Helgarpósturinn - 08.12.1994, Side 28
28
MORGUNPÓSTURINN VIÐTAL
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
Egill Ölafsson „Úff... dag-
unnn a mor
Það þarf ekki að kynna þennan mann
fyrir fiestum okkar en fyrir ykkur sem
hafið eytt síðastliðnum tuttugu árum á
eyðieyju þá er þetta Egill Olafsson leik-
gun
jafiivel strembinn
er
ari og söngvari. Við
tyllum okkur í vinnu-
herbergi á neðri hæð í
húsi því sem Egill og kona
hans, Tinna Gunnlaugs-
dóttir leikkona, hafa um-
breytt úr hrörlegum rúst-
um er átti að jafna við
jörðu, í eitt virðulegasta
hús miðbæjarins. í hillum
liggja bókmenntaverk eftir
helstu snillinga ritlistarinn-
ar og kassagítar stendur
úti í horni. Það er rólegur
mánudagseftirmiðdagur er
við hefjum spjall.
Egill hefur þýðan talanda og er
ekkert að flýta sér þegar hann vill
fínna réttu orðin til að leggja fram
sitt mál þannig að boðskapur hans
komist til skila. Hann er ekki uppi á
neinum stalli þegar maður ræðir
við hann, þvert á móti virkar hann
miklu frekar eins og róiegur fjöl-
cc
skyldufaðir sem og hann er.
Myndir þú segja að þú hefðir
sterkt sjálfsálit? Er það ekki nauðsyn-
legt íþínufagi?
„Jú, en samt eru þetta frekar
stellingar sem maður lærir að setja
sig í, það er nauðsynlegt í bransan-
um sem slíkum. En ég er ekki alltaf
í bransanum, ég kem heim og þá er
maður bara ósköp venjulegur. En
manni lærist að setja upp ákveðinn
skráp. Einhvers konar brynju. Þetta
er vígvöllur þar sem menn ýmist
komast af eða eru slegnir af.“
Ég heyrði það af vörum leikara að
allir þeir erfœru út í leiklistina hlytu
í fyrsta lagi að vera neurótískir eða
geggjaðir á einhvern hátt, vœru að
leita að ástúð eða viðurkenningu og
upp til hópa með minnimáttark-
ennd. Hvað finnst þér?
„Ég held að leikarar séu eins mis-
jafnir og þeir eru margir. Þú finnur
allar tegundir af fólki í leikarastétt-
inni. Flestir leikarar eru haldnir
einhvers konar þörf til að sanna sig.
Það á kannski við um alla menn.
Það blundar í sérhverjum að vilja
standa sig, að réttlæta sig með ein-
hverjum hætti. Oftar en ekki eru
leikarar fólk sem hefur áhuga á
mannlegum kenndum og eiginleik-
um. Áhugasamt um það sem er
skrítið, jafnvel absúrd í fari mann-
eskjunar. Þeir verða að hafa auga
fyrir fólki og áhuga á innréttingum
þess.“
Er eitthvað tímabil í mannkyns-
sögunni sem þú hefðir frekar kosið að
vera uppi á?
„Já, ég hef oft sagt það að ég er að
mörgu leyti miðaldamaður í mér,
miklu meiri en nútímamaður.
Miðaldir eru eitthvað sem mér
finnst heillandi. Þá var ekki einn
hlutur sem ég á erfitt með að sætta
mig við og það er þessi sérhæfmg í
nútíðinni. Ég hefði kunnað því
mjög vel að lifa í samfélögum þar
sem menn hefðu margvíslegan
starfa. Bakari gat til dæmis einnig
verið fiðluleikari sem lék í brúð-
kaupum og fékk greitt fýrir það
með korni. Verðmætamatið var
öðruvísi. En þetta hefur að ein-
hverju leyti verið mitt hlutskipti. Ég
hef verið svona eins og Svíarnir
kalla það, mongsýslari. Fengist við
ýmislegt og alltaf átt erfitt með að
takmarka mig við eitthvað eitt.
Margir spyrja mig, „hvenær ætlar
þú að fara snúa þér fyrir alvöru að
Ieiklist?“ Mér finnst erfitt að ein-
skorða mig við eitthvað eitt.“
Því er nú jafnan skotið að manni
að ef maður sérhœfi sig ckki og sé
með of mörg járn í eldinum þá geri
maðurfátt vel í staðinn.
„Ég er alveg tilbúinn til að hlusta
á það, en það breytir ekki mínu
eðli. Maður verður líka að hugsa
þannig að það er oft betra að halda
sönsum en ná árangri."
í hverju sefur þú?
„Engu.“
Er guð til?
„Já. Innra með sérhverjum er vit-
und um guð.“
Ást eða peningar?
„Ást, og sækja kraft sinn sem
mest út á ódáinsakurinn."
Þú komst þér í gegnum þetta, en
þá; peningar, kynlíf eða völd?
„Jahá. Já. Peningar geta þýtt vald,
ekki satt? Völd geta þýtt peningar,
kynlíf getur líka svo sem þýtt vald.
Þannig að ég myndi velja pening-
ana. Það er kannski hægt að lifa án
kynlífs en það er ekki hægt að lifa
án peninga. Það er ekki hægt að lifa
á ódáinsfæðunni einni saman.
(Spurningin gerir líka ráð fyrir að
eitt af þessu þrennu sé valið, úff!)“
Ertu feiminn?
„Já. Hef alltaf verið feiminn.
Bæði við sjálfan mig og aðra. Fyrst
og fremst við sjálfan mig. En ég hef
tekist á við mótsagnir í sjálfum
mér, annars vegar hina „meðfram-
veggjumsjúklegu“ feimni og hitt,
þörfina fyrir að brjótast út úr eigin
helsi, upp út til ljóssins, ögra sjálf-
um sér, standa ískalt og rólega upp í
íjölmenni og byrja að tala og þá að
syngja.“
Hvar sérðu sjálfan þig eftir svona
tíu ár?
„Úff...Ég kem mér hjá því að
hugsa svo langt. Dagurinn á morg-
un er jafnvel strembinn.“
Hefur frœgðin breytt þér?
„Nei, ég er þekktur á þessum litla
bar — Islandi — þar sem aliir eru
meira og minna nafntogaðir. Ég er
einn af þeim og þeir eru ég.“
Hvað er það algengasta að fólk
misskilji við Egil Ólafsson?
„Að ég sé montinn og hrokafull-
ur þegar ég er að reyna að halda
höfðinu frá smásmugu og skít.“
Sérðu eftir einhverju?
„Já ég sé eftir mörgu. En ég held
ég sé búinn að læra að lifa með því
og sumt af því sem ég sé eftir er far-
ið að lifa sinu sjálfstæða lífi, hefur
líka dáið, gleymst og hverfur með
tímanum.“
Baldur Bragason