Helgarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 32
32
MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
Jólakúlur og
sápukúlur
Leikhúsin virðast komin í jólafrí og
engar sýningar verða á stóru svið-
unum fyrr en um jól, utan tveggja
uppseldra sýninga á Verdi-óper-
unni og aukasýningar á Dóttur
Lúsífers í ÞJóðleikhúsinu. En „-
litlu“ leikhúsin halda sínu striki.
Hinn frábæri Kirsuberjagarður
verður sýndur þrisvar um helgina
hjá Prú Emilíu og Kaffileikhúsið
býður upp á næst síðustu sýningu á
Sápu eftir Auði Haralds föstudag-
inn 9. des. Þar leysir Edda Björg-
vinsdóttir Erlu Ruth Harðardóttur
af þar sem „sápu“kúla hennar er
við það að springa eins og segir í
skemmtilegri fréttatilkynningu frá
Hlaðvarpanum. Óléttar leikkonur
eru víst ekki óalgengar í leikhúsun-
um; fýrir sléttum 17 árum, þann 9
desember 1977, fór Edda Björgvins
einmitt beint úr uppklappi í Nem-
endaleikhúsinu og uppá fæðingar-
deild.
Enginn skuggi enn
Hinn áhrifamikli léikjráttur um
sifjaspell og afleiðingar þess, Þá
mun enginn skuggi verða til, eftir
Björg Gísladóttur og Kolbrúnu
Ernu Pétursdóttur hefur verið
sýndur víða um land á vinnustöð-
um og hjá félagasamtökum. Vegna
mikillar aðsóknar verða fýrstu tvær
„opnu sýningarnar“ í Kaffileikhús-
inu í Hlaðvarpanum fimmtudag-
ana 8. og 15. desember. Möguleiki á
umræðum eftir sýningu. Rétt er að
geta þess að sýningin er ekki við
hæfi barna. Leikkona er Kolbrún
Erna en leikstjóri Hlín Agnarsdótt-
ir.
Fimmtudagur
Vald örlaganna ★ ★★★ (Jónas Sen)
Næstsiðasta sýning og uppselt.
Þjóðleikhúsið kl. 20.00
Dóttir Lúsifers ★★★★ (Margrét
Örnólfs). Aukasýning. Þjóðleikhúsið,
Litla sviðið kl.20.30
Hárið ★★★★
íslenska óperan kl. 20.00
Trítiltoppur ★★★ Barnaleikrit.
Möguleikhúsið kl. 10.00 og 14.00
Þá mun enginn skuggi verða til
Leikverk um sifjaspell.
Kaffileikhúsið i Hlaðvarpanum kl.
21.00
Föstudagur
Kirsuberjagarðurinn ★★★★
Frú Emilia Leikhús kl. 20.00
Trítiltoppur ★★★
Möguleikhúsið kl. 10.00 og 14.00
Hárið ★★★★
íslenska óperan kl. 24.00
Sápa eftir Auði Haralds.
Kaffileikhúsið i Hlaðvarpanum kl.
21.00
Laugardagur
Vald örlaganna ★★★★
Þjóðleikhúsið kl. 20.00
Kirsuberjagarðurinn ★★★★
Frú Emilía Leikhús kl. 20.00
Trítiltoppur *★★ Örfá sæti laus.
Möguleikhúsið kl. 15.00
Hárið ★★★★
islenska óperan kl. 24.00
Sunnudagur
Trítiltoppur ★★★
Möguleikhúsið kl. 14.00 og 16.00
Kirsuberjagarðurinn ★★★★
Frú Emilia Leikhús kl. 20.00
Eitthvað ósagt eftir Tennesse Willi-
ams.
Kaffileikhúsið i Hlaðvarpanum kl.
21.00
ú í öllum jólaplötuútgáfuslagn-
um er toppurinn að komast í
Hemma GuNN en það er ekki öllum
gefið. Útgefendur og popparar
leggjast á hnén og Hemmi sjálfur á
fullt í fangi með að hlusta á allt það
efni sem honum berst í hendur.
Glöggir menn hafa tekið eftir því að
hljómsveitir á vegum Smekkleysu
sm/hf hafa vart sést á efnisskránni í
■ Doktorinn má ekki drepast hjá Hemma Gunn
Hemma. Undantekningar á þvi eru
Bogomil Font og PAll Óskar.
Þetta hefur verið rakið til þess að oft
eru þetta skrítnar hljómsveitir sem
eiga lítið erindi við hinn venjulega
Íslending og einnig hefur verið bent
á það að gimsteinninn í útgáfumál-
um Smekkleysu, Sykurmolarnir,
létu aldrci svo lítið að verða við því
að koma fram í þættinum þrátt fyrir
að vilji væri fýrir því hjá Hemma.
Hljómsveitin Unun er að gefa út
disk um þessar mundir og sam-
kvæmt heimildum morgunpóstsins
hefur honum verið haldið að
Hemma en þá kom babb í bátinn.
Aðalmaðurinn í Unun heitir nefni-
lega Dr. Gunni og skrifar fjölntiðla-
gagnrýni í MORGUNPÓSTINN. Þann 17.
nóvember birtist pistill um þáttinn
Á tali sem fékk eina
stjörnu og komment á við
„í raun hefur þessi þáttur
verið dauður í mörg ár og
fyrir þrjósku verið haldið
gangandi með blóðgjöf og
rafstuðum. Það er stórund-
arlegt að það sé ekki löngu
búið að taka hann úr sam-
bandi. Það væri líknar-
morð.“ I ljósi þessa þarf
ekki að koma á óvart að
þegar það kom til tals að
Unun væri í Á tali þá hafi
Hemmi sagt eitthvað á þá
leið að hann vildi ekki
bera ábyrgð á því að Dokt-
orinn hreinlega dræpist
úr leiðindum í
þættinum...
Elísabet Jökulsdóttir um myndina af sjátfri sér Þessi manneskja gæti
verið einkabílstjóri hjá töfradrottningu. Eða leiðsögumaður í eigin fjallgöngu. Hún elskar ör-
ugglega Gullfoss. Og vildi óska þess að hún ætti tvo menn svo hún gæti horft á þá tefla. Mér
sýnist vera miklar andstæður í andlitinu; blíða, gáfur og friður og hins vegar fyrirlitning, hroki
og sorg. Það eru sennilega þessar andstæður sem gera hana svona ómótstæðilega. Hún
þyrfti að eiga tvö hús; lítinn kofa við hafið og ungverskan kastala. Hún er
á svipinn einsog henni sé nákvæmlega sama hvað allir aðrir halda um ‘
hana, þó ég viti auðvitað betur. Þessar hendur eru líka athyglisverðar, það er orka á leiðinni
þangað. Ákveðinn þreytusvipur á andlitinu gefur til kynna að hún hafi nýlega gengið í gegn-
um þrekraun og komist lífs af. Annars er það styrkurinn sem kemur mér á óvart. Mér sýnist
þessi manneskja geta allt. Ég gæti best trúað að hún geti líka grátið.
Minnsta
búð bœjarins
Á föstudaginn var opnaði að Laugavegi 8 minnsta
fatabúð í bænum. Gólfflötur búðarinnar er aðeins
15 m2 en þrátt fyrir smæð hafa eigendurnir.Agnar
Agnarsson og Daði Magnússon, gefið hennið nafn-
ið Stóri bróðir. Þeir félagar eru hvergi smeykir við
samkeppni og segja að þeir ætli að vera með föt
og aðrar vörur fyrir markhóp sem hefur verið van-
ræktur. „Við verðum til dæmis með fullt af auka-
hlutum fyrir hinn almenna hiphoppara: feitar reimar
og fleira af því tagi sem erfitt hefur verið að nálgast
hér á landi,“ segir Agnar. Drengirnir verða fyrst og
fremst með á þoðstólunum vörur frá bandarískum
framleiðendum, til dæmis Fuct, Union, Pervert og
Dorthy’s Fortress. Og innan fárra vikna verður svo
einnig hægt að nálgast alvöru gönguvélar frá Cat-
erpillar í Stóra bróður.
Agnar og Daði á lokasprettinum með að gera búð
sína klára.
Horfið á vídeó
með Siaurióni
Hjúfrið um ykkur í sófanum með Sigurjóni
Myndbandaleigan
sem gleymdist
Hin stórmerkilega vídeóleiga,
Video Hlemm, hefur verið í gangi
frá örófi alda. Hún hefur siglt gegn-
um ólgusjó stöðugra sviptinga á
vídeómarkaðnum og notað til þess
aðferð sem er mjög frábrugðin við-
skiptaháttum annarra vídeóleiga,
en hún virðist byggjast á því að vera
alltaf með sömu myndirnar á boð-
stólum. Það hafa sennilega ekki
verið keyptar inn nýjar myndir á
Video Hlernm síðan um 1982. Og
hvílíkt gósenland! Þarna úir og grú-
ir af mjög svo dularfullum mynd-
um sem fyrir löngu eru horfnar af
hinum almenna markaði. Þetta eru
myndir sem maður man eítir að
hafa séð í „den“ þegar maður var
ekki enn kominn í mútur, myndir
sem fundust á vídeóleigum sem nú
eru flestar farnar á hausinn. Þarna
standa þær enn í rykugum hillun-
um, hulstrin orðin upplituð og
manni líður eins og maður sé
staddur í tímavél, eða í yfirgefnu
síldarplássi sem allir eru búnir að
gleyma.
Óg úrvalið er með ólíkindum,
hver furðutitillinn á fætur öðrum.
Mig langar til að nefna hérna
nokkrar myndir sem ég hef tekið á
undanförnum tíu árum á Video
Hlemrn — og það er þó fullt af
myndum þarna sem vekja forvitni
mína en ég hef ekki enn komið í
verk að taka.
Blood orgy of the She devils -
Mynd gerð af sérvitringnum Ted V.
Mikaels, sem tekinn er sérstaklega
fýrir í Re-Search bókinni „Incredi-
ble strange films“.
Home Movies - Þetta er eina víd-
eóleigan í heiminum sem ég hef
rekist á þessa snilldarmynd Brian
De Palma, en mynd þessa gerði
hann með nemendum sínum í
NYU árið 1979.
The Sadist - Stórundarleg og per-
vertísk mynd um rokkhljómsveit á
tónleikaferðalagi og hinn band-
brjálaða bassaleikara, Butts, sem
kemur félögum sínurn í klandur.
Switchblade Sisters - Frábær stuð-
filrna urn alræmt stúlknagengi sem
gengur um með keðjur og hnífa og
gerir gæjana máttlausa af hræðslu.
Sigurjón Kjartansson
■Sem sagt, ef menn vilja
sökkva sér ofan í undarlegheit
og nostalgíu í svosem eins og
eina kvöldstund, þá er Video
Hlemm sannarlega rétti stað-
urinn.
Furðuhljóð og gerningar á Kjarvalsstöðum
Eins manns tríó
og Reptilicus
Hérlendis er starfandi breskt
einsmanns tríó sem heitir The
Hafler Trio. Aðalmaðurinn heitir
Andrew M. McKenzie en hann
hefur fengið þá Guðmund Mark-
ússon og Jóhann Eiríksson, Rep-
tilicusmenn sér til aðstoðar og
þessir þrír verða með tónleika á
Kjarvalsstöðum í kvöld. McKenzie
er all sérstæður tónlistarmaður sem
vinnur mikið með hljóðupptökur,
hann tekur upp hljóð um allan
heim og setur saman, ýmist með
gömlu klippitækninni eða með
tölvum. McKenzie setti til dæmis
saman verk sem hann kallar Banda-
ríska þjóðarsálin en þá tók hann
upp umhverfishljóð í ýmsum borg-
um Bandaríkjanna og skeytti sam-
an. Annað verk eftir hann táknar
frumkraftana, hann tók upp hljóð
sem sólin og hinar og þessar plánet-
ur gefa frá sér(?), skreið ofan í helli
og tók þar upp hljóð og svo fram-
vegis. Haflertríóið hefur gefið út
um þrjátíu diska og hefur þann hátt
á að hverju verki fylgir bók með
einhverjum bókmenntalegum
texta.
Reptilicus-dúettinn verður til
upphitunar og fyllir upp í Haflertr-
íóið þegar það tekur við með sínar
snældur, vídeógerninga, slæds-
myndir og upptökutæki. Að sögn
Guðmundar þá er þetta ekki í fyrsta
skipti sem þeir vinna saman, Rep-
tilicus vann plötuna „0“ með
Haflertríóið: McKenzie og Reptil-
icus-menn
McKenzie. „Við vorum bara búnir
að steingleyma tímaritinu og það
var of seint í rassinn gripið þegar
við uppgötvuðum það. En platan
og Núlltímaritið hafa ekkert með
hvort annað að gera.“
Nú standa yfir samningaviðræð-
ur við hollenska og bandaríska að-
ila um útgáfu á þessum diski er-
lendis. JBG