Helgarpósturinn - 02.01.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 02.01.1995, Blaðsíða 14
14 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995 PÓsturihn Útgefandi Ritstjórar Fréttastjórar Fram kvæm d astj ó ri Auglýsingastjóri Setning og umbrot Filmuvinnsia og prentun Miðill hf. Páll Magnússon, ábm. Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Styrmir Guðlaugsson Kristinn Albertsson Örn ísleifsson Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt. Indæl geðveiki Svakalega finnst mér gaman á gamlárskvöldi. Þá þykir mér svo vænt um þjóðina mína. Eitthvert blaðið sagði að líkast til myndi þjóðin kaupa rakettur og blys fyrir hálfan milljarð og sprengja það allt á gamlárskvöldi. Það er næstum því fallega geðveikt. íslendingum fer flest betur en að gleðjast. Og þeir eru fremur slappir þegar þeir reyna að halda upp á eitthvað. Lýðveldishátíð- in á nýliðnu ári er ágæt sönnun þess. Aldrei rakst ég á neinn sem vildi í raun halda upp á þetta afmæli. Og þeir sem létu sig hafa það gerðu það með hálfum huga og hangandi haus. Breyttu af- mælinu í eins konar tvöfaldan sautjánda júní þar sem fólk vafr- ar um í reiðileysi á milli skemmtiatriða. Og er alls ekki skemmt. Af sömu eðlislægu andstöðu við allt uppáhald er í. desember nánast að gleymast. Stúdentar við Háskólann eru farnir að líta á það sem fremur leiða skyldu að viðhalda þeirri hefð að setja saman dagskrá í tilefni dagsins. f ár verður líklega Flosi Ólafsson aðalræðumaðurinn. Páskar, uppstigningadagur og hvítasunna eru ekki tilefni fagnaðar á fslandi heldur tími sjálfspyntinga. Þjóðfélagið lamast en ekkert kemur í staðinn. Ef fólk hefði ekki sídðin að renna sér á um páska hefði það varla annan kost en að láta uppskrúfaðar dagskrár sjónvarpsstöðvanna svæfa sig. En á gamlárskvöld er þjóðin glöð, nánast örvingluð af fögn- uði. Hún hneykslast á sjálfri sér fýrir að kaupa rakettur fyrir hundruð milljóna í miðri kreppunni en lætur það eftir sér. Og hún fer á brennu jafnvel þótt einhverjum hjá Ríkissjónvarpinu hafi dottið í hug að reyna að sýna brennu í sjónvarpinu. Ég hef aðeins verið ein áramót erlendis. Þá sá ég engan flugeld og langaði heim. Það var eins og það væru minni tímamót í út- landinu að gamalt ár væri að hverfa og nýtt að taka við. Og ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að þetta ár sem kom þarna í útlandinu hafi aldrei almennilega komið til að vera. Þetta var ár- ið 1987. Það kemur einhvern tímann seinna. Kosningaár Það ár sem nú er nýhafið er kosningaár. Margt bendir til að þessar kosningar geti orðið sögulegar. Þeir flokkar sem kenna sig við ýmiss konar afkvæmi sósíalismans eru í upplausn. Al- þýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn hafa allir séð á eftir hugsanlegum frambjóðendum sínum yfir til Þjóðvaka Jóhönnu Sigurðardóttur. Og Jóhanna mun einnig ná stuðningsmönnum af Kvennalistanum. Hver svo sem úrslit kosninganna verða er þegar ljóst að þessi uppstokkun á vinstri vængnum mun hafa mikil áhrif og er langt í frá um garð gengin. í sjálfu sér mætti segja að varasamt gæti verið fyrir fólk að flykkja sér um stjórnmálahreyfingu sem enn er ómótuð og allt er á huldu um hvaða stefnu muni taka. Það fólk sem þegar hef- ur gert upp hug sinn í þessu efni horfir hins vegar fremur til ástandsins á flokkunum sem það er að yfirgefa en að það telji sig hafa vissu fyrir hvernig nýi flokkurinn muni verða. Og þegar litið er á gömlu flokkana er þessi afstaða skiljanleg. Þeir eru flestir búnir að lifa sinn tíma, eru ekki lengur fjölda- hreyfingar heldur fámennisklíkur í takmörkuðu sambandi við raunverulegt fólk. Það er því næstum tilefni til þess að hvetja vinstra fólk til að grípa tækifærið og refsa sínum gömlu flokk- um. Gunnar Smári Egilsson Pósturínn Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjóm: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 17:00 virka daga, til 21:00 á briðju- og miðvikudöqum og milli 13:00 oq 21:00 á sunnudögum. Ummæli Ég hugsa — því er ég til „Þess vegna má eiginlega segja að til að vera í öðrum íþróttum þarf maður á vissan hátt bara að hafa brot afþví sem góður þolfimimaður þarf að hafa. “ Magnús Scheving þolspekingur Hvar hefur maðurínn verið? „Því Súsanna lætur ekki nœgja að úthúða okkur þátt- argerðarmönn- um heldur níðist hún á viðmœlend- um okkarað ósekju.“ Jón Hallur Stefánsson gúddígæ Af hverju ekki dotgveiði? „Ég vil kynna þetta sem leikfimi þó að þetta heiti þolfimi. “ Magnús Scheving ÍSÍ-fræðingur Réftað láta þáganga lausa „Til hvers að nota leikara sem nokkurs konar „ofurleikbrúður“ leikstjóra?“ Arnór Benónýsson anarkisti Sértekjur ríkisstofnana: Veiðar í gullfiskabúri? Margar opinberar stofnanir eiga að afla sértekna til að standa undir hluta af rekstri sínum. Hugmyndin er sú að láta markaðslögmálin hafa áhrif á starfsemi þeirrar þjónustu sem veitt er með viðskiptavilja sín- um. Allt er þetta af hinu góða. Stofn- anir sem ekki búa við slíkan aga eiga það á hættu að staðna og ryk- falla eins og alkunna er. Vinna verk sín á eigin forsendum og án tillits til óska og þarfa neytenda. Stundum endar þetta með því að þjónusta sem kostuð er af almannafé er veitt líkt og fyrir náð og miskunn. Skattgreiðendur sem borga hana verða að leita eftir henni sem hverj- ir aðrir beiningarmenn. Slíkt er þó sem betur fer á undanhaldi. Emb- ættishroki og skortur á þjónustu- lund fer víðast hvar minnkandi. Mismunandi eðli sértekna Sértekna afla stofnanir með ýms- um hætti. Sumar „sértekjurnar" renna fyrirhafnarlaust í fjárhirslur þeirra í formi markaðra tekjustofna ellegar gjalda fyrir einokunarþjón- ustu með öruggan „rnarkað". Eins og hverju barni má ljóst vera þá er ekkert fyrir slíkum „sér- tekjum“ haft. Öflun þeirra er álíka erfið og veiðar í eigin gullfiskabúri. Reyndar iðulega auðveldari ef að er gáð. Oft þarf hvorki að hreyfa legg né lið við „öflun“ teknanna eins og fyrr gat. I öðrum tilvikum eru „sértekjur" stofnana að mestu leyti annað nafn á hvers kyns opinberum styrkjum sem iðulega þarf ekki að hafa mikið fyrir vegna greiðs aðgangs að hvers kyns sjóðum, til dæmis vegna mik- illa, náinna og persónulegra sam- banda. Og að síðustu kemur sú starfsemi sem nálgast veruleika markaðarins. Þar verður að hafa fyrir hlutunum, afla viðskiptavina og sinna þörfum þeirra nægilega vel til þess að þeir „greiði ekki at- kvæði sín með fótunum". Fari ann- að með viðskiptin eða hætti alfarið að nýta það sem í boði er. Allt væri þetta svo sem í lagi ef allir þeir sem þurfa að bera skyn- bragð á málið, til dæmis stjórn- málamenn og fjölmiðlar, væru með yySértekna afla stofnanir meðýmsum hœtti. Sumar „sértekjurnaru renna fyrirhafnarlaust ífjárhirslur þeirra íformi markaðra tekjustofna ellegar gjalda fyrir einokunarþjónustu með öruggan „markað“.“ sértekna. Tekna sem eins og fyrr gat oftlega eru að langmestu leyti „sjálfrennandi" og markaðir tekju- stofnar, opinbert og auðfengið styrkjafé, ellegar afrakstur misjafn- lega einlitrar einokunarstarfsemi. ítrekað hefur verið gefið í skyn að hátt „sértekjuhlutfall“ væri mæli- kvarði á „viðskiptahæfni“ og „frammistöðu“ á markaði. Réttara væri off að segja að viðkomandi að- ilar hafi komið sér notalega fyrir í öruggum straumi einokunartekna eða í faðmlagi opinberra sjóða rétt eins og stríðalin gæludýr. Nú er svo sem ekkert að því, nema síður sé, að opinberar stofn- anir afli sér fjár með vissri sam- keppni um styrkjafé. Fyrirhöfnin við að afla teknanna verður heldur meiri en að setja fram óskalista fýr- ir fjárlög og er það af hinu góða. Ámælisverður er á hinn bóginn fyrrgreindur blekkingarleikur með upplýsingar um fé sem er auðfeng- ið í skjóli hvers kyns séraðstöðu. Þar sem reynt er að gefa til kynna að styrkjafé sem í sumum tilvikum er orðið svo tryggur tekjustofn að réttara væri að tala um árviss fram- lög fremur en samkeppni, séu tekj- ur af viðskiptum á samkeppnis- markaði. Þess vegna vísbending um samkeppnishæfni. Leggja þannig makindalegar veiðarnar í gullfiska- búrinu að jöfnu við sjóróðra í rysj- óttum veðrum. Nauðsyn sundurgreiningar Mál er að slíkum blekkingum linni. Skipta þarf sértekjum opin- berra stofnana í nokkra mismun- andi flokka, til dæmis viðskipta- tekjur, styrki, markaða tekjustofna og tekjur af rekstri einokunarstarf- semi. Án slíkrar sundurgreiningar er nákvæmlega ekkert unnt að segja um hæfileika stofnana og starfs- fólks þeirra til þess að starfa á frjáls- um markaði. Meðan þetta er ekki gert geta fjölmargir forráðamenn stofnana hins opinbera skreytt sig með fölsk- um fjöðrum og látið í veðri vaka að háar tekjur vegna misjafnlega ár- vissra áskrifta þeirra að opinberu fé gefi til kynna getu til þess að starfa á frjálsum markaði. Mál þetta mun um þessar mundir standa til bóta samkvæmt hugmyndum sem unn- ið er að í stjórnkerfinu. hið mismunandi eðli sérteknanna á hreinu. Þessu er þó ekki að heilsa. Umfjöllun í fjölmiðlum og á vett- vangi stjórnmála ber þess glögg merki að margir virðast bera lítið skynbragð á þann gríðarlega mun á fyrirhöfn og árangri sem dylst að baki hefðbundnum bókhaldsupp- lýsingum um sértekjur. Taka töl- urnar sem góðar og gildar án þess að hafa minnstu hugmynd um breytilegan veruleikann að baki þeim. Blekkingarleikur Margar opinberar stofnanir hafa nýtt sér þessa vanþekkingu á vafa- saman hátt á undnförnum árum og gert tilraunir til að ná sér í prik með því að blása út afrek sín við öflun JÓN Erlendsson yfirverkfræðingur Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Siguröardóttir, Jón Erlendsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéöinsson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.