Helgarpósturinn - 08.12.1994, Qupperneq 12
12
MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
Útgefandi
Ritstjórar
Fréttastjóri
Framkvæmdastjóri
Auglýsingastjóri
Miðiil hf.
Páll Magnússon, ábm
Gunnar Smári Egilsson
Sigurður Már Jónsson
Kristinn Albertsson
Örn ísleifsson
Setning og umbrot
Filmuvinnsla og prentun
Morgunpósturinn
Prentsmiðjan Oddi hf.
Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum
og kr. 280 á fimmtudögum.
Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku.
Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt.
Illa rekin
sveitarféiög
Sveitarfélögin á íslandi er flest hver afar illa rekin, og sum
hörmulega. Hafi fólk efast um þetta ættu þær efasemdir að hverfa
eins og dögg fyrir sólu, þegar hlustað er á ámátlegar útskýringar
sveitarstjórnarmanna síðustu daga á nauðsyn þess að hækka álögur
á íbúana.
Fjárhagur flestra stærstu sveitarfélaga landsins hefur hríðversnað
á undanförnum árum og virðist þá einu gilda hvaða flokkar hafa
haldið um stjórnvölinn. Sífellt stærri hluti tekna sveitarfélaganna
hefur farið í beinan rekstur og þeim mun minna fé hefur verið til
skiptanna í framkvæmdir. Þetta hefur þó ekki þýtt að sveitarfélögin
hafi skorið niður framkvæmdir til samræmis við fjárhagslega getu.
Það er framkvæmt fjandann ráðalausan, en mestanpart fyrir lánsfé
sem einhverjir aðrir eiga svo að greiða einhverntímann seinna.
Þetta verklag hefur reyndar verið viðloðandi ríkisfjármálin um
langt skeið, en nú virðast sveitarfélögin jafnvel ganga skrefinu
lengra.
Staða Reykjavíkur er lýsandi fyrir þetta ástand — nánast allar
tekjur borgarinnar á þessu ári fara beint í rekstur. Hvert handarvik,
sem ætti að framkvæma, yrði að fjármagna með lánum.
Svipaða sögu er að segja um stóru sveitarfélögin í nágrenninu,
Kópavog og Hafnarfjörð, og raunar miklu fleiri um land allt.
Og þegar allt stefnir nú norður og niður í lok kosningaárs eru úr-
ræðin gamalkunnug. Einn leggur á holræsagjald, annar hækkar út-
svar og allir taka lán.
Sveitarstjórnarfólk syngur svo einum rómi: „Það eru stöðugt
auknar kröfur um þjónustu og menn reyna að verða við þeim..
eins og bæjarstjórinn á Akureyri sagði í blaðaviðtali nú í vikunni.-
Þetta er bæði sjálfsblekking og lygi. Fólk vill eins góða þjónustu og
sveitarfélögin geta veitt fyrir þá peninga sem þau hafa til ráðstöfun-
ar. Það er reginmisskilningur ef sveitarstjórnarmenn halda að fólk
sé nú um stundir reiðubúið til að láta seilast lengra ofan í vasa þess.
Þeir ættu hins vegar að hafa kjark og dug til að rifa seglin í rekstri
sveitarfélaganna þegar á móti blæs, eins og allir aðrir í þjóðfélaginu
hafa þurft að gera. Þeir hafa því miður hvorugt til að bera og þess
vegna hækka þeir skatta og taka lán.
Upp lil hópa hafa sveitarstjórnir í landinu einfaldlega ekki reynst
starfi sínu vaxnar, og vanhæfni þeirra virðist af einhverjum ástæð-
um hafa aukist á undanförnum árum. Kannski er skýringin þó ekki
önnur en sú, að dugleysi þeirra hefur komið betur í ljós þegar þeir
hafa þurft að takast á við efnahagslegan samdrátt undangenginna
ára.
Allt botnar þetta auðvitað í þeirri staðreynd að sveitarstjórnar-
mönnum, eins og reyndar fleiri stjórnmálamönnum, hefur tekist
að firra sig ábyrgð af óráðsíunni gagnvart umbjóðendum sínum —
fólkinu sjálfu. Þeir hafa fyrir kosningar getað flaggað sundlaugum
þar og leikskólum hér, án þess í raun að þurfa að svara fyrir það
hvernig peningarnir til að gera hlutina voru fengnir.
Úr því að við höfum ekki betri sveitarstjórnarmenn en raun ber
vitni verður að koma böndum á þá. Það á að banna með lögum að
þeir eyði meiru en þeir afla — þá kemur bruðlið fram í augljósum
skattahækkunum sem hægt er að refsa þeim fýrir í kosningum, en
ekki lántökum, sem almenningur áttar sig ekki á.
Páll Magnússon
Pósturmn
Vesturgötu 2, 101 Reykjavík,
Sími 522-2211 fax 522-2311
Bein númer: Ritstjórn: 522-4666, símbréf: 522-2243 Taeknideild: 552-4888
Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 522-2241 Dreifing: 552-4999
Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577
Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00
Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga
frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00
Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00,
aðra virka daga frá 9:00 til 17:00
Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 17:00 virka daga,
tii 21:00 á þriðju- og miðvikudögum og milli 13:00 og 21:00 á sunnudögum.
Og nú í Sam-bíóunum
Hann fékkþó
jeppann í staðinn
„Einu sinni varþað hvorki meira né
minna enforseti ASl, Ásmundur
Stefánsson, sem sóttist eftir sœtinu
mínu. “
Guðrún Helgadóttir alþingismaður.
Þá lemur
pabbi
ekla mömmu
„Ég ólst upp við
þá hugsun að
heilbrigði og það
að vera sterkur vceri gottfyrir bæði
karla ogkotiur.“
Bryndís Ólafsdóttir kraftakona.
Geta þeir ekki sett
á holræsagjöld?
„Mesti vandi Sameinuðu þjóðantia í
heild eru tvímœlalaust jjármálin. “
Boutros Boutros Ghali
aðalsöfnunarmaður.
Vonandi
þóekki
að negla
hann upp
„Ég er tilbú-
inn að takast
á við Alfreð
Þorsteins-
son.“
Óskar Bergs-
son trésmið-
ur.
.f
i
*
Kjaradeila ríkisins við sjúkraliða
Verkfall fjármálaráðherra gegn
sjúkraliðum hefur nú staðið í um
það bil einn mánuð. Sjúkraliðar
hafa fengið mikinn stuðning. Aðal-
atriðið er þó það að sjúkraliðar hafa
lagt sig fram og sýnt óvenjulegt bar-
áttuþrek. Satt að segja eru þess fá
dæmi á seinni árum að verkfall eins
hóps hafi vakið jafn sterkan stuðn-
ing annarra hópa og þetta verkfall
sjúkraliðanna. Álþýðusamband Is-
lands hefur lýst eindregnum stuðn-
ingi við kjarabaráttu sjúkraliða. Það
er ekki algengt að Alþýðusamband-
ið taki jafn eindregna afstöðu með
einstökum hópum opinberra
starfsmanna. Guðmundur J. Guð-
mundsson, formaður Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar, hefur
einnig gengið vasklega fram í
stuðningi sínum og Dagsbrúnar við
sjúkraliða. Þannig hefur Dagsbrún
lagt fram verulega fjármuni í
vinnudeilusjóð. Hið sama er að
segja um Kennarasamband Islands
undir forystu Eiríks Jónssonar.
Augljós rök
Rökin fyrir þessum stuðningi eru
augljós: Takist að brjóta sjúkraliða
á bak aftur er leiðinni lokað til allra
kjarabóta fyrir alla aðra. Og það er
einmitt sá ljóti leikur sem ríkis-
stjórnin ber nú ábyrgð á: Hún ætlar
að fórna sjúkraliðum, nota þá sem
fyrirstöðu gegn því flóði réttlátra
kjarabreytinga sem óhjákvæmilega
fylgja á eftir, ef svo fer fram sem
horfir. Það má ekki gerast að
sjúkraliðarnir verði brotnir á bak
aftur. Þess vegna er það lífsnauðsyn
að allir Iaunamenn styðji sjúkraliða
eins og kostur er.
Notkun og
misnotkun orða
Það sem vinnur á móti sjúkralið-
um er hins vegar ýmislegt og það
erfiðasta er kannski notkun orða.
Það er alltaf talað um verkfall
sjúkraliða. Það er alltaf talað um
deilu sjúkraliða við fjármálaráð-
herra. Og hvað er rangt við það?
Það er rangt að komast þannig að
orði að ætla megi að vinnudeilan sé
sjúkraliðum einum að kenna. Auð-
vitað ber fjármálaráðherra og ríkis-
stjórnin alla ábyrgð á málinu. Það
sjá allir í hendi sér þegar bent er á
Þungavigtin
SVAVAR
Gestsson
ÞINGMAÐUR
það. Þetta er ekki síst ljóst þegar
riíjað er upp að samninganefnd
ríkisins þóttist ekki skilja kröfugerð
sjúkraliða fyrr en eftir þrjár vikur.
Þegar svo er á málum haldið er
augljóslega ekki hægt að kenna
sjúkraliðum einum um. Því hafi
kröfugerð þeirra verið óljós — sem
hún var ekki — þá átti samninga-
nefnd ríkisins auðvitað að knýja
fram útskýringar með aðstoð sátta-
semjara ef ekki vildi betur til. Enn
verra er það þegar taiað er um deilu
sjúkraliða við fjármálaráðherra,
því sjaldan eða aldrei veldur einn
þá tveir deila. Enn verra er það þeg-
ar ævinlega er talað urn afleiðing-
arnar af verkfalli sjúkraliða á hjúkr-
unarheimilum og sjúkrahúsum
þegar fréttir birtast um erfitt ástand
á þessum stofnunum. Þessi notkun
orða og órðasambanda sem er
fjandsamleg sjúkraliðum hefur í
raun verið þeirra versti óvinur í
deilunni.
Næstversti óvinurinn
Næstversti óvinur sjúkraliða er
fjármálaráðherra og ríkisstjórnin.
Ríkisstjórnin samdi við hjúkrunar-
fræðinga síðastliðið vor. Það geng-
ur ekki fyrir ríkisstjórnina að reyna
að stinga hausnum í sandinn. Þeir
samningar sem hún sjálf gerði
liggja fyrir. Launamunurinn eins og
hann er liggur fyrir. Þar með er
ljóst að fjármálaráðherra og ríkis-
stjórnin verða að hækka kaup
sjúkraliðanna. Það er veruleikinn.
Þangað til hann rennur upp fyrir
ríkisstjórninni má ekki líða langur
tími. Allur dráttur á úrslitum deil-
unnar úr þéssu er á ábyrgð ríkis-
stjórnarinnar. Deilunni þarf að
ljúka sem fyrst. En ekki með upp-
gjöf sjúkraliða heldur með reisn.
Og sá tími sem líður til loka deil-
unnar verður þeim mun styttri sem
sjúkraliðarnir finna meiri stuðning.
Sá tími verður þeim mun styttri
sem ríkisstjórnin áttar sig fyrr á því
að sjúkraliðarnir eiga stuðning alls
þorra landsmanna. Því þannig er
það. Sjaldan eða aldrei hefur einn
hópur átt eins heitan stuðning.
„Nœstversti óvinur sjúkraliða er fjármálaráðherra og ríkisstjórnin.
Ríkisstjórnin samdi við hjúkrunarfrœðinga síðastliðið vor. Það gengur
ekkifyrir ríkisstjórnina að reyna að stinga hausnum í sandinn.“
P
*
P
f
*
►
p
I
Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir,
Jón Erlendsson Jón Steinar Gunnlaugsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ógmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.