Helgarpósturinn - 08.12.1994, Side 31

Helgarpósturinn - 08.12.1994, Side 31
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MENNING 31 í KRABBAMEINSFEL VEITTU STUÐNING I þetta sinn voru miðar sendir konum, á ^ldri, lum 23ja - 75 ára. Við þökkum öllum þeim sem þegar hafa borgað miöana og minnum hiná á jbðan málstað og verðmæta vinninga Greiða má í banka, sparisjóði eða pó'stafgreiðslu til hádegis á aðfangadag jóla. Vakin er athygli á því að hægt er að borgímieö greiðslukorti (Visa, Eurocard). Hringiö þá í síroa~(9<1) 621414. í ^fflte Hver keyptur miði eflir sókn og vörri gegn krabbameini! krrtik íslenskt kýrkjöt ogpakkasúpa LAGSINS 1994 -VERTU MEÐ! 75 ára. Við þökkum öllum þeim Sýn Listasafn Kópavogs SaMSÝNING 3. DES.-18. DES. ★ ★★★★ Listamennirnir eru á röltinu og það er margt skrafað á kaffihúsum og vinnustofum félaganna, eða þá að þeim tekst að kveikja hver í öðrum, þegar svo ber undir, með brennivín- inu og gerast þeir þá opinskáir og láta ýmislegt flakka; — sem þeir ein- ungis geta fóðrað seinna með blackouti eða stundarbrjálæði. Gagnrýnandinn er svo álengdar í miðilshlutverkinu; hann gerir sér mat úr skeggræðunum og gefur þá stundum listamönnunum kost á að lesa það á prenti sem borið hefur á góma um þá sjálfa í skrafi félaganna. Þetta miðils- og þýðingarstarf getur stundum verið vanþakklátt því hið viðtekna viðkvæði listamannanna er: „Ég hef nú mínar skoðanir á listinni og listamönnunum, en ég hef aðrar leiðir við að koma þeim á framfæri en í ræðum og fyrirlestrum eða á prenti; en sérstaklega er allt mitt vit best geymt í verkunum mínum.“ Margt ætti því að vera skrafað um sýningu sex af fremstu myndlistar- konum þjóðarinnar, sýningu sem sett hefur verið þrisvar upp í þremur löndum. Við fyrstu sýn eru ein helstu tíðindin við þessa sýningu þau að fyrir henni er skrifaður sýningar- stjóri sem þó er karl en telst trúlega slíkur kvenréttindamaður að hann er jafnan hafður efstur á blaði enda er hann málpípa kvennahópsins, eins og haninn er í sínum hópi. Sýningar- stjórum er jafnan mikill vandi á höndum þegar setja á saman trú- verðuga samsýngu. Á þemað að vera annað kynið, kynjajafnræði, hjón, barna- og fjölskyldufólk, lesbíur og hommar, sami aldur eða mismun- andi kynslóðir, sama þjóðerni eða fúlltrúar mismunandi þjóða, þeir sem mála eða gera tvívíð verk, þeir sem gera þrívíð verk, þeir sem nota blandaða tækni, innísetningar og gerninga, framúrstefnumenn eða íhaldið, þeir sem gera bestu verkin með hvaða tækni sem er, gæðablóð og hjartahreinir, jaðarmenn og þjóð- legir, þeir sem eru öðru hvorum megin við núllpunktinn, heimsfræg- ir eða dauðir, klíkur, kunningjar og vinir, þeir sem eru utan félaga eða þá í Nýlistasafninu, FÍM, SÍM, NKKK, NKF, MHÍ eða KFÚK, og svo fram- vegis? Já, vandinn er mikill og starf sýningarstjórans er erfitt, og því þeim mun meiri fögnuður yfir að sjá nú sýningarstjórann sigla fimlega í örugga höfn með átakalausu leiðar- stefi: íslenskar konur á sama aldri sem allar búa í sama hverfinu í Reykjavík og sem jafnframt eru hneigðar til myndlistariðkunar. Þetta minnkaði úrtakið svo mikið að sýningarstjórinn þurfi ekki að velja neitt, heldur bætti fremur einni konu við sem var utan hverfis og ára- tug yngri til að dylja hina sjálfgefnu vinnuaðferð fyrir öðrum sýningar- stjórum. Það þarf svo ekki að geta þess, að allar þessar konur hafa á undanförn- um árum sýnt bæði heima og er- lendis, líklega væri vissara áður en langt um líður fyrir konurnar að taka upp eins atkvæðis listakonunöfn því það er ekkert vit í því að láta heims- frægðina daga uppi upp í útlending- unum sem koma ekki nöfnunum út úr sér. Þarna sýnist mér komið enn eitt verkefnið fyrir sýningarstjórann, ef vel gengur verða konurnar kannski allar orðnar óþekkjanlegar en auðveldar í ffamburði þegar sýn- ingin verður sett upp í fjórða sinn. En gagnrýni sem minnist ekki á verkin og höfúndana er engin gagn- rýni. Hvað veitir sýning sem ber nafnið „Sýn“ innsýn í, spyrja nú hverjir aðra? Ráðhildur Ingadóttir sló fýrst í gegn fyrir nokkrum árum með sýn- ingu sinni í Gallerí einn einn, þaðan lá leiðin í Nýlistasafnið þar sem hún kvaddi sér hljóðs sem skúlptúristi í blandaðri tækni með því að sýna inniskóna sína. Nú sýnir hún verk byggð á huglægu rými þar sem hún leggur jöfnum höndum útfrá plat- ónsku ári og Seríoshringjum. Ekki er laust við gamansemi af hálfu Ráð- hildar nú þar sem hún kallar verk sitt „Aðdráttarafl“. Form Svövu Björnsdóttur verða til við guðlegan innblástur. í stað þess að mála blandar hún litadufti út í pappa- massann steypir síðan í mót, þannig verða verkin bæði þung og létt í senn með margvíslegar skírskot- anir bæði inn á við og út á við. Verk Sólveigar Aðal- steinsdóttur eru gjöful, svaiandi . og spennandi, enda hefúr hún breytt sýn okkar á ruslið sem hún end- urvinnur á huglægu plani en sýnir svo í hlutlægu plani og gerir að síðmódernísk- um rýmisverkum þar sem hún klæðir svampinn í prjónanærboli. Huldu Há- kon þarf vart að kynna þar sem hún fetar einstigið milli heimslistar og heimalistar með sitt Gagn og gaman í höndum. Vegir listarinnar eru órannsakanlegir, eða eins og hún segir: „í Ástralíu var mér sagt að ég ætti að fara til Grikklands, því Grikkir væru hrifnir af nor- rænum konum.“ Guðrún Hrönn er með ljóðrænt út- spil sem kemur ffam í sam- runa hugmyndalistar og formhyggju. Hún nálgast listina ekki sem húsgagna- smiður heldur sem verkleg- ur djúphugsuður og stend- ur nú uppi með forláta skáp og ljóstýru í krukku og hillu með kögri. Inga Þórey glímir kannski við verðug- asta verkefnið.sem er sam- runi sæðisfrumna og brjóst- sykurs með skírskotunum í liti, Ijós og iandslag. Kannski bera skynrænar til- finningar og sögulegar skír- skotanir verkanna, innan þanþols hinnar síðmóder- nísku heimsmyndar sem breytir sýn okkar á raun- veruleikann, vott um að skottið á sæðisfrumunum sé aldrei langt undan. Is- lenskt kýrkjöt og pakkasúpa hefði því verið vel við hæfi á opnun. Sigurður Hall hefði séð um kjötið, en Halldór og konurnar kunna vafa- laust tökin á pakkasúpun- um. Það er því ekkert annað effir en að segja verði ykkur að góðu — ekki er að efa að ekki hefði staðið á gestun- um. Hannes Lárusson Imyndið ykkur að þið sé- uð stödd á íslandskynn- ingu þar sem Sigurður Hall fer á kostum í kýr- kjötinu en Halldór B. Runólfsson eldar nor- ræna pakkasúpu af jafn mikilli snilld. Veislu- borðið er hlaðið: skyn- rænar tilfinningar, verk- leg djúphugsun, síðmó- dernískt þanþol, sögu- legar skírskotanir sem breyta raunveruleikan- um... — En kannski hef- ur soðið upp úr pottun- um... Hin opinbera stjörnugjöf er fimm en á röltinu ein. Fyrir áhuga- sama eru uppskriftimar í Gagn og gaman. I Bankabókinni fen lesandinn á bak við tjöldin í peningastofnunum landsins í fylgd með Nóra, sögu- manninum ún „Kolknabbanum", og faen m.a. að gægjast inn þan sem útvalin stórmenni á þneföldum náðhennalaunum sitja í góðu yfinlæti við að ákveða vexti, venðbætun og þjónustugjöld handa þén að bonga. Nóri fer á kostum og frændfólk hans er ekki að skafa utan af því frekar en fyrri daginn. Vissin þú að útlánatöp síðustu þniggja ána jafngilda venðmaeti allnan byggðan í Bneiðholti? Vissin þú að Seðlabankakónguninn van sömuleiðis stjónnanformaðun þess fynintaekis sem sló metið i tapnekstni á íslandi 1 SS3 og skuldan meina en allun íslenski sjávanútveguninn samanlagt? Bókaútgáfan Fax: 2 ~75 1 A HVÍTA HÚSIÐ / SlA

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.