Helgarpósturinn - 08.12.1994, Page 22
22
MORGUNPÓSTURINN VIÐTAL
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
Ingólfs Margeirssonar
Stilli ekki
lífinugegn
listinni
Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari tjáir sig um
innblástur, flökkulrfog tilfinningar í tónlist
.Auður Hafsteinsdóttir fiðlu-
leikari lýsir upp skammdegisskugg-
ana á Sólon Islandus með brosi
sínu þegar hún heilsar ntér svart-
klædd frá hvirfli til ilja. Ég spyr
hvers vegna tónlistarmenn séu flest
allir svartklæddir og hún svarar að
bragði: „Þeir eru svo uppteknir af
tónlist að þeir hafa engan tíma til
að velja liti.“ Svo hlær hún þessum
smitandi hlátri og ég veit ekki alveg
hvort ég á að taka hana alvarlega.
En hvers vegna er hún svartklædd?
„Vegna þess að ég var rauðklædd
síðast!“ Og hlær ennþá rneira.
i4.uður Hafsteinsdóttir er meðal
fremstu fiðluleikara okkar. Hún út-
skrifaðist aðeins sautján ára frá
Tónlistarskólanum, en síðan lá
leiðin til Boston þar sem hún nam
við New England Conservatory
undir handleiðslu heimsfrægra
fiðluleikara sem Dorothy Delay og
James Buswell. Þaðan lauk Auður
Bachelor of Music - gráðu 1987 en
199] lauk hún Mastersgráðu í fiðlu-
flutningi við Minnesotaháskóla í
Minneapolis.
Auður hefur hlotið margs konar
viðurkenningar fyrir leik sinn. Hún
var valin listamaður Reykjavíkur-
borgar 1991 og ári síðar vann hún
samkeppni sem fulltrúi Islands á
Hátíðartónleikum í Finnlandi und-
ir yfirskriftinni „Ungir einleikarar á
Norðurlöndunt." Auður vann
fyrstu verðlaun í samkeppninni
„Schubert Club Soloist Competiti-
on“ í Minneapolis 1988, hún hefur
hlotið úthlutun úr styrktarsjóði
Thor Thors og unnið til margvís-
legra verðlauna og viðurkenninga á
Norðurlöndum og víðar. Auður
hefur leikið um gervöll Bandaríkin,
í Kanada, Skotlandi, Norðurlönd-
unum og nú síðast í Austurlöndum
fjær.
Og nú er hún kornin út á geisla-
disk; Nocturne heitir fyrsti sól-
ódiskur hennar, þar sem hún nýtur
meðleiks Steinunnar Birnu Ragn-
arsdóttur píanóleikara. Og er á för-
um til Italíu og síðan fleiri landa til
tónleikjahalds.
Á hinum nýja geisladisk Auðar er
að finna verk eftir Tchaikovsky,
Massenet, Schumann, Bach,
Hándel, Schubert, Sibelius, Saint-
Saéns, Kreisler og fleiri snillinga
tónlistarsköpunar. En af hverju
verk eftir þessa sígildu snillinga?
— Ég hafði í huga að leika
Brahmssónötu inn á geisladisk
ásamt öðrum verkum. Lagavalið á
geisladisknum varð að lokum ann-
að. Mig hefur lengi dreymt um að
leika inn tónlist, sem kemur beint
frá hjartanu og höfðar til allra —
hreinræktaða tónlist fegurðar. Nú
er ég til að rnynda á kafi í Brahms.
Um tíma var ég að uppgötva ýmis-
legt, sem minna hefur verið spilað
eftir Grieg. En nú er ég sem sagt
komin á kaf í Brahms.
Og nú útlistar Auður Brahms
fýrir mér af miklum ákafa.
— Hann er svo tær og þykkur í
senn. Hann er ljóðrænn í öllu sem
hann gerir; ljóðum, sinfónjum og
maður finnur myndræna tónlist
streyma frá honum!
.Auður stofnaði Trio Nordica,
sent vakið hefur rnikla athygli
heima og erlendis, kannski ekki síst
íyrir hina þokkafullu og tilfinn-
ingaþrungnu tónlistartúlkun hinna
þriggja kvenna: Bryndísar Höllu
Gylfadóttur, Monu Sandström og
Auðar.
— Menn gleyma stundum
hvílíkir tilnnningabelgir
og lausbeislaðir bohemar
hin klassísku tónskáld
VOru, segir Auður brosandi.
Þetta voru skapandi listamenn, sem
börðust við sinn innri mann svo
stundum jaðraði við geðveiki. Til
að túlka tilfinningar og blæbrigði
margra verka þarf maður að gefa af
sjálfum sér. Ef ég leik bara með
puttanum er ég komin út í tækni-
spilamennsku. Slík spilamennska er
geld. Ég verð að leika með öllum
líkamanum og hjartanu til að geta
túlkað tónlistina. Þetta þýðir hins
vegar ekki að ég geti ieyft mér ein-
hverja stæla.
Og hvernig skyldi tilfinningaleg
túlkun ríma við innri persónugerð
Auðar?
Auður hlær með öllu andlitinu.
— Ég er fædd í Voginni og á að
vera jöfn í skapi. En ég er listamað-
ur og það svarar spurningunni. Út
á við er ég mjög skapgóð. En ef ég
vil að eitthvað gangi get ég lagt allt á
mig, verkefnið gagntekur hug
minn. Ég er mjög fyrirferðarmikil
þegar mikið gengur á. Kærastinn
minn (Gunnar Gunnarsson ljós-
myndari) kvartar mikið þegar ég
kem heim eins og heil herdeild.
Ég spyr hana um tónlist og aga.
— Tveggja til tíu tíma æfingar á
dag, svarar Auður stutt og laggott.
Við ræðum lítillega um hvernig
það sé að vera tónlistarmaður á Is-
landi.
— Island er frekar lítið segir
Auður. Landfræðileg lega landsins
háir okkur mikið. Ef maður væri til
að mynda Svíi, hoppaði maður hik-
laust upp í lest og væri kominn eft-
ir nokkra tíma til Noregs, Dan-
merkur, Finnlands eða kannski
Þýskalands. Það er hins vegar dýrt
að ferðast frá íslandi. En í raun tek-
ur flugferðin ekki lengri tíma en
lestarferðin frá Svíþjóð og jafnvel
styttri tíma. Fjarlægðin er því orðin
afstæð í dag.
Auður hefur staðið í miklum
ferðalögum undanfarin ár og miss-
eri. Hún hefur ferðast um Evrópu,
Bandaríkin og Asíulönd og haldið
tónleika við góðar undirtektir. Og
þegar þetta viðtal birtist á prenti
stendur hún á sviði í Mílanó og
heillar væntanlega ítalska áheyr-
endur upp úr skónurn. En hve lengi
ætlar hún að ferðast um heiminn?
Ætlar hún að stofna fjölskyldu og
eignast börn?
— Auðvitað þrái ég að eignast
börn og fjölskyldu. Takmarkið er
að láta það gerast þegar ég er 32 ára
eða svo. En maður þarf ekki hætta
heimshornaflakkinu fyrir því, segir
Auður með ævintýraglampa í aug-
um.
Þessi umræða leiðir okkur sjálf-
krafa inn á þær veraldlegu fórnir
sem listin krefst.
— Ég vil ekki stilla lífinu gegn
listinni, segir Auður alvarlega. Tón-
listin er mikill hluti af lífi mínu. Ef
maður einangrar sig og helgar sig
eingöngu tónlistinni, stöðvast lífið
og maður sjálfur um leið. Maður
verður að lifa lífinu — sem er svo
yndislegt — til að fá innblástur. Án
innblásturs verður engin list til.
Þannig haldast listin og lífið í hend-
ur. Ég hef aldrei litið á
tónlistina sem einhvern
afmarkaðan hlut. Þess
vegna er mikilvægt að lifa
og gera allt mifli
himins og jarðar.
Ég spyr Auði meira urn innblást-
urinn.
— Ég hef sleppt því að semja
rnúsík, segir hún. Maður þarf að
vera svo góður í tónfræði, bætir
hún við hlæjandi.
En innblástur í túlkun?
— Jaaaaáá... segir Auður og
dregur seiminn. Maður þarf að gefa
í tónlist. Maður fær ekki innblástur
frá stólnum sem maður situr á
heldur frá fólkinu. Ég fæ einnig
innblástur frá öðrum listgreinum
eins og fallegum listaverkum. Segj-
urn til dæmis að ég sé að leika
Brahms; hugurinn fer á flug og ég
sé málverk fyrir hugskotssjónum
mínum. Það getur til dærnis verið
af landslagi; Brahms samdi mikið af
sínum verkum úti í guðsgrænni
náttúrunni. Það liggja ósýnilegir
þræðir milli tónskáldsins og flytj-
andans. Þess vegna eigum við spil-
ararnir að hugsa eins og tónskáld.
amspilið milli tónskálds og
flytjanda er enn á borðum okkar
um stund og leiðir af sér umræðu
unt skapandi og túlkandi lista-
menn. Og þá liggur beint við að
spyrja Auði hvað sé eiginlega að
gerast inni í hausnum á listamanni,
sem túlkar listsköpun annars lista-
manns.
— Það er alveg sama hvar ég er
að spila, segir Auður, - fyrir fullan
sal eða bara eina manneskju: Ég
hugsa hvað tónlistin sé falleg og
hvað það sé gaman að spila. Stund-
um get ég allt að því hrópað: Guð,
hvað þetta er fallega samin tónlist!
En auðvitað fer þetta eftir tónlist-
inni. Ef ég spila til dæmis spænska
tónlist þá get ég séð fýrir mér sen-
jórítur. Annars hlýt ég að hafa verið
Suðurlandabúi í fyrra lífi. Ég er
með alla skapgerð Suðurlandabú-
ans og mér líður best í Suður-Evr-
ópu; það er eins og að koma heim.
Leiki ég Brahrns þá hugsa ég mér
geislahjúpinn í kringum tónskáld-
ið. Að vera ástfangin er mesti inn-
blástur sem til er: Ekki nauðsynlega
af einurn manni, heldur lífinu
sjálfu.
Skyldi Auður hugsa um sína
nánustu þegar hún spilar?
— Nei, svarar hún brosandi, þá
verður túlkunin of væmin! En í
hægum og rólegum köflum
reyni ég að hugsa um eitt-
hvao atvik úr lífí mínu eða
jafnvel atriði úr góðri
kvikmynd sem fellur að blæ tón-
listarinnar.
Við höfurn talað nær sleitulaust
um tónlist. Ætli Auður sér tónlist-
arfrík eða á hún sér einhver áhuga-
mál?
— Áhugamál? spyr Auður eins
og utan við sig. Já... ég ætla að fara
að hreyfa mig meira, ekki bara
puttana. Áhugamál? Áhugamál,
já?... Það er náttúrlega alls konar
tónlist, en þú meinar eitthvað ann-
að en tónlist? Ég hef fengið aðeins
áhuga á ljósmyndum eftir að við
Gunni kynntumst. Og ég fer stund-
urn á myndlistarsýningar, sérstak-
lega ef ég þekki listamennina sem
sýna.
Þar með lýkur upptalningu Auð-
ar á áhugamálum. Skyldi hún hafa
áhuga á matargerð eða góðum mat?
— Pasta! segir Auður og hlær. Ég
borða varla annað.
Er Auður trúuð manneskja?
— Á allt hið góða í heiminum
segir Auður án þess að hugsa sig
um. Ég trúi á nauðsyn þess að vera
góð manneskja og láta gott af sér
leiða, segir Auður Hafsteinsdóttir
fiðluleikari.H