Helgarpósturinn - 08.12.1994, Side 17

Helgarpósturinn - 08.12.1994, Side 17
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FÓLK 17 fjÖLSKYLDA ÓLA GaUKS Nú þegar jólar hendist þessi vinalega fjölskylda upp hitakvarðann og á eft- ir að ylja mörgum jólatrésskemmtun- argestinum um hjartaræturnar. Nú fer vertíð í hönd og ekki hægt að hugsa sér jólalegri fjölskyldu en Óla, Svanhildi og Onnu Mjöll. SkAidsagan Skáldsagan með stóru E-ssi er mál málanna núna. Útgáfumálin eru frétt mánaðarins og þrátt fyrir samdrátt á því sviði heldur skáldsagan sínu og vel það. Þeir bjartsýnustu eru jafnvel farnir að halda því fram að Ijósvaka- miðlarnir séu að bíta í rassinn á sér og fólk komið með óverdós. Aftur- hvarf er lykilorð og vídeó- og tölvu- leikjakynslóðin á undir högg að sækja. Næsta kynslóð tekur til við að lesa og mætir til leiks hæf til að tak- ast á við slugs ríkjandi kynslóðar. Neeeeei. Almannarómur hefur kveðið upp sinn dóm í kjörkassa MP og vill banna reykingar í bíó sem verða þá átómatískt heitar sem aldrei fyrr. Hitler heitinn fylgdi þeirri sannfær- ingu að lýðurinn væri heimskur og gleyminn og þó það megi ýmislegt um Dolla segja þá var hann aldrei korní. KlAM (KAPALKERflNU Klám er soldið heitt item og umræð- ur um það eru alltaf skemmtilegar. Gamla skilgreiningin á muninum á klámi og erótík (erótík er þegar fjöð- ur er notuð en I kláminu er það allur kjúklingurinn) er til dæmis ágætur djókur. En hætt er við að þetta gufi upp í skítalykt þegar heilu húsfélögin byrja að funda um málið og því er þetta undir 0°. Kynjakvótakerhð Alveg verulega þreytt item en það eru alltaf einhverjar kerlingar tilbún- ar að halda þessu á lofti — að Gunna eigi að vera í þessu jobbi af því að það er svo margir Gunnar í geiranum. Það eigi að tala við Jónu í fréttatímanum af því að það er búið að tala við svo marga Jóna. Þetta fer í taugarnar á öllu sómakæru kven- fólki rétt eins og fátt fer meira í taugarnar á svertingjum þegar þeim er sýnd ofurtillitssemi. NÝJU HOLRÆSAGJÖLDIN Það þurfa allir að kúka og óþarfi að vera með einhvern tepruskap þess vegna og það sem meira er— það er gott að kúka. Þetta var eitt af því fáa sem maðurhafði á tilfinningunni að væri ókeypis í lífinu en nú er búið að eyðileggja það. Alveg hrollköld gjöld. Brátt fer að líða að hinni brjáluðu Alonzo-tískusýningu með botnlausum buxum og tilheyrandi. Verður sú sýning vonandi til þess að lyfta upp annars erfiðum janúar. En jólin eru eftir. Þeir sem hafa gaman af glamúr, skautapilsum og gervigærum í einum graut ættu að skoða hvað Alonzo hefur upp á að bjóða. Aukþess að fást í París, USA og íslandi er hönnuðurinn um það bil að ná í gegn- um meltingarfæri Japana. Jólatré er lykilorðið yfir fatnað eiginmanns hinnar ís- lensku Eddu Valesku sem nýverið var sýndur á Ingólfscafé. Fatnaður íyrir súper- konur Flauel sýndi einnig hátískuna á fjölum Ingólfscafé á dögunum. Á henni var augljóst aö kínverska trendið er hvergi á undanhaldi. Þótt ekki sjáist það á þessum myndum er tískuslagorðið „go for the gold“ en gull og silfur- fatnaður er á hraðri uppleið. Og það er líka konan, ef marka má græna súper- kvennabúninginn, sem er að vísu í kjólalíki. Lj ósmyndasýning á Kofa Tómasar frænda Berir kroppar Baldur Bragason ljósmyndari heldur sína aðra einkasýningu á þessu ári og opnar á laugardaginn i Kofa Tómasar frænda. Baldur nam Ijósmyndurt í Kaliforníu og hefur það meðal annars á affekaskránni að hafa unnið sem aðstoðarljósmyndari hjá því alræmda tímariti Playboy síðastliðið vor. Baldur segir að það hafi verið hörð vinna á Playboy samhliða svimandi háum lifistandard hjá aðalljósmyndurum, mód- elum og toppum. Hreint ótrúlegum fjár- hæðum er eytt í hverja töku og þá er verið að tala um upp- hæðir sem meðaljón á Islandi skilur ekki. Sjálfur var Baldur á skítalaunum en eins og hann segir sjálfur: „Maður gerir allt fyrir listina." Það er óhætt að segja að myndir Baldurs beri þess dám af efnistökum lærimeistara sinna — alltént er viðfangsefnið í öllum tilfellum nekt. Berir kropþar koma því til með að skreyta veggi Tómasar frænda. Sýn- ingin heitir „Fegurð og skuggar“ og stendur fram í janúar. Fyrirhug- að er að þessi sama sýn- ing fari erlendis fljót- lega eftir að henni lýkur hér. JBG Játiu sppbnMt Ertu mfcó stifar axJir sp^nnuhmít í nssigat1* riu sóður . hljómsveitin UNUN leikur rafmagnað popp Megas og Sjón lesa upphátt Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld kl. 22. miðaverð kr. 600

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.