Helgarpósturinn - 02.01.1995, Síða 2

Helgarpósturinn - 02.01.1995, Síða 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995 h- í fyrsta lagi hann er. ef einhver stendur undir viðurnefninu „kjaftur“ annar en Guðni þá er það Jón Baldvin, annar eins fyrirtaks orðhákur og erkitýpa sem f öðru lagi þá vantar Bryndísi djobb eftir að hafa sagt af sér sem ut- anríkisráðherrafrú og það eru fordæmi fyrir því að ráða- menn stofnana setji spúsu sína á símann sem er prýði- legt fyrirkomulag og Bryndís hefur allt í það að verða brilljant síma- mær. í þriðja lagi er Alþýðuflokkurinn að þurrkast út og hvað á þá að gera við Jón Baldvin? Það sér það hver maður að ekki er sniðugt að gera hann að sendiherra og Denni er bú- inn að hreiðra um sig í Seðlabanka- stjórastólnum. Þetta er hálfgert sjálfsskaparvíti því öðrum feitum eimbættum eru kratar búnir að deila út. Rektorsstaðan er virðingaverð og þó að Jón ráði ekki við Jóku þá snýr hann borgaralega menntskæl- inga niður með vinstri, standandi á annarri löpp. í fjórða lagi þá er Jón Baidvin kúltiveraður maður og það er engin hætta á öðru en að snobbaðir MR-ingar kunni vel að meta það að Jón Baldvin, með þetta fína og velsnyrta Úffe- ellemanjensenyfirskegg og hattinn, sprangi þar um langa ganga. í fimmta lagi er hringnum lokað með þessari tilhög- un því Guðni „kjaft- ur“ er eðalkrati og foreldrar unganna í þessu sjálfstæðis- hreiðri vita af langri og góðri reynslu að með því að hafa toppinn krata fá stuttbuxnabörnin þeirra nauðsynlega stímúlasjón. Þeim lá mikið á að komast í heiminn, fyrstu börnum ársins á Is- landi. Um klukkan sjö að morgni nýársdags fæddust á Landspítalan- um tvíburar, drengur og stúlka. Þau komu í heiminn tveimur mán- uðum fyrr en áætlað var og voru tekin með keisaraskurði. Að sögn foreldranna, Sesselju Vilborgar Arnarsdóttur og Hall- dórs Más Þórissonar frá Bolung- arvík, spjara þau sig mjög vel miðað við aðstæður. Þau verða til að byrja með tengd við öndunarvélar og fá næringu í æð, auk þess sem þau eru í hitakassa. Sesselja kom með sjúkraflugi frá Bolungarvík fyrir tveimur vikum því allt útlit var fyr- — ir erfíða fæðingu. „Þau eru alveg yndisleg, dreng- urinn kom fyrr í heiminn, hann er 6 merkur og og 41 sentimetri og stúlkan er 5 merkur og 39 senti- metrar. Ég hef þó enn ekki fengið að snerta þau, segir Sesselja. Tvíburar eru ekki óþekktir í ætt- inni en báðar ömmur barnanna eru tvíburar. Þeir eru fyrstu börn Hall- dórs og Sesselju saman en fyrir á Halldór tvö börn og Seeselja tvö. -HM Nýbakaðir foreldrar, Sesselja Vilborg Arnarsdóttir og Halldór Már Þór- isson. Tvíburarnir eru í hitakassa og tengdir við öndunarvélar. „Eg læl bömin mín aldrei af hendi“ —segirAðalsteinn Jónsson sem var hancftekinn fyriráramót fyrirað vilja ekkihlrta úrskurði bamavemdaryfirvalda. Bamsmóðir hans erí felum með böm þeirra tvö, eins árs og eins mánaða, og hyggjast þau heita öllum ráðum til þess að fá að halda bömunum. „Ég ætla að berjast til síðasta blóðdropa. Þó að það taki mig 30 ár. Ég læt aldrei börnin mín af hendi,“ segir Aðalsteinn Jóns- son, faðir tveggja barna, sem barnaverndaryfirvöld hafa úr- skurðað að tekin verði af/oreldrum sínum og send í svokallaða rann- sóknarvist. Lögreglan handtók og yfirheyrði Aðalstein á föstudag en sleppti honum nokkru síðar en leit- ar nú móðurinnar, Sigrúnar Gísladóttur, sem farið hefur huldu höföi með börnin tvö frá því 23. desember. Lögreglan vaktar nú húsakynni Aðalsteins dag og nótt og þegar ljósmyndara MORGUN- PÓSTSINS bar að garði brást hún ókvæða við að blaðið væri að gera frétt úr málinu. „Ég veit ekki hvar börnin eru niðurkomin, ég veit hins vegar að þau eru í góðum höndum. Ég heyrði nýverið í Sigrúnu. Börnin dafna vel og þeim líður ágætlega Sigrún Gísladóttir sem nú fer huldu höfði með börnin tvö og Aðalsteinn Jónsson ásamt eldra barni þeirra. „Ást spyr ekki um aldur,“ segir líann. „Barnverndarnefnd er búin að brjóta upp alltof margar fjölskyldur,' segir Aðalsteinn. miðað við aðstæður, segir hann. í kjölfar þess að hlíta ekki úr- skurði barnaverndarnefndar hefur Aðalsteinn verið ákærður fyrir brot Þaö væri munur ef lögg- an í Tyrklandi væri jafn barngóö og íslenska löggan. Já, Halim AI getur þakkaö sínu sæla að glíma ekki við þessa snillinga. Fomnaður Sjúkraliðafélags- ins á launaskra í verkfallinu Formaður Sjúkraliðafélags Is- lands, Kristín A. Guðmundsdótt- ir var á launaskrá hjá Ríkisspítulum meðan á verkfalli sjúkraliða stóð. Launin hefur hún látið af hendi rakna í verkfallssjóð sjúkraliða. Að sögn Kristínar er ástæðan fýrir því að hún var ekki tekin af launaskrá sú að hún starfar í dauðhreinsunar- deild Landspítalands og enginn sjúkraliði af þeirri deild haföi leyfi til að fara í verkfall. Af þeim sökum var hún á undanþágulista. Sökum kjarabaráttunnar hefur hún þó lítið sem ekkert geta sinnt starfi sínu á deildinni. Kristín hefur vei;ið í hálfu starfi á dauðhreinsunardeild frá því í júni í fyrra. -HM á barnaverndarlögum. I framhaldi af því ætlar Aðalsteinn að kæra starfsmenn Félagsmálastofnunar fyrir að hafa brotið trúnað gegn sér og Sigrúnu með því til dæmis að hringja í ættingja beggja og segja þeim frá málum sem telst vera einkamál þeirra. „Ég vonast bara til að þetta mál okkar komist sem fýrst úr höndum barnaverndarnefndar til almennra dómstóla svo tekið verði réttlátt á málinu. Barnvernd- arnefnd er búin að brjóta upp alltof margar íjölskyldur." Málið, sem nokkuð hefur verið rætt í þætti Hallgrims Thor- steinssonar á Bylgjunni, á sér langa forsögu. Allar götur síðan Sigrún var fimmtán ára, og ófrísk af sínu fyrsta barni eftir Aðalstein, sem þá var 32 ára, hafa þau verið undir smásjá barnaverndaryfir- valda. Aðalsteinn segir að þrátt fyr- ir að þau hafi nánast alltaf verið samvinnuþýð hafi barnaverndaryf- irvöld verið frá upphafi efins um getu þeirra til þess að hugsa um börnin. En af fyrra hjónabandi á Aðalsteinn fjögur börn. Um það segir í skýrslum nefndarinnar að hann hafi sinnt þeim lítið og óreglulega. Stjúpfaðir barna Aðal- steins, Benedikt Þorbjarnarson, ber Aðalsteini hins vegar vel söguna og segir hann alltaf hafa sinnt sín- um börnum vel, bæði þeim sem hann elur upp og hinum börnun- um tveimur sem barnaverndar- nefnd reynir nú að ná til sín. „Ég er gjaldþrota en ég á hvorki við geðræn vandmál né áfengis- vandamál að stríða eða neitt því- umlíkt. Við komum bæði vel út úr greindarprófum. Mér finnst alltof víða tuggið aldri barnsmóður minnar í þessum skýrslum, en ást spyr ekki um aldur. Svo gera þeir því skóna að ég geri meiri kröfúr til umhverfis míns en sjálfrar mín. Það hef ég aldrei gert. Ég hef alltaf hugsað meira um um- hverfið en mig sjálfan. Ég myndi miklu fremur svelta sjálfur en láta börnin svelta,“ segir Aðalsteinn, sem næstu daga á von á því að vera handtekinn aftur af lögreglunni, en segist ekki ætla að gefast upp. GK ifyrsta laai... Af hveríu er Jón Baldvin ákjósanlegur* Guðna Guðmundssonar semGTáMfeíTMR? Fæddust íyrir tímann og voru teknir með keisaraskurði Tvíburar fyrstu böm arsins 1995 \ i i

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.