á geð-
deild vegna þess, fari ekki í meðferð
þegar það útskrifast. Því er boðið
Séra Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum. „Ég
veit ekki hvort við getum beinlínis talað um hrinu en þau tilfelli sem
komið hafa upp hafa verið dálítið áberandi."
upp á viðtalstíma en ef það mætir
ekki er ekkert meira gert, ekki
hringt eða sent bréf. Samt má rekja
flestar sjálfsvígstilraunir til þess að
fólk er að hrópa á hjálp. Þannig að
eftirfylgnin er ekki nógu góð. Það
sama gildir urn syrgjendur.
Foreldrar og makar þeirra
sem fyrirfara sér ættu að fá
bréf frá heilbrigðisyfirvöld-
um þar sem þeim væri boðið
upp á aðstoð því fæstir leita
eftir henni sjálfir.“
Séra Bragi tekur ekki jafn
djúpt í árinni. „Stundum
kemur fyrir að nokkrir ung-
lingar í sama kunningjahóp
fyrirfari sér sern leiðir hug-
ann að því hvort rétt sé stað-
ið að stuðningi við þá sem
eiga um sárt að binda eftir að
einhver nákominn hefur fyr-
irfarið sér.
Aðstandendur leita heldur
ekki mikið eftir aðstoð og
það hefur ekki breyst í
grundvallaratriðum. Það
sem hefur breyst er að fleiri
aðilar eru meðvitaðir urn að
þarna þurfi hjálp og hafa
sýnt frumkvæði. Skólarnir
hafa til dæmis sýnt frum-
kvæði að því að fá aðstoð ut-
an frá og það fer vaxandi.
Það er einmitt mikilvægt að
ræða við vinina sem sitja eft-
ir með spurningarnar. Þann-
ig fá þeir leyfi til að fara í
gegnum eigin tilfmningar. I
sjokkinu fyrst á eftir blokker-
ast fólk oft og hefur tilhneig-
ingu til að einanagrast. Það
er einmitt þá sem þarf að
grípa inn í til að hjálpa því að
finna farveg fyrir tilfinningar
sínar og sorg.“
Rauðakross-húsið við Tjarnar-
götu hefur verið starfrækt í níu ár.
Þar er meðal annars boðið upp á
símaþjónustu fyrir unglinga sem
líður illa. Ólöf Helga segir að hringt
sé til þeirra af öllu landinu og skipt-
ingin milli byggðarlaga sé áþekk
íbúadreifmgunni. „Á þeim átta ár-
um sem við höfum starfrækt síma-
þjónustuna höfurn við fengið 460
símtöl frá unglingum og ungu fólki
í sjálfsvígshugleiðingum. Stúlkurn-
ar eru heldur fleiri en piltarnir en
flestir hafa verið á aldrinum fjórtán
til sautján ára, þótt bæði eldri og
yngri hringi einnig. Svo er talsvert
um að aðstandendur hringi til að
leita ráða, þau símtöl eru raunar
ekki mikið færri.“
Starfsfólk Rauðakross-hússins er
sérþjálfað í að tala við fólk í sjálfs-
vígshugleiðingum í gegnum síma.
„Við tökum öll símtöl alvarlega en
það fer eftir eðli símtalsins hvað við
gerum. Ef það er spurning um að
hjarga mannslífi þá gerum við það
sem við getum til að fá utanaðkom-
andi hjálp þannig að einstaklingur-
inn lifi. Á hverju einasta ári eru
dæmi um símtöl þar sem viðkom-
andi hefði dáið ef hann hefði ekki
hringt, til dæmis ef hann hefur ver-
ið búinn að taka inn lyf. Það eitt er
næg ástæða fyrir Rauða kross Is-
lands til þess að halda úti þessari
símaþjónustu.“
Þeirri spurningu er ósvarað hvers
vegna tíðni sjálfsvíga er svo há sem
raun ber vitni meðal íslenskra ung-
menna og varla er við því að búast
að nefndin geti svarað því með
óyggjandi hætti. Axel bendir þó
sérstaklega á drykkjusiði íslendinga
sem séu hættulegir.
Ólöf Helga segir að ástæðurnar
sem krakkarnir gefa fyrir vanlíðan
sinni séu margvíslegar. „Sumir hafa
misst náinn ættingja eða vin eða
eru ósáttir við hjónaskilnað for-
eldra eða önnur vandamál í fjöl-