Helgarpósturinn - 08.12.1994, Qupperneq 30

Helgarpósturinn - 08.12.1994, Qupperneq 30
30 MORGUNPÓSTURINN MENNING FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 „Sælar konur. Ég er 34 ára gamall maður. Ég er hávaxinn, dökkhœrður og alveg bráðmyndarlegur. Ég tel mig vera gæddan ýmsum kostum, ég er traustur, heiðarlegur, rómantískur og barngóður. Ég er vel menntaður og ígóðri vinnu, og bara tiokkuð vel stæður. í rauninni skortir ekkert í líf mitt nema ástina og er ég að vonast til að þetta símtal leiði mig á vit hennar. Ef þú ert myndarleg kona á aldrinum 25 til 35 ára ýttu þá endilega áiog kannski verðurþað upphafið að yndislegu ævintýri. Fullutn trúnaði að sjálfsögðu heitið. Takkfyrir.“ Það er beðið eftir þér á Stefnumótalínunni 90 mínútan Spáð í spilin — hvaða matur á við hvern? Hangikjöts- & rjúputýpur Einhvers staðar segir að maður- inn sé það sem hann étur og matur- inn er vissulega í öndvegi á að- fangadagskvöld sem nálgast með ofurhraða. MORGUNPÓSTURINN hringdi í matreiðslumeistarann Úlfar Eysteinsson og fékk hann til þess að persónugera hefðbundna jólarétti. Svo var skotið út í loftið — hvaða réttir eigi við hvaða per- sónur (sem valdar eru af handa- hófi) í ljósi opinberrar ímyndar. Rétt er að undirstrika að ekki er vit- að hvað viðkomandi hefur á jóla- borðinu sínu en ef einhver telur sig vera hangikjötskarl en reynist vera rjúputýpa, þá væri nú kannski rétt að endurskoða matseðilinn. HANGIKJÖT Þetta er týpískasti, íslenski rétt- urinn sem til er í sambandi við jóla- mat. Hann er ekki föðurlandsvinur sem ekki borðar hangiket á jólun- um, segir Úlfar. Hangiketið er rétt að bera fram kalt í þunnum sneið- um og gefa með því uppstúf krydd- að með múskati. Laufabrauðið er engin spurning, grænar orabaunir (mjölmiklar og mjúkar — önnur stærsta útflutningsvaran okkar um jólin og er að berjast við ópalið og prins pólóið) og rauðkál. Sá sem liefur liangikjöt á sínum borðum er hefðbundinn í háttum, heldur í gömul gildi, kannski ekki gamaldags en allt að því. HANGIKJÖTSTÝPUR Magnús Bjarnfreðsson Sigrún Stefánsdóttir Ólafur G. Einarsson Steingrímur J. Sigfússon Eggert Haukdal Skúli Gautason Ólína Þorvarðardóttir Heimir Steinsson Mörður Árnason Ólafur Skúlason Regína Thorarensen Silja Aðalsteinsdóttir HAMBORGARHRYGGUR Þeir sem borða hamborgarhrygg gera það gjarnan í fimmtán ár í röð, þetta er það góður jólamatur, létt með farinn og traustur. Meðlætið: Rauðvínssósa og sykurbrúnaðar kartöflur ganga yfirleitt vel í fólk ásamt dönsku hefðinni að vera með aspasuppstúf og vegur á móti salt- bragðinu. Sá sem hefur svínakjöt á sínum borð- um er traustur og leggur áherslu á það að hlutimir séu á sínum stað. Ekki týpan sem sœkir vatnið yftr læk- inn og vill liafa sitt á þurru. HAMBORGARHRYGGSTÝPUR Davíð Oddsson Ari Gísli Bragason Ólafur Ragnar Grímsson Jóhanna Sigurðardóttir Magnús Ver Sverrir Hermannsson Björn Bjarnason Eggert Skúlason Þórunn Gestsdóttir Hörður Sigurgestsson Örn Árnason Halldór Ásgrímsson RJUPUR Rjúpan er millistétta- og há- stéttajólamatur ásamt veiðimanna- fjölskýldum. Þeir sem borða rjúpu á jólunum gera það alla ævi, þeir breyta því ekki nema þeir giftist á skjön inn í aðra fjölskyldu sem hef- ur ekki rjúpu á jólahlaðborðinu og það lyftist ekki brúnin á viðkom- andi fyrr en hann kemst heim til mömmu til að narta á rjúpuleifun- um heima. Með rjúpu vill Úlfar bera fram sósuna sem ber máltíð- ina uppi, villiberjasósu með títi- berjum, gráðosti og rjóma. Með þessum rétti er oftast borið fram Waldorfsalat; mjög smátt söxuð sellerírót (sem er soðin), eplum, hnetukjörnum og majonesi, sítróna og pínu rjómi, þá er uppskriftin komin. Kartöflur oft sykurbrúnað- ar eða pönnusteiktar. Sá sem hefur rjúpur á sínum borðum hefur til að bera snert af nýjungar- gimi í bland við hefðbundinn hugs- unarhátt, er fyrir áhœttu en þorir þó ekki oflangt. RJÚPUTÝPUR Edda Heiðrún Backman Rósa Ingólfsdóttir Carl J. Eiríksson Össur Skarphéðinsson Diddú Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Valgerður Matthiasdóttir Valdimar Örn Flygenring Tómas Ingi Olrich Valgeir Skagfjörð Kristín Ástgeirsdóttir Helgi Pétursson Helgi E. Hclgason Halldór Guðmundsson KALKUNN Kalkúnninn er uppajólamatur- inn og þar vill hinn ungi uppi standa með hnífinn og stálið og sýna hvað hann er klár eins og í Varið í bíó með Aqli amerísku myndunum frá í thanks giving, sýna veldi sitt, líta niður á borðgesti og skammta þeim á disk- ana. Stöffmgið er þungamiðjan í matreiðslunni, væta aumingja- brauð í rjóma og hakka hjörtu og lifur samanvið og rista beikon í litl- um bitum ásamt lauk, krydda með maríom, timian og oregano eftir smekk. Síðan má bæta salti eða ör- litlum kjötkrafti. Tvö egg út í það. Gott að eiga stöffmg í formi þannig að það sé hægt að eiga til hliðar líka. Svo er það ameríkan graví, maískorn er gefið með og það grænmeti sem til er ferskt, ristaðir sveppir, steiktar gratíneraðar kart- öflur passa einnig vel með. Sá sem ber fram kalkún á aðfanga- dagskvöld er nýjungagjarn og stefnir fram á við. Gallinn er sá að þetta er karakter sem ekki virðir reynsluna og verðurþví oft á. KALKÚNATÝPUR Friðrik Sophusson Hans Kristján Árnason Friðrik Weisshappel Jón Óttar Ragnarsson Leoncie Hermann Gunnarsson Bergþór Pálsson Heiðar Jónsson Páll Óskar Ilannes Hólmsteinn Guðmundur Árni Stefánsson Ásgeir Hannes Davið Scheving JBG PS. Rétt er að taka fram að Úlfar átti engan þátt í að ákvarða hver er hvaða týpa. Fimm stjörnur í Prövdu Gangið niður dimma ganga kvíkmyndahúsanna með Agli Bióborgín Sérfræöingunnn The Specialist ★ Gengur út á aó sýna líkamsparta á Stone og Stallone. Þeir hafa margt til sins ágætis en sólgleraugun eru best. I blíðu og stríðu When a Man Loves a Woman ★★ Nákvæm og afarlöng lýsing á alkóhólisma ívæmnum thirtysomething-stii. Fæddir morðingjar Natural Bom Killers ★★ Boðskapurinn erað Am- erika sé gegnsýrð af ofbeldi. En Oli- ver Stone er ekki siður hugfanginn af ofbeldinu og hinir. Bionoilin Villtar stelpur Bad Girls ★ Þrjár flott- ar dömur og eitt bimbó í villta vestr- inu. M. Butterfly ★★ Mynd eftir Cronen- berg en berþess samt engin merki, heldur er þetta fremur þyngslaleg lýs- ing á stóreinkennilegu ástarsam- bandi. Skýjahöllin ★★ Fyrirbörn sem gera ekki miklarkröfur um persónusköpun. Leifturhraði Speed ★★★ Keanu Ree- ves er snaggaralegur og ansi sætur. Sannar lygar True Lies ★★ Schwarzenegger kann ekki að dansa tangó en finnur ótal brögð til að nið- urlægja konuna sina. Háskólabíó Heilagt hjónaband Holy Matrimony ★ Ein lítil hugmynd sem reynt er að treina með annarri ennþá minni. Daens ★★★ Örsnauður öreigalýður lætur iðnbyltingarkapítalista fara illa með sig. Gamaldags sósíalrealismi en á köflum áhrifarikur á að horfa. Mynd sem hefði fengið fimm stjörnur ÍPrövdu. Blown Away íloft upp ★★ lllmennið er besta lýsing á IRA-manni sem hef- ur sést i kvikmynd. Þrir litir: Hvitur Trois couleurs: Blanc ★★★★ Mynd sem segir frá þvi hvað er mikill vandi að vera mað- ur, og vandar sig við það. Bein ógnun Clear and Present Dan- ger 0 Strákar, passiö ykkur ef þið Daf.ns HAsköi.abíö ★★★ Bakkabræður I ParadIs Regnboginn ★ Það er haft fyrir satt að Karl Marx hafi reist kenningu sína á því að falsa tölur um lífskjör verka- manna í spunafabríkkum í iðnað- arhéruðum Englands. Marx hag- ræddi tölunum þannig að þær sýndu að líf verkafólks varð ömur- legra og ömurlegra, meðan iðju- höldar urðu ríkari, feitari og gráð- ugari. Af þessu dró Marx þá niður- stöðu að það væri sögulega óhjá- kvæmilegt að fljótlega brytist út bylting, öreigarnir tækju völdin og borgarastéttin fengi hvergi að þríf- ast. Staðreyndin var hins vegar þveröfúg. Líf verkamanna skánaði frekar en hitt; á endanum var það orðið svo sæmilegt að vonlítið var að teyma neinn út í byltingu nema á asnaeyrunum. Ekki það að líf alþýðu á tíma iðnbyltingarinnar hafi verið sælt eða fagurt. Fyrir mörgum árum kom ég á safn í þýsku borginni Es- sen sem helgað var sögu þessa tímabils í Ruhr-héraðinu. Þar voru líkön, sum í fullri stærð, af skítug- um verksmiðjusölum og djúpum námapyttum þar sem börn, konur og karlar þræluðu í sagga og ólofti innan um maskínur sem með vél- kjöftum sínum sátu um líf þess og limi. 1 svona umhverfi gerist belgíska bíómyndin Daens. Þetta er afar gamaldags sósíalrealismi, það er alveg víst að hún hefði fengið fimm stjörnur í Prövdu, þótt mér finnist eins og meira að segja Sov- étmenn hafi verið hættir að gera svona myndir áður en yfir lauk. Verkamennirnir eru góðir og hjartahreinir, séu þeir það ekki er það vegna einhvers misskilnings eða vegna þess að þeir hafa verið rændir allri mannlega reisn. Kapít- alistarnir eru slægir eins og högg- ormar; þeir svífast einskis til að hafa af alþýðunni brauðið, æruna og líftóruna. Söguhetjan, klerkur- inn Adolf Daens, er hugumstórt hetjumenni sem þarf að gera upp hug sinn milli kirkju og verkalýðs. Auðvitað velur hann rétt og á end- anum gengur hann hnarreistur í fararbroddi verkamanna — var það ekki kallað að vera með storm- inn í fangið? Máski er þetta einfalt, en það er ekki lélegt. Myndin er geysifallega tekin, í senn stór í sniðum og stíl- hrein, og músíkin er fjarska áhrifa- rík. Á köflum nær þetta næstum að verða hrífandi, þegar kvikmynda- vélinni er lyft upp með krana og hinn snauði lýður þrammar í fylk- ingu — það liggur við að manni svelli móður. Ætli einhver að reyna að pína sig í jólastemmningu er Regnboginn tæplega rétti staðurinn. Bakka- brœður í Paradís verða þess varla valdandi heldur að neinn glati jólastemmningunni sem hana hef- ur fúndið á annað borð — myndin skiptir í rauninni engu máli til eða frá. Þrír seinheppnir smákrimmar ræna banka í fyrirmyndarsmá- bænum Paradís. Þar eru allir svo frábærlega góðir að bófarnir sjá villu síns vegar áður en jólin eru liðin hjá. Heitir það ekki andi jól- anna? Fyrst hann virkaði á Ebenez- er Scrooge á hann ekki í miklum vandræðum með að leggja þessi smámenni að velli. -Egill Helgason ætlið að bjóða stelpu á þessa mynd. Þið megið vita að hún fer út i hléi og þið sjáið hana aldrei framar. Forrest Gump ★★★★★ Annað hvort eru menn með eða á móti. Ég er með. Næturvörðurinn Nattevagten ★*★ Mátulega ógeðsleg hrollvekja og á skjön við huggulega skólann í danskri kvikmyndagerð. Fjögur brúðkaup og jarðarför Four Weddings and a Funeral ★★★ Breska yfirstéttin makar sig í ágætri kómedíu. Hugh Grant er sjarmerandi hjálparvana og konur vilja bjarga hon■ Laugarásbío Gríman The Mask ★★★ Myndin er bönnuð innan tólfára og þvítelst lögbrot að þeir sjái hana sem hafa af henni mest gaman — tíu ára drengir. Ögrun Sirens ★★ Hugh Grant er sætur og þarna eru líka sætar stelpur sem eru tit íað fara úr fötunum. Regnbogrnn Bakkabræður i Paradís Trapped in Paradise ★ Jólamynd sem kemur varla neinum íjólaskap en tekst sennilega ekki að eyðileggja það heldur. Reyfari Pulp Fiction ★★★★★ Tar- antino er séni. Undirleikarinn L'accompagnatrice ★★ Aðaltilgangurinn erað láta leikar- ann frábæra, Richard Bohringer, hitta fallega og svarteygða dóttur sína, Romane. Lilli er týndur Baby’s Day Out ★ Verst að óheppnu þrjótarnir eru ekki vitund fyndnir. Allir heimsins morgnar Tous les matins du monde ★★★ Músikin er falleg, en myndin ekki annað en kvik- mynduð skáldsaga. Svikráð Resevoir Dogs ★★★★ Frá- bært blóðbað þarsem smákrimmar eru fáránlega alvörugefnir mitt íallri dellunni. Sögubió Sérfræðingurínn The Specialist ★ James Woods er svo góður sem vondi karíinn að maður kemst ekki hjá þvíað halda með honum. Stjörnubio Einn, tveir, þrír Threesome ★★★ Allt snýst um uppáferðir og er fullt af gatsa og laust við tepruskap. Möst fyrir karla og konur á aldrínum 14 til 20. Þaö gæti hent þig It Couid Happen to You ★★ Ríkt fólk heldur að ástin veiti lifshamingju en fátæklingar vita að það eru peningar. Biódagar ★★★ Margt fallega gert en það vantar þungamiðju. Flóttinn frá Absalon Escape from Absalon 0 Voru þeir ekki hættir aö sýna þessa?

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.