Helgarpósturinn - 08.12.1994, Síða 11

Helgarpósturinn - 08.12.1994, Síða 11
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 11 : ; . Axel Eiríksson úrsmiður „Ég mytidi vilja sjá að afrakstur starfs okkaryrði stofnun alhliða upplýsingamiðstöðvar. “ Ólöf Helga Þór, forstöðumaður Rauðakross-hússins. „Á hverju einasta ári eru dæmi um símtöl þar sem viðkomandi hefði dáið ef hann hefði ekki hringt, til dæmis ef hann hefur verið búinn að taka inn lyf. Það eitt er næg ástæða fyrir Rauða kross íslands til þess að halda úti þessari símaþjón- ustu.“ skyldunni. Þau hafa oft lélega sjálfs- mynd, sem stundum má rekja til kynferðislegrar misnotkunar, eigin vímuefnaneysla spilar stundum inn í og eins einelti sem fer þó mjög dult. Það er því engin ein skýring á sjálfsvígshugleiðingum barna og unglinga heldur spila inn í margir samverkandi þættir. Þessi símtöl eru oft mjög löng, það lengsta sem við höfum á skrá stóð í tvo og hálfan tíma. Við þurf- um að gefa okkur mjög góðan tíma og ná trúnaði við þann sem hringir þannig að honum finnist hann ekki einangraður lengur. Svo reynum við að hjálpa þeim að finna ein- hvern sem þau þekkja og treysta sér til að tala við. Við leggjum höfuð- áherslu á þetta atriði, að þau geti opnað sig við einhvern sér nákom- inn.“ Síminn í Rauðakrosshúsinu er 99 66 22. Styrmir Guðlaugsson Axel Eiríksson úrsmiður á sæti í nefnd sem Alþingi skipaði til að kanna tíðni og or- sakir sjálfsvíga á íslandi og leggja fram tillögur um hvernig hægt sé að sporna við þróuninni. Sonur Axels svipti sig lífi fyrir þremur árum og hann er því fulltrúi að- standenda í nefndinni. Hann vill að stofnuð verði alhliða móttöku- og upplýsinga- miðstöð fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum og aðstandendur þeirra „Kerfið sem við bú- um við er lamað “ Axel Eiríksson úrsmiður á sæti í nefnd sem skipuð var til að kanna tíðni og orsakir sjálfsvíga á Islandi og leita leiða til að snúa þróuninni við. Sigurjón, sonur Axels og eig- inkonu hans, Stefaníu V. Sigur- jónsdóttur, svipti sig lífi fyrir þremur árum. Vinir Sigurjóns héldu minningartónleika um hann og vin hans, sem einnig tók eigið líf, og þá fór af stað umræða sem vakti fólk til umhugsunar. I fyrsta sinn á íslandi var rætt um sjálfsvíg sem sameiginlegt vandamál sem þjóðin stæði frammi fyrir en ekki persónulegan harmleik einstakra fjölskyldna sem óviðurkvæmilegt væri að ræða opinskátt. Axel og Stefanía ákváðu að leggja sitt af mörkum og áttu þátt í að koma á fót samstarfshópi sem gaf út bæk- ling sem dreift hefur verið til ung- linga. Farið var í fjölmarga skóla til að ræða beint við unglingana um líðan þeirra og vanlíðan og og hvað þau gætu gert til að bæta líðan sína og styðja hvort annað. Axel er því sem fulltrúi aðstandenda í nefnd- inni. Eruð þiðfarin að sjá hvaða tillög- urþið komið til með að leggjafram? „Við erum ekki öll í nefndinni undir sömu formerkjum þannig að það er nokkur munur á því sem menn vilja leggja áherslu á. Það er því erfitt að gera sér nákvæmlega grein fyrir hvaða sameiginlegu til- lögur nefndin leggur fram.“ Hvað þá helst? „Ég get aðeins svarað fyrir sjálf- an mig þar sem nefndin hefur ekki lokið störfum. Tíminn fram að þessu hefur að miklu leyti farið í upplýsingasöfnun innanlands og einnig höfum við rætt um forvarn- arstarf, sem ég hef reyndar mestan áhuga á. Ég myndi vilja sjá að af- rakstur starfs okkar yrði stofnun alhliða móttöku- og upplýsinga- miðstöðvar. Ég, og þeir sem ég hef unnið með að þessum málum undanfarin þrjú ár, höfum hugsað okkur til- högun miðstöðvarinnar þannig að sérstök móttökudeild væri inni á sjúkrahúsi með sérmenntuðu starfsfólki, sem væri hugsuð til að taka við fólki sem reynt hefur að stytta sér aldur. Jafnframt væri þar alhliða upplýsingamiðstöð fyrir landið sem aðstandendur, kennar- ar og aðrir geta leitað til. Það hefur margoít komið í ljós að námsráð- gjafar og kennarar lenda í miklum vandræðum þegar upp kemur grunur hjá þeim um að nemandi sé hugsanlega í hættu. Þeir hafa fá eða engin úrræði þannig að kerfið sem við búum við í dag er lamað. Það er vandamálið. Til þess að svona miðstöð gagn- ist þarf að tryggja að hún sé vel mönnuð árið um kring.“ Áttu von á að þessar tillögur verði teknar með í nefndarálitið? „Já, ég á nú von á því. Þegar ég kynnti þessar tillögur heyrðist mér á nefndarmönnum að við gætum orðið ásáttir um eitthvað í þessa veruna. Það eru þó ljón í veginum, sérstaklega peningamálin. Margir í nefndinni eru hræddir um að kostnaðurinn við svona miðstöð verði ekki samþykktur af fjárveit- ingavaldinu. Það þarf því samstillt átak til þess að koma þessu á lagg- irnar.“ Hvernig er þjónustan sem boðið er upp á hér á landi í dag í saman- burði við nágrannalöndin? „Norðmenn hafa unnið mjög góða skýrslu um sjálfsvíg og þeir hafa sett sér markmið. Finnar hafa verið mjög meðvitaðir, enda hafa sjálfsvíg verið mikið vandamál þar í landi. Þeir hafa náð nokkrum ár- angri. í Bandaríkjunum eru menn uggandi vegna aukningar sjálfsvíga meðal unglinga og eru að gera ým- islegt til að reyna að sporna gegn þeirri þróun. Þar er til dæmis verið að vinna með vanlíðan unglinga í skólunum. Það er einmitt það sem við höfum verið að benda á að þurfi að gera, að ræða við ungling- ana beint og opna augu þeirra fyrir miklvægi vináttu og að geta rætt við aðra um tilfinningar sínar. ís- lendingar samþykktu árið 1984 stefnumörkun Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, WHO, um heil- brigði fyrir alla árið 2000 en þar er eitt af 38 stefnumiðum að vinna gegn aukinni tiðni sjálfsvíga. Stofnunin hefur bent á hversu stórt vandamál sjálfsvíg eru og hef- ur hvatt þjóðir heims til að taka á því. Þetta stefnumið hefur ekki verið tekið upp hjá heilbrigðis- þjónustunni hér á landi sem skyldi, enn sem komið er. En Rauðakross- húsið er gott dæmi um hvað hægt er að gera og hvernig gera á hlut- ina. Þangað geta unglingar, sem líður illa, hringt og rætt sín mál í trúnaði og fengið leiðbeiningar og uppörvun. „ Nú fóruð þið í skólana fyrir nokkrum árum og rœdduð við ung- linga og kennara. Hafa skólarnir tekið við sér? „Já, þeir hafa gert það. Við fór- um í nokkra skóla og funduðum einnig með námsráðgjöfum og það má sjá breytingu til batnaðar. Námsráðgjafar taka því alvarlegar þegar þeir sjá að nemendum líður illa. Það er líka brugðist á annan hátt við ef nemandi tekur eigið líf og rætt við unglingana. Við sjáurn því örlítinn árangur af þessu starfi þótt það gangi frekar hægt. Upplýsingasöfnun nefndarinnar hefur einnig vakið ýmsa til um- hugsunar um forvarnir og verklag. Við höfum meðal annars sent er- indi til allra sjúkrahúsa og heilsu- gæslustöðva á landinu og beðið um upplýsingar. Það vekur þessa aðila til umhugsunar." Aukning á tíðni sjálfsvíga var mcst hér á landi fyrir nokkrum ár- um. Það virðist ekki hafa breyst? „Hver einstaklingur vegur svo þungt hér að hlutfallslegur saman- burður á iila við í okkar litla samfé- lagi. Tölurnar eru það lágar að það er ekki hægt að sjá tilhneiginguna frá ári til árs, heldur verður að miða við nokkurra ára bil. En það er ljóst að við erum ofarlega á lista yfir þær þjóðir-þar sem sjálfsvíg unglinga eru hlutfallslega flest.“ Hvaða skýringar eru helst gefnar á því? „Það er engin skýring einhlít. Bent hefur verið á depurð sem áhættuþátt og ég hallast að því að geðsveiflur, sem við þekkjum hjá unglingum, sé helsti áhættuþáttur- inn hjá þeim og einnig þau átök sem fylgja því að verða fullorðinn. Ég hef hins vegar enga skýringu á hve tíðnin er há hér nema þá helst að drykkjusiðir okkar eru mjög hættulegir og ótamdir. Þeir geta leitt allt mögulegt af sér ef fólki líð- ur illa á annað borð.“ Þið Stefanía opnuðuð umrœðuna talsvert þegar sonur ykkar dó. Hvaða áhrif finnst þér það hafa haft? „Margir foreldrar og aðstand- endur leituðu til okkar, sérstaklega fyrstu tvö árin, ekki síst vegna hópsins sem við stofnuðum. Mér fmnst eins og að það hvíli ekki eins mikil leynd yfír sjálfsvígum og áð- ur. Fólk er líka opnara fyrir því að leita sér hjálpar og áttar sig á því að takast þarf á við sorgina. Sjálfsvíg er hryllilegur atburður og það má ekki gleyma því að það hefur áhrif á svo marga, ekki bara nánustu fjölskyldu heldur lamast margar íjölskyldur við hvert sjálfsvíg og þær eiga í verulegum erfiðleikum á eftir. Þeir sem eru nákomnir manneskju sem sviptir sig lífi ættu því að leita sér aðstoðar.“ Hvernig hcfur þér og þinni fjöl- skyldu gengið að vinna ykkur út úr sorgittni? „Það má kannski segja að okkur hafi tekist þokkalega að vinna úr þessu miðað við aðstæður. En svona atburður er hryllingur og þetta er því mjög erfitt og alveg ólýsanlegt.“ Hvað myndirðu ráðleggja að- standendum ungmenna að gera, scm grunar að þau geti gripið til ör- þrifaráða? „Mér vefst eiginlega tunga um tönn því að ég veit að það getur til dæmis verið mjög erfitt að komast að hjá geðlæknum án fyrirvara. Hins vegar eru starfræktar göngu- deildir við ríkisspítalana í Reykja- vík. En ef ungljngurinn er í skóla þá myndi ég ráðleggja þeim að ræða við námsráðgjafann og at- huga hvort hann sjái einhverjar leiðir til úrlausnar. Rauðakross- húsið hefur talsverða reynslu í að miðla upplýsingum og getur vísað fólki áfram. Heilsugæslustöðvarn- ar eiga líka að geta veitt upplýsing- ar en það er bara allur gangur á því hvort þær eru í stakk búnar til þess. Ef þú spyrðir mig eftir að nefndin lýkur störfum og Alþingi hefur far- ið mjúkum höndum um tillögur okkar þá vildi ég geta svarað spurningunni með því að benda þér á upplýsingamiðstöð eins og ég nefndi hér áðan.“ -SG

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.