Helgarpósturinn - 08.12.1994, Qupperneq 29

Helgarpósturinn - 08.12.1994, Qupperneq 29
Meistarastykki Olympia ★ ★★★★ Sigurjón Kjartansson hefur verið fyrirferðarmikill í „framsæk- inni“ tónlist undanfarinna ára. Hann var annar meginása rokk- sveitarinnar Ham og sömuleiðis í dansbandinu Funkstrafíe. Báðar þessar sveitir eru íyrir bí, en Sigur- jón hefur sameinað það besta úr báðum og dregið saman undir merki Olympia, sem er einstak- lingsframtak hans, þó svo hann njóti vissulega aðstoðar góðra manna. Olympia verður fyrst og fremst að teljast til danssveita, en rokkhljómurinn er svo ósvikinn að Ham-aðdáendur geta tekið gleði sína á ný. Eins og tíðkast í tækni- væddri danstónlist eru hljóðgervlar alls kyns í hávegum hafðir, en Sig- urjón notar bjagaðan metal-gítar- inn mjög til þess að vega upp á móti. Off á tíðum er hann í raun ekki fjarri því sem þýska bandið Die Krupps hefur ástundað. Þetta væri þó bara útsetninga- leikfimi ef ekki kæmi til það sem gerir Olympia einstaka. Rödd Sig- urjóns er nefnilega aðalhljóðfærið og hann nýtir magnþrungna og fal- lega bassarödd sína til fullnustu. Lagasmíðarnar eru allar með tölu fyrirtakspopplög, en með mónú- mental útsetningum og drynjandi rödd umvefur hann tónlistina got- nesku myrkri, líkt og rómantíkerar síðustu aldar voru alltaf að reyna að strá í kringum sig. Afurðir þeirra virka hins vegar oftar en ekki hjá- kátlega, en tónsmíðar Sigurjóns stórfenglega og skemmtilega í senn, því hann leikur sér að þessu án þess að stíllinn flækist fyrir honum. Til þess að þetta fari nú ekki fram hjá nein- um eru textarnir svo dá- samlega banal að engu tali tekur. Auðvitað heyrast klisjur eins og í öllu poppi, en jafnvel þegar þær eru annars vegar á Sigurjón það til að leika á hlustand- ann og taka til við frasa, sem menn eiga fremur að venjast í ldassík en poppi. Helsti galli þessarar skífu er hvað hún er stutt, ekki nema um 45 mínútur. Hún mætti vera miklu lengri og til dæmis hefði verið í góðu lagi að láta lagið „Hvert sem er“ fylgja með, þó svo það sé á ís- lensku, en það kom út á Lýðveldisdiski Smekk- leysu í sumar. Það er ekki oft sem út kemur danstónlist á ís- landi, sem jafnframt er þess virði að hlusta á heima í stofu; helst að Todmobile og niðjar hennar hafi framleitt slíkt. Hér kveður hins vegar við nýjan tón á stórglæsilegan hátt og það sem meira er, platan er þrælskemmtileg. Andrés Magnússon Hvort sem menn fíla rokk, klassík, popp eða danstónlist er þetta skífa við þeirra hæfi. Hún er bæði frumleg og skemmtileg, sem er ekki algengt þessi jólin. Metsölubókin Þú missldlur mig er eftir bandarisku m \ málvísindahmuna Deborah Tannen ogftallar hún t \ áfrœðandioglifandiháttumhiðþekktavanda- \ mál fy’njanna: tjáskiptin. Tannen útskýrir með j dœmum úr hinu daglega lífi hvemig og hvers vegna konur og karlar misskilja hvort annað. I Þú misskilur mig er bók um málejhi sem kemur / öllum við og allir œttu að velta rœkilega fyrir sér. / Þetta er nauðsynleg bókfyrir þá sem vilja bæta / samskipti sín við hitt kynið. y' „Afarþaift innlegg í hina sígildu umrœðu um JÉttr samsldpti kynjanna.'' Guðrím Egilson, Nytt lif. ÆjMl „ Gem œtti Þú missMur mig að sMdulesningu 11 fyrirknrlaístjómmálum.“EyjólfurSvemsson, f 1 aðstoðarmaðurforsœtisráóherra, áfimdi um I jafhréttismál. „Á blaðsíðum bókarinnar sjá lesendur hvað l eftir annað samrœður og misskilning sem þeir \ þekkja úr eigin lífi.“ San Francisco Chronide. \ ALMENNA BÓKAFELAGIÐ alMenna BÓKAFÉLAGIÐ pm& m&m &m fóffi wmí íþjónustu forsela og ráðherra segir Birgir Thorlacius á sérlega skemmtilegan háttfrá fólki sem hann kynntist og skringilegum atburðum sem gerðust á þeim 50 árum sem hann starfaði í Stjómarráði íslands. b Birgir vann með og kynntist vel sjöforsœtisráðherrum og K V. tveimurforsetum; hann varð náinn vinur sumitt en var “ öndverðum meiði við aðm. Á staifsvettvangi Birgis Q gerðistfjölmaigt sem ekki var á allm vitorði, en ; hann segir núfráá sinn sérstceða hátt. Um Bjama Benediktsson: „Rœddum við stðan málin vinsamlegaogskildum kurteislega að sjálfsögðu, en hvorugur mun hafa saknaó hins til muna. “ dþsS ÓlafurThorsviðbílstjómsinnsem tekinn var ölvaður við akstur: ,Nú verður annar okkar að hætta að drekka. ‘ N Ú E R RÉTTI TÍMINN TIL A Ð FÁ SÉR GSM FARSÍMA um helgar! í desember og janúar gefst GSM farsímaeigendum kostur á að hringja gjaldfrjálst um helgar.* Tilboðið gildir frá 10. desember 1994 til 29. janúar 1995 á tímanum frá kl. 20:00 á föstudagskvöldum til kl. 08:00 á mánudagsmorgnum. PÓSTUR OG SÍMI GSIiD' *Tilboðið á ekki við um símtöl til útlanda eða í Símatorg. Símtöl í GSM farsímakerfið úr venjulegum síma eru gjaldfærð á venjulegan hátt.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.