Helgarpósturinn - 02.01.1995, Síða 16

Helgarpósturinn - 02.01.1995, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN MENNING MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995 Hvasst skaup með prýðilegum sprettum ÁRAMÓTASKAUP SjÓNVARPSINS SjÓNVARPIÐ ★★★ Það er svo sem ekki öfundsvert að standa í þeirn sporum að gera sjónvarpskabarett þar sem krafan er einfaldlega þessi: Allri þjóðinni skal haldið hlæjandi. Það er ekki hægt að segja annað en að Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og einn handritshöfunda, hafi komist prýðilega frá því hlutverki. Hún datt til að mynda ekki í þá gryfju að ætla sér að höfða til allra með þægi- legu gríni, enda er það vísasti veg- urinn til að öllum drepleiðist. Skau- pið í ár var með hvassasta móti og skotið hraustlega á ráðamenn sem er við hæfi þegar karnival er í gangi. Ólafur Garðar fékk það óþvegið sem og Jón Baldvin, Heimir Steinsson og fleiri. Dagsljósarliðið fékk sinn skammt og auðvitað var skylda að henda grín að þjóðhátíð á Þingvöllum. Það má auðvitað þvaðra lengi um það hverjir eiga skilið skeytin og hverjir ekki en það er ekki hægt að neita því að talsverð vinstri slagsíða var að skaupinu. Hjálmar Hjálmarsson var til að mynda óborganlegur sent hinn sjálfvirki borgarstjóraframbjóðandi en á karnivölum tíðkast að skjóta á ríkjandi valdhafa og einkennilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skyldi ekki hafa komið til álita sem skotspónn. Þá slapp Jóhanna Sig- urðardóttir vel og sé miðað við þetta er ljóst hvar hjarta Guðnýjar slær og kannski klaufalegt að nota þettá tækifæri til að taka óvildar- menn sína fyrir með þetta afger- andi hætti. „Hvaðheitirhannaft- urtrixið" var gernýtt í sambandi við menntamálaráðherrann og ein- hverra hluta vegna var hlutur Skýjaborgarinnar í einkennilega háu hlutfalli við önnur mál. En burtséð frá því hver fékk um of á baukinn þá voru skínandi fyndnir sprettir í skaupinu sem var sérlega vel leikið og á það við um alla þá sem voru með hlutverk. Hjálmar er orðinn algjör sérfræð- ingur í Bubba Morthens, Gísli Rúnar Jónsson sannaði svo um munaði að enginn tekur honum fram í gervum sem voru sérlega vönduð. Það er til að mynda ekkert grín að korna Ólafi Garðari (sem er ekki afgerandi týpa) til skila en þarna var hann ljóslifandi kominn. Magnús Ólafsson verður æ betri í að grínast með eigið spik og Eggert Þorleifs átti sína spretti. Annars er engin ástæða til að tíunda frammi- stöðu hvers leikara fýrir sig, þeir stóðu sig allir með ágætum. TJl- lendúllendoff-hópurinn samdi ágætt handrit ásamt Guðnýju, handrit sem hefði sloppið betur ef ekki hefði verið gripið til þess að skrifa útjaskaða færeyingstýpu Eddu Björgvinsdóttur inn í það. ■ Guðný & Co með hvasst skaup og fyndið en nett til ★ ★★★★ FRÁBÆRT ★ ★★★ ÁGÆTT ★ ★★ GOTT ★ ★ LALA ★ SLÆMT 0 VONT © HÆTTULEGT c ÓRÆÐ bylgju LENGD hallærisins að nota þetta tækifæri til að gefa skit i þá sem henni er uppsigað við. -Jakob Bjarnar Grétarsson Öryggið uppmúlað í óöruggum heimi áramótaávarp Heimis SjÓNVARPIÐ ___________c c c _____________ Ávarp Útvarpsstjóra var á sínum stað og er eiginlega órjúfanlegur þáttur skaupsins, þó svo að Heimir skildi á milli með svakalegri orgel- messu. Þar sem ég sat einn á þess- um tímamótum og horfði yfir far- inn veg þá var ekki frítt við að það færi öryggistilfinning urn mig í þessu kompaníi með Heimi sem sannarlega er samur við sig. Heimir talar í kenningum og hefur mikið dálæti á að tefla saman andstæðum og breytti ekki frá þeim vana í ávarpinu. Það olli mér nokkrum vonbrigðum að hann skyldi ekkert koma inn á þau átök sem verið hafa innan stofnunarinnar á síðasta ári nema í líkingamáli. Hann tefldi saman nýjungagirni og því sem verið hefur og ég held að hann hafi verið að meina að það ætti ekki að kasta því gantla fyrir eitthvað nýtt nema það væri algjörlega sannreynt að hið nýja væri betra en það sem verið hefur. Það sjónarmið kemur nokkuð á óvart úr þessari áttinni því varla sér Heimir eftir árinu 1994. Á móti kemur að það er hægt að túlka þetta sem skilaboð Heimis til ráðamanna og þjóðarinnar þess efnis að ef það kæmi til tals að hann væri látinn fara þá er ekki þar með sagt að það tæki neitt betra við... ■ Heimir er snjall í að breiða yfir fólið með likingarmáli og það þarf helst táknfræðinga til þess að sjá hvað hann er að fara. -Jakob Bjarnar Grétarsson Betri en Skaupið' Slysavarðstofan á nýársnótt Borgarspítalinn ★ ★★★★ Til eru margar leiðir til að hefja nýárið. Ein er sú að fagna komu þess á Slysavarðstofunni, einkum þegar árar svo illa í áramótaskaupi eins og nú og mann hungrar í ær- legt skemmtiefni. Ég var „á rölti eftir dansleik...", ekki alveg viss um hvar, en annað hvort á leið uppí Ingólfskaffi eða niður í Rósen en ef til vill þó á leið í partý. Allavega er ég að leita í vös- unum að lyklunum að stjórnarráð- inu þegar nýárið svífur yfir mig; á svell ég skell og 37 blóðdropum síð- ar stend ég við Tjörnina og reyni að halla höfðinu útyfir bakkann, uppá rennslið að gera, en nota hendurn- ar til að veifa mér leigubíl. Reyk- vískir leigubílstjórar eru góðmenni sem eiga tissjú. Klukkan fimm er ég mættur uppeftir og byrja á því að fara í búr- ið og kaupa mér aðgang að biðstof- unni. Miðaverði er stillt í hóf og er ekki hærra í nótt en á öðrum árs- tímum; rúmar tvö þúsund krónur, að vísu nokkuð blóðugar. Því næst geng ég til sætis. Það er svotil upp- seit. Biðsalurinn er þéttsetinn af raulandi drukknum og mis-sund- urskornum rauðbörkuðum drengj- um; nokkuð Smuguleg stemmning og húsakynnin minna einna helst á transittið á flugvellinum í Núk; Hitastigið slefar yfir frostmark og lappirnar uppá borðunum eru sumar sofandi, skórnir klístraðir af blóði og í blettunum stirnir á alkó- hól. Til að gera mönnum kuldann óbærilegri gengur tiltölulega ómeiddur vörður með lögreglu- bindi á milli þeirra og bannar reyk- ingar. Hann minnir á brunavörð í Helvíti. Lýsing er í anda mínímal- ismans en á engu að síður vel við hér. Ég kem mér fyrir og svo hefst sýningin. Útum matta raf-gler-hurð stígur fram á sviðið samansaumaður Vestmannaeyingur með þrútið og umbúðalaust andlit (saumarnir standa útúr vör og augnabrúnum). Hann segist reyndar vera úr Hafn- arfirði en lítur samt út eins og Gafl- ari nýkominn úr lýtaaðgerð: Búið að breyta honum í Vestmannaey- ing, mjög Sigurlásaður allur í fram- an og nefið funheitt af staðdeyf- ingu. Framkoma hans er jafn um- búðalaus og andlit hans og hann tekur nokkur amerísk jólalög. (Ekki er á nýársnóttina logið. Dýrin fá mál og Gaflarar breytast í Eyja- menn og þeir í Bing Crosby.) Textaframburður hans berst við saumana í munnvikunum. Kannski er það þess vegna sem maður er fýrr en varir farinn að taka undir með honum á bakvið blóðrautt tis- sjú frá Hreyfli. Fleiri áheyrendur skerast skornir í leikinn og þrí-rifbeinsbrotinn piltur flytur stutta hugleiðingu um merkingu meiðsla í gegnum tíðina og endar á því að vitna í Egil Skalla- grímsson. Segist svo ekki nenna þessu hangsi, búinn að bíða í tvo tíma og rifin sjálfsagt gróin; hann gengur út. Inn koma tvær konur og taka sæti hans. Sú hrærðari þeirra fer með sama mónólóginn nokkr- um sinnum: Maðurinn minn píndi mig til að fagna nýárinu í alla nótt, tók áramótin uppá vídeó og spilaði aftur og aftur, ég þurfti að syngja Nú árið er liðið og segja gleðilegt ár til klukkan fjögur í morgun og allan tímann ntiðaði hann byssunni á mig. Það er ekki að sjá á henni meiðsl. Þetta er svona meira sál- fræðilegs eðlis. Time-trap. Við hlið mér situr drengur með opið enni. Hann er búinn að bíða í tvo tíma og skurðurinn virðist opn- ast sífellt meir eftir því sem hann grettir sig. Með honum fjórir vinir sem eru einna hressastir áhorfenda enda allir ómeiddir. Útí horni situr stúlka með höfuð kærastans í kjöltu sér; andlit hans er bólgnara í hvert sinn sem hann lítur upp. Á meðan sér maður nokkrum fjölskyldum af Suðurnesjum rúllað inn um bak- dyrnar á hjóla-börum. Nú er klukkan að nálgast sjö og enn hefur enginn verið tekinn inn til aðgerðar eftir að ég mætti. Inn kemur askvaðandi kófdrukkinn og alblóðugur maður sem æðir beint að búrinu og klifrar yfir afgreiðslu- borðið og beint inn. Við hinir lítum hver á annan. Kannski er þetta mál- ið? Korteri síðar kemur hann plástraður út, hverfur en birtist svo aftur með fulla landaflösku og smallar með henni spegil á klósett- inu áður en hann ryðst aftur beint inn til sjúkraliðanna. Slysó er vin- sæll staður. Menn koma aftur og aftur. Að þremur tímum liðnum í bið- salnum sit ég einn eftir af upphaf- legum hópi, í sætin er komið næsta holl og ekki síðra en hið fyrra. Ég er staddur í miðri ævisögu mannsins við hliðina á mér þegar hann brest- ur í grát og kentur með hörmunga- kaflann: Hann lenti í flestum stór- brunum liðins árs og var í kvöld Útgefendur eru nokkuð hressir með plötusölu fyrir þessi jól. Þeir eru sammála um að salan sé jafnari en oftast áður og séu sölutölur skoðaðar er ekki margt sem kemur á óvart. Heildarsalan er meiri en í fyrra — erlendir titlar og safnplötur seljast vel en það virðist vera á kostnað íslenskra titla sem seljast heldur verr en ráð var fyrir gert. Aðeins Bubbi Morthens fer með plötu sína, 3 heima, yfir níu þúsund eintök en hann hefur oft gert betur en getur vel við unað. Þá koma Töfrar Sigrúnar Hjálmtýs- dóttur vel út en það þarf vart að handtekinn með brunaexi fyrir framan Slökkvistöðina. Ég er nú búinn að gleyma því útaf hverju ég kom hingað og tek utan um hann. Tár hans falla í föt mín og í þeim er einhver slökkvun, einhver máttur til að slökkva þorsta. Það stígur vín- lykt úr blettum þeirra. Þá er ég loks kallaður upp og lagður undir nál og tvinna. Þrjú spor í augabrún í upphafi árs og bara spurning hvort þau eru spor fram á við eða spor til baka? Hvað um það. Þó sporin yrðu aðeins þrjú verða stjörnurnar fimm. ■ Eins og sannaðist þessa nótt þarf ekki slösun tii að skemmta sér á Slysó, sumir komu bara til að horfa. - Hallgrímur Helgason Fúvitinn í svart-hvítu Fávitinn eftir Fjodor DostojevskJ Þióðleikhúsið ★★★ Þegar 700 siðna skáldsaga eftir Dostojevskí er sett í tætarann og koma á óvart enda Diddú ástsæl söngkona sem og Björgvin Hall- dórsson en „Best of‘ plata hans, Þó líði ár og öld, fór vel. Sú hljóm- sveit sem mest kemur á óvart með góðri plötusölu er Spoon sem fer í rúmlega fjögurþúsund eintökum sent er mjög góður árangur og slagar hátt í fyrstu plötu Jet Black Joe sem fór í um fimm þúsund ein- tökum fyrir skemmstu. Hljóm- sveitin Bubbleflies seldi plötu sína Pinaccio talsvert rninna en vonir stóðu til og Björn Jörundur fellur undir sama hatt með plötuna „BFJ“. Þá hlýtur sala plötunnar hluta hennar síðan steypt aftur saman í tveggja og hálfs tíma leik- sýningu er kannski ekki von til að allir verði ánægðir, lesendur eða áhorfendur. Leikgerð á skáldsögu nær því sjaldnast að verða heil- steypt leikverk sem getur staðið sjálfstætt. Á bakvið hverja senu blakta þær hundrað síður sem sleppt var. I þessu tilfelli er um að ræða breska leikgerð ffá upphafi síðasta áratugar sem leikstjórinn, hin finnska Kaisa Korhonen, hefur endurbætt ásamt Seppo Parkkin- en. Aðalvandinn hér er fjöldi per- sóna sem utan aðalhlutverkanna fá fæstar fullnægjandi kynningu; í stað þess að sviðið fyllist mismun- andi skemmtilegum karakterum verður það þéttsetið óljósri her- og liðsforingjahjörð. Hinn rússneski hangs-andi með sínum samdrykkj- um og sumarkjólum leiðir ósjálfr- átt hugann að samlendum meist- araverkum leiksviðsins hvar allar persónur standa skýrar og skapaðar í sínunt Kirsuberjagarði. Oná ófullnægjandi leikgerð bæt- ist síðan mjög hefðbundin leið leik- stjóra. Kaisa Korhonen setur Fávit- „Blóð“ með SSSól að hafa valdið nokkrum vonbrigðum. Þó hún hafi selst í rúmlega þrjú þúsund eintökum, sem að öllu jöfnu er vel viðundandi, þá er hér urn að ræða vinsælustu dansiballahljómsveit landsins. Þær sölutölur sem hér eru birtar eru samkvæmt upplýsingum frá útgefendum og dreifingaraðilum (Skífunni, Spor, Smekkleysu og Japis) og eru með fyrirvara. Vænta má að einhverjum plötum verði skilað og salan getur þannig færst eitthvað til en það verður vart veru- Iegt. Þá er eitthvað um sjálfstæðar ann upp á rnjög klassískan módern hátt og án þess að vera sögunni fullkomlega trú er hún henni of trú. Hún dempar ekki Kristgervingu Fávitans, þann þátt í verki Do- stojevskís sem eldist hvað verst og særir manns síðheiðna fegurðar- skyn, heldur blæs það upp með risamálverkum og allt að því geisla- baugandi búningi aðalhetjunnar. í stað þess að verða létt-ruglaður síð- hippi og nútíma-Fáviti trúandi á ást og frelsi og hið góða í mannin- urn, með áhuga á hvalafriðun og torfhleðslu, er hann gerður að guði í mannsoranum miðjum. Fávitinn er klæddur í dýrindis hvít hör-föt og nær aldrei að verða það „outc- ast“ sem vekur aðalsfólki sjokk þeg- ar hann birtist í salarkynni þess. Hinn „illi“ Rogozhín er hins vegar settur í svart og hár hans „baltað“ upp í djöflagreiðslu. Hér er allt í svart-hvítu, þó við séum nú flest öll farin að hugsa í lit. Uppgjör Myshkins Fursta og Rogozhíns fer síðan fram í uppsprengdri 19. aldar dramatík sem er hins vegar um- kringd af módernískri leikmynd okkar aldar; 7 metra háum Kafka- ískum völundarhúss-hurðum: Dramatíkin verður fimm metrum

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.