Helgarpósturinn - 08.12.1994, Page 20

Helgarpósturinn - 08.12.1994, Page 20
20 MORGUNPÓSTURINN SPORT FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 Landsliðsæfingar eru nú hafnar i körfubolta og nú nýverið var lands- liðið kallað saman til æfinga, skrafs og ráðagerða. Þegar æfingin átti að hefjast brá mönnum heldur betur í brún, þátttakan var lítil sem engin og aðeins lítill hluti leikmanna skil- aði sér. í flestum íþróttum þykir mikill heiður að vera valinn í lands- liðið og því kemur þetta áhuga- og íslenskir atvinnu- knattspyrnumenn á mála hjá evr- ópskum úrvals- deildarliðum 1980 til 1990 Heimir Karlsson Excelsior. Arnór Guðjohnsen Lokeren, Anderlecht, Bordeaux. Atli Eðvaldsson Dortmund, Dusseldorf, Bayer Uerdingen. Ásgeir Sigurvinsson Standard Liege, Bayern Munchen, Stuttgart. Karl Þórðarson Laval. Guðni Bergsson Tottenham. Guðmundur Torfason Beveren, Winterslag, GEnk, Rapid Vín, St. Mirren. Lárus Guðmundsson Waterschei, Bayer Uerdingen, Kaiserslautern. Magnús Bergs Dortmund, Tongeren, Real Santander og Eintracht Braunschweig. Ómar Torfason Luzern. Pétur Ormslev Fortuna Dússeldorf. Pétur Pétursson Feyenoord, Anderlecht, Antwerpen, Flercules Alicante. Ragnar Margeirsson Waterchei, Club Brugge. Sigurður Jónsson Sheffeld Wednesday, Arsenal. Sævar Jónsson Club Brugge. Sigurður Grétarsson, Irakles, Luzern, Grasshoppers. Teitur Þórðarson Laval, Lens. 1994 Þórður Guðjónsson Bochum. Arnar Gunnlaugsson Feyenoord/Núrnberg. Bjarki Gunnlaugsson Feyenoord/Núrnberg. Eyjólfur Sverrisson Beziztkas. Eiður Smári Guðjohnsen PSV Ath! Ekki eru teknir leikmenn á mála hjá skandínavískum liðum og einungis taldir þeir sem eru á mála hjá evrópskum úrvals- deildarliðum. Islandsmótið í tippi Seigir Stjömu menn Að loknum níu umferðum í ís- landsmóti Morgunpóstsins í tippi er Stjarnan enn efst og Þórs- arar í öðru sæti. Stjörnumenn hafa haft forystu frá upphafi móts og fátt bendir til þess að þeir láti hana af hendi í bráð. Sem fyrr eru KR-ingar á botninum en Skaga- menn sækja þó á þá og eru nú að- eins tveim leikjum frá botnsæt- inu. í síðustu umferð náðu þeir Valgeir Baldursson, Stjörnu- maður, og Steingrímur Jóhann- esson, Eyjamaður, bestum ár- angri. Báðir náðu þeir sjö leikjum réttum. Stjarnan hefur nú þriggja leikja forskot á Þór, Stjarnan með 59 rétta en Þór með 56, en FH er í þriðja sæti með 52 leiki rétta. Seðill helgarinnar skartar að þessu sinni sex úrvalsdeildarleikj- um og sjö fyrstu deildarleikjum. Tipparar Morgunpóstsins virðast vera á einu máli um úrslit í leik QPR og Manchester United, og um leik Oldham og Port Vale í fyrstu deild. Auk þess eru menn nokkuð sammála um leikina Tot- tenham - Sheffield Wednesday og Stoke - Burnley. -RM metnaðarleysi íslenskra körfubolta- manna óneitanlega á óvart... J_mn er allsendis óvíst hvað lands- liðsmennirnir GUÐNI BERGSSON og KristjáN JóNSSON taka sér fyrir hendur á næsta keppnistímabili. Mál Guðna og Tottenham eru fyrir dómstólum í London og er niður- stöðu úr þvímáliað vænta inn- an skamms. Heyrst hafðiaf áhuga Crystal Palace á að fá Guðna en einnig spurðust sænsk lið fyrir um landsliðsfyrirliðann. Þá eru Vals- menn heldur ekki búnir að útiloka það að Guðni komi aftur heim og leiki með þeim næsta sumar. Sama má kannski segja um Kristján Jónsson. Mál hans hjá Bodö Glimt eru í óvissu og er víst að Framarar eru mjög spenntir að fá þennan sterka varnarmann aftur í sinar rað- Tippið með Birni Inqa Látið Björn Inga segja ykkur hvernig á að vinna pottinn íslenskir atvinnumenn í knattspyrnu Tegund í úbým ingarhættu? Að undanförnu hefur mönnum orðið tíðrætt um stöðu íslenska fótboltans. Sitt sýninst hverjum, en þó held ég að menn séu sammála um að skortur sé á framúrskar- andi einstaklingum. Samfara þessu virðist hafa orðið um- talsverð fækkun á íslenskum atvinnuknattspyrnumönn- um. Hér á eftir mun ég leita skýringa á þessari þróun. Á árunum 1980-90 áttum við leikmenn hjá sterkum evrópskum úrvalsdeildarlið- um en í dag eru þeir orðnir æði fáir og eiga sjaldnast vís sæti í liðum sínum. Einhvern tímann spurði ég þekktan umboðsmann að því hvers vegna jafn fámenn þjóð og íslendingar ætti jafn marga leikmenn í evrópska boltanum. Hann svaraði því til að íslenskir leikmenn þættu metnaðarfullir og með mikinn sjálfsaga sem þykja góðir eðliskostir í atvinnu- mennsku. Suðrænir leikenn þættu aftur á móti latir og erfiðir í samstarfi. Samfara hæfileikum er þetta því spurning um metn- að og sjálfsaga. Varðandi metnað finnst mér þar nokk- uð á vanta hjá íslenskum leik- mönnum. Veit ég nokkur dæmi þess að leikmönnum undir tvítugu hafi verið boðið til skammtímareynslu hjá 1. deildarliðum í Evrópu sem þeir höfnuðu. Töldu sig ann- að hvort of unga, að nægur tími væri til stefnu eða að skólinn hafði forgang. Það er hins vegar svo að tækifærin koma ekki á færi- bandi. Á áratugunum á und- an voru ungir menn tilbúnir að fórna miklu fyrir draum- inn um atvinnumennsku í knattspyrnu. Staðreyndin er nefni- lega sú að festi menn sig í sessi hjá liðum, til dæmis í Þýskalandi, Spáni, Frakklandi, Englandi eða Ítalíu þá eru þeir á ráðherralaun- um. Sjálfsagi er einnig mikilvægur þáttur í uppbyggingu góðs leik- manns. Ég tel íslenska leikmenn ekki nota tímann utan hefðbundins æfingatíma nægilega vel til að bæta tækni, hraða eða þrek með séræf- ingum. Á 9. áratugnum tóku menn það oft upp hjá sjálfum sér að laga það sem betur mátti fara með auka- æfingum. Atli Eðvaldsson æfði að meðaltali tvo tíma á viku aukalega í Þýskalandi til að bæta tækni eða styrkja sig. Það hefur vafalítið átt þátt í löngum og meiðslalitlum ferli. Ómar Torfason þótti ekki lík- legur til afreka þegar hann kom til Víkings árið 1979 en með mikilli elju og sjálfsaga, samfara mörgum aukaæfingum, komst hann í fremstu röð íslenskra leikmanna og gerðist atvinnumaður í knatt- spyrnu. í leikjum 1. deildar í sumar hafa fáir leikmenn verið að leika vel, leik eftir leik. Menn eins og Rúnar Kristinsson og Arnar Grétarsson eru gæddir góðum hæfileikum og hefði ég viljað sjá þá leggja land undir fót fyrir tveimur til þremur árum síðan. En þeir eiga 1. QPR - Man. Utd. X2 Gestirnir ættu að vera sterkari í þess- um leik og hafa sigur. En það er auð- vitað auðveldara um að tala en í að komast og meistararnir hafa ekki leikið nógu vel á útivöllum hingað til. Heimamenn í QPR eru enn í „limbói" eftir að Gerry Francis yfir- gaf þá og eru sem óskrifað blað. 2. Nott. For. - Ipswich 1 Ég hef ekki nokkra trú á því að Nott- ingham-menn klúðri þessum stigum frá sér. Gengi Iiðanna í deildinni er það ólíkt auk þess sem sjálfstraust Ipswich-manna er lítið sem ekki neitt þessa dagana. Þó má sjá ef innbyrði- sviðureignir liðanna eru skoðaðar að munurinn er ekki svo mikill. 3. Tottenham - Sheff. Wed. 1X í raun ætti maður að setja sér þá reglu að þrítryggja alltaf leiki Totten- hamliðsins. Liðið leikur hreint frá- bærlega þessa dagana en getur dottið illilega þess á milli. Þó verður að segj- ast að liðið hefur aflað sér mikilla vinsælda með þessu brölti sínu og þeir tapa allavega ekki. 4. Norwich - Chelsea 1X2 Þessi leikur gæti orðið dálítið snúinn. Norwich tapaði fyrir.United um síð- ustu helgi en lék samt mjög vel. Á sania tíma hirti Chelsea öll stigin gegn Southampton á útivelli og ættu því að koma öruggir til leiks. 5. Aston Villa - Everton X2 Þótt liðin séu hlið við hlið við botn deildarinnar segir það ekki svo mikið um spilamennsku þeirra eins og hún er nú. Bæði liðin gengu í gegnum erfið framkvæmdastjóraskipti á dög- unum og virðast vera að ná sér af þeim. Brian Little, sem tekinn er við Villa, og Joe Royle hjá Everton hafa kontið með ferska strauma og stiga- söfnun er aftur hafinn. 6. Wimbledon - Coventry 2 Þrátt fyrir að Wimbledon geti á góð- um degi unnið hvaða lið sem er sök- um gríðarlegrar baráttu er einnig einkenni þeirra að detta niður þess á milli, einkum ef smærri lið eiga í hlut. Þannig er allt eins víst að fram- herjinn Dion Dublin og félagar í Co- ventry beri sigur úr býtum í þessum leik. 7. Swindon-Tranmere2 Hér verður eflaust um hörkuleik að ræða þótt Tranmere ætti að hafa þetta ef litið er á stigafjölda liðanna. Þar að auki hafa þeir mann innan- borðs sem heitir John Aldridge og hann einn gæti ráðið úrslitum í leik sem þessum. 8. Portsmouth - Reading 1X2 Heimamenn fóru mjög illa út úr við- ureign sinni við Middlesboro um síðustu helgi. Á sama tíma vann Re- ading sinn leik gegn Sunderland og blandaði sér þar með í hóp efstu liða. Þó segir sagan okkur að Reading hef- ur ekki farið margar sigurfarir til Portsmouth á undanförnum árum og líklega er best að setja öll táknin þrjú. 9. Millwall - Sunderland 1X Sigurlíkurnar eru mestar Millwall rnegin og eru sænskir og íslenskir spekingar sammála um það. Inn- byrðis viðureignir liðanna hafa verið með jafnteflisblæ síðustu ár og hafa liðin skipst á að sigra. Kannski sé komið að Millwall nú. 10. Barnsley - Charlton 1 Barnsley ættu að teljast nær öruggir með sigur í þessum leik. Tap þeirra í síðustu umferð ætti ekki að koma svo mikið að sök, fremur er líklegt að það þjappi liðinu santan. 11. Bristol C. - Bolton 2 Bristol hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu og fátt virðist geta komið í veg fyrir fall liðsins þegar tekur að vora. Bolton hefur hins veg- ar átt ágæta leiki inn á milli og mun líklega sigla lygnan sjó. 12. Oldham - Port Vale 1 Liðin eru á svipuðum slóðum í deild- inni og hefur hvorugu tekist að spila eins og þau ættu að hafa getu og burði til. Flestir eru þó á því að heimamenn vinni þennan leik næsta örugglega. 13. Stoke - Burnley 1 Islendingarnir í Stoke, þeir Lárus Orri Sigurðsson og Þorvaldur Ör- lygsson, gera það að verkurn að erfitt er að spá liðinu öðru en sigri. Þeir eru enda á heimavelli í þessum leik. Asgeir Sigurvinsson er einn ör- fárra íslendinga sem komist hafa til æðstu metorða í hörðum heimi atvinnumennskunnar. Spurningin er hvort Ásgeir kæmist að hjá stórliði í dag eða hvort hlutskipti hans yrði að leika með sænsku eða norsku liði. það sammerkt að taka aðeins rispur í leikjum en hverfa síðan alveg þess á milli, báða skortir þá framsækni og harðfylgi. Knattspyrnan í sumar hefur því verið nokkuð bragðdauf því það er jú einstakfingsframtakið sem lyftir boltanum á hærra plan. Þó eru nokkrir athyglis- verðir leikmenn, Eiður Smári er mesta efni sem komið hefur fram í áraraðir en einnig hafa Kristinn Hafliðason, Helgi Sigurðsson og Guðmundur Benediktsson burði til að ná langt. Þannig að þrátt íyrir lægð eru nokkrir ljósir punktar sem vonandi lyfta íslenskri knattspyrnu upp á hærra plan á nýjan leik og vekja þannig athygli erlendra liða á ungum, efnilegum knattspyrnu- mönnum frá Islandi. Lárus Guðmundsson ÍSLANDSMÓTIÐ ÍTIPPI 10. umferð 49. leikvika Kári Steinn Reynisson Hrafnkell Kristjánsson ^4 Einar Ásbjörn Ólafsson Ólafur Brynjólfsson c<||> Einar Þór Daníelsson |||) Haukur Pálmason Kristófer Sigurgeirsson Sigurður Gylfason <jj)| 9 c 0 </) <n ö) >1 L- O L— c ca E O Rögnvaldur Rögnvaldss. 2 1. QPR - Man.Utd. 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 0 0 10 2. Nott.Forest - Ipswich 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 3. Tottenham - Sheff.Wed X 1 1 1 1 1 1 1 X 1 8 2 0 4. Norwich - Chelsea X T" X X X 1 1 1 2 T~ 5 4 1 5. Aston Villa - Everton X X X 1 X X X 2 X X 1 8 1 6. Wimbledon - Coventry 1 2 1 1 1 X 1 1 1 1 8 1 1 7. Swindon - Tranmere 2 T~ 2 1 2 1 2 X 2 1 3 1 6 8. Portsmouth - Reading 1 X 2 2 X 1 1 1 X X 4 4 2 9. Millwall - Sunderland 1 1 1 2 2 X X 1 1 1 6 2 2 10. Barnsley - Charlton X T~ T~ ~ 1 2 "2 ~ T~ ~ 6 1 3 11. Bristol City - Bolton 1 2 2 X 2 X 1 X 2 2 2 3 5 12. Oldham - Port Vale 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 13. Stoke - Burnley 1 1 1 1 X 1 1 1 1 X 8 2 0 Samanlagður árangur 46 52 42 52 44 47 "47~ 51 56 "5Í"

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.