Helgarpósturinn - 02.01.1995, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 02.01.1995, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTASKÝRING 7 Aukaflokksþing Alþýðuflokksins verður háð í byrjun febrúar. Ætlun formannsins var að fá þar samþykkta tillögu um að Island sækti um aðild að Evrópusambandinu. Eftir að Norðmenn höfnuðu aðild er endanlega ljóst að kosningarnar hér heima koma ekki til með að snúast um Evrópumálin. Þess í stað verður staða flokksins og önnur kosningamál til umræðu. Ekki er talið útilokað að Jón Baldvin Hannibalsson víki úr formannssætinu strax þá og eigi síðar en eftir kosningar. Sú saga gengur að hann verði næsti rektor Menntaskólans í Reykjavík Jón Baldvin vfloir úr formannsstólnum annað hvort á aukaflokksþinginu í byrjun febrúar eða strax eftir kosningar. Traustir heimildamenn innan Alþýðuflokksins segja sjálfgert að Jón Baldvin Hannibalsson segi af sér sem formaður flokksins eftir kosningar. Ástæðan er einfaldlega sú að þá verður Alþýðuflokkurinn að öllum líkindum minnsti flokk- urinn á Alþingi — kannski með fímm þingmenn — áhrifalaus, klofinn og utan ríkisstjórnar. Sömu heimildarmenn vilja alls ekki úti- loka að formaðurinn víki strax á aukaflokksþingi sem háð verður í byrjun febrúar. Samkvæmt lögum Aiþýðuflokksins er ekki hægt að bjóða sig fram gegn sitjandi for- ystumönnum á aukaflokksþingi. Ef Jón Baldvin segði hins vegar af sér yrði kosinn nýr formaður en Guð- mundur Árni Stefánsson tæki ekki sjálfkrafa við í krafti varafor- mannsembættis síns. Forystumönnum Alþýðuflokks- ins finnst Jón Baldvin ekki hafa ver- ið svipur hjá sjón síðustu vikurnar, hann sé þreyttur og mæddur og baráttuþrekið, sem einkennt hafi hann sem stjórnmálamann, sé horfið. Þetta hefur borið á góma í samtölum þeirra, samkvæmt ábyggilegum heimildum MORGUN- PÓSTSINS. Til marks um uppgjöf formanns- ins er meðal annars bent á glænýtt dæmi, hvernig hann lét flengja sig opinberlega í GATT-deilunum. Annað dæmi um þróttleysi Jóns Baldvins er ekki jafn augljóst en hefur vakið mikla athygli, ekki síst innan Alþýðuflokksins sjálfs. Frá því hann tók við sem formaður flokksins hefur hann jafnan skrifað árlega áramótahugvekju í Alþýðu- blaðið, jafnvel upp á þrjár til fjórar síður, þar sem hann hefur hvatt sitt fólk til dáða og farið mildnn í hug- myndafræðilegum boðskap sínum. Engin slík grein birtist að þessu sinni. Ástæðan sem Jón Baldvin mun hafa gefið upp var einfaldlega sú að hann hefði haff svo mikið að gera út af GATT-málinu. Það er því greinilega af sem áður var. Þá hefur „afsögn“ Bryndísar Schram gefið þessum vangaveltum byr í seglin. Formaðurmn búinn með trompin Með formannsskiptum fyrir kosningar sjá menn einkum fyrir sér þann ávinning að flolckurinn fengi nýtt andlit út á við. Jón Bald- vin hefur lengi verið óvinsælasti stjórnmálamaður landsins og þótt fáir flokksmenn efist um hæfileika hans til að leiða flokkinn í kosn- ingabaráttu og yfirburðamælsku hans sem nýtist vel í kappræðum, þá standa þeir frammi fyrir því að formaðurinn fiskar ekki lengur. Þar kemur auðvitað rniklu fleira til en frammistaða hans sjálfs því að hvert klúðrið hefur rekið annað. Nægir þar að nefna afsögn Guð- mundar Árna, úrsögn Jóhönnu Sigurðardóttur og stofnun Þjóð- vaka, klúðrið í kringum Jakob Magnússon og fleira og fleira. En eftir stendur að Jón Baldvin hefur ekki náð til þjóðarinnar og þykir ótrúverðugri en nokkru sinni. Þar við bætist að sú leikflétta hans að gera Evrópumálin að helsta kosn- ingamálinu í vor er runnin út í Jón Baldvin Hannibalsson mun hætta sem formaður Alþýðu- flokksins eftir kosningar og jafn- vel á aukaflokksþinginu í byrjun febrúar. Háværar raddir eru um að hann muni taka við af Guðna Guðmundssyni sem rektor Menntaskólans í Reykjavík. sandinn eftir að Norðmenn höfn- uðu aðild að Evrópusambandinu. Formaðurinn hefur því engin tromp á hendi lengur sem duga til að sannfæra kjósendur um að greiða Alþýðuflokknum atkvæði sitt og þá um leið er honum illsætt í formannsstóli — þetta vita flokks- menn. Það eru þó keldur á þeirri leið að skipta um formann fyrir kosningar. Hugsanlegir arftakar Jóns Baldvins eru ekki margir og raunar enginn þeirra augljós kostur: Sighvatur Björgvinsson, Rannveig Guð- mundsdóttir og Guðmundur Árni Stefánsson eru kostirnir sem í boði eru —- aðrir koma ekki til greina. Þannig að Alþýðuflokkurinn er í þeirri sjálfheldu að komast hvorki lönd né strönd með núverandi for- mann í brúnni og hafa ekkert sjálf- gefið foringjaefni til að taka við. Sigur Guðmundar Arna í sjónmáli Afar langsótt þykir að gera ráð fyrir að Rannveig verði formaður flokksins. Leið hennar í forystu- sveitina var með þeim hætti að hún hefur sjálf lítið beitt sér til að kom- ast til áhrifa. Rannveig hefur annað hvort verið málamiðlun (varð vara- formaður þegar Jóhanna hætti) eða flotið með (varð ráðherra þegar sæti Guðmundar Árna losnaði) inn í toppembættin. Þá hefur hún jafn- framt látið sér lynda að víkja þegar hagsmunir annarra hafa verið í húfi (vék úr varaformannsstólnum þeg- ar Guðmundur Árni og össur tók- ust á) og látið traðka á sér að mati margra flolcksmanna. Þetta er ein- faldlega ekki rétta uppskriftin að formennsku í stjórnmálahreyfingu. Sighvatur er sagður spenntur fyr- ir því að taka við af Jóni Baldvini, sem er sjálfur ekki fráhverfur þeirri hugmynd, enda eru þeir nánir sam- starfsmenn og standa fýrir sömu pólitík til hægri í flokknum. Sig- hvatur er hins vegar tæknikrati um- fram allt en ekki sami pólitíski hugsuðurinn og Jón Baldvin. Margir draga því leiðtogahæfileika hans verulega í efa, einnig fólk hon- um hliðhollt. Hann á þó ótvírætt möguleika. Þá er komið að vandræðabarn- Guðmundur Árni Stefánsson er á mikilli siglingu t prófkjörsslagn- um á Reykjanesi og talið er að hann muni auðveldlega bera sig- urorð af Rannveigu Guðmunds- dóttur í baráttunni um efsta sæt- ið. Ef það gengur eftir getur hann krafist krónprinstitilsins innan flokksins aftur. inu í hópnum, hinum fallna ráð- herra Guðmundi Árna, sem að verulegu leyti má kenna um hvern- ig komið er fyrir Jafnaðarmanna- flokki Islands. Hann stefndi að því leynt og ljóst að taka við for- mennskunni af Jóni og sveigja flokkinn til vinstri. Flest benti til þess að honum tækist það með öfl- ugum stuðningi innan flokksins en það haustaði hratt hjá honum eftir að spillingin var staðfest með skýrslu Ríkisendurskoðunar. Guðmundur er kornungur og því er þrátt fyrir allt alls ekki hægt að afskrifa hann sem foringjaefni flokksins, kjósendur eru fljótir að gleyma. Og hans tími gæti komið fyrr en nokkurn grunar. Kratar sem þekkja vel til á Reykjanesi hafa reiknað út eftir liðskönnun að bæjarstjórinn fyrr- verandi muni mala Rannveigu í prófkjörinu 21. þessa mánaðar og niðurstaðan verði jafnvel sú að Petrína Baldursdóttir nái 2. sæt- inu. Hafnarfjörður er fjölmennasta vígi krata á Reykjanesi, sem standa eins og klettur á bak við Guðmund Árna og þeim er metnaðarmál að reisa við hinn fallna forystumann sinn. Þá virðist hann hafa talsvert fylgi á Suðurnesjum, sem einnig er mikið kratavígi. Búist er við tals- verðri þátttöku þar í prófkjörinu. Rannveig sækir mest af sínu fylgi í Kópavoginn, eins á hún vísan stuðning krata í Mosfellsbæ og Garðabæ en þeir bæir skipta litlu máli þar sem kratar eru þar fáliðað- ir. Það sem skiptir ekki minna máli en staðbundið fylgi í slag þeirra um efsta sætið er krafturinn í kosninga- baráttu Guðmundar Árna. Á sama tíma og hann gerir sig gildandi víða um kjördæmið er Rannveig i út- löndum og það sama gildir um áhrifamesta stuðningsmann henn- ar, Guðmund Oddsson bæjarfull- trúa í Kópavogi til margra ára og formann framkvæmdastjórnar flokksins, sem kemur ekki heim fyrr en að afloknu prófkjöri. Og það er ekki einu sinni víst að Rann- veig nái öðru sætinu og hlutskipti hennar verði því það þriðja. Ástæð- an er sú að fjölmargir stuðnings- menn Guðmundar Árna og Rann- veigar munu væntanlega setja Petr- Sighvatur Björgvinsson er sá maður sem Jón Baldvin vill helst sjá sem arftaka sinn af þeim kostum sem eru í boði. Ef hann sér ekki þá niðurstöðu fyrir er tal- ið víst að formaðurinn sitji fram yfir kosníngar. ínu í annað sætið. Ef eftir gengur að Guðmundur Árni standi uppi sem hinn mikli sigurvegari eftir prófkjörið verður staða hans innan flokksins gríðar- lega sterk og upprisa hans full- komnuð. Hann getur þá affur gert tilkall til krónprinstitilsins innan flokksins. Það gerir aftur stöðu Jóns Baldvins erfiðari — honum væri óljúft að standa upp úr stólnum og afhenda Guðmundi Árna veldis- sprotann. Ef þessi staða kernur upp telja heimildarmenn blaðsins innan flokksins nær útilokað að formað- urinn segi af sér fyrr en eftir kosn- ingar. Með öðrum orðum þá segir Jón Baldvin ekki af sér á auka- flokksþinginu nema hann hafi vissu fyrir að Sighvatur hreppi for- mennskuna. Evrópufléttan runnin út í sandinn Aukaflokksþingið var hugsað til þess að Alþýðuflokkurinn gæti samþykkt aðild að ESB í kjölfar inngöngu Finna, Svía og Norð- manna. En nú er það út úr mynd- inni, að sögn krata sem rætt var við, að halda flokksþing sem snýst ein- göngu um Evrópumálin þar sem aðild að ESB er ekki lengur á dag- skrá eftir að Norðmenn ákváðu að standa utan vð sambandið. Á Al- þýðuflokksmönnum er að heyra að þess í stað muni þingið helst snúast um konsingarnar fram undan og þau mál sem flokkurinn ætlar að leggja áherslu á í stað Evrópumál- anna sem þó verða á dagskrá. Þegar horft er til kosningabarátt- unnar framundan er ljóst að stefnir í pólitískt bögglauppboð í velferð- armálum. Þjóðvaki hefur gefið tón- inn og í spilunum er að Alþýðu- bandalagið fylgi í kjölfarið og jafn- vel Kvennalistinn. Alþýðuflokknum er ekki stætt á að taka þátt í þeim leik vegna ríkis- stjórnarþátttöku undanfarinna ára. Þess í stað, segja kratar, á að leggja megináherslu á árangur ríkisstjórn- arinnar, einkum það sem hefur áunnist í efnahags- og utanríkis- málum að frumkvæði ráðherra Al- þýðuflokksins. Og reyna um leið að koma þeim skilaboðum til kjós- Rannveig Guðmundsdóttir á þannig feril að baki að útilokað er talið að hún taki við af Jóni Bald- vini þótt nafn hennar sé með í umræðunni. enda hve ábyrgur flokkurinn er. Jón Baldvin jafnvel næsti skóiameistari MR Mikið er spáð og spekúlerað þessa dagana hvað við taki hjá Jóni Baldvini. Hann er sagður geta nán- ast valið sér sendiherraembætti, en sendiherraembættið hjá Samein- uðu þjóðunum í New York er helst inni í myndinni. Þá gengur sú saga að honurn bjóðist að setjast við hlið Sverris Hermannssonar í banka- stjórastól hjá Landsbankanum. Björgvin Vilmundarson, banka- stjóri, hefur um hríð haft hug á að láta af starfi sínu og líkur eru á að það gerist fljótlega. Kratar sem kannast við þessar sögur telja að hvorugurinn kosturinn hugnist formanninum. Það væri engan veg- inn hans stíll að yfirgefa vettvang stjórnmálanna með því að þiggja feitan bitling, segja þeir, eins og lenska hefur verið hér á landi hjá forystumönnum stjórnmálaflokk- anna. Þriðji kosturinn, og sá sem mest er í umræðunni þessa dagana, er sá að gamli skólameistarinn á Isafirði taki aftur upp þráðinn í að upp- fræða æskuna. Guðni Guðmunds- son, rektor Menntaskólans í Reykjavík, lætur af störfum í vor vegna aldurs og talað er um að Jón Baldvin sé þess fýsandi að taka við af honum. Þannig gæti hann hætt í pólitíkinni með reisn og sýnt fram á að hann sé sami hugsjónamaður- inn og áður, hálaunuð embætti freisti hans ekki þegar hann geti lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Guðni ætti ekki að vera hugmynd- inni fráhverfur, enda dyggur stuðn- ingsmaður Alþýðuflokksins um árabil. Daginn fýrir gamlársdag sögðu heimildarmenn að sam- komulag hafi tekist um að Sjálf- stæðisflokkurinn fengi að ráðstafa sendiherraembættinu í New York gegn því að tryggja stuðning við skipun Jóns Baldvins sem rektors. Svo rammt kveður að þessari sögu að innan MR er um fátt meira rætt. Þrétt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Jón Baldvin á meðan á vinnslu greinarinnar stóð. Styrmir Guðlaugsson Keflavík: Eldsvoði og nefbrot Að sögn lögreglunnar í Keflavík fóru áramótin vel fram og betur en undangengin ár. Nóttin var þó ekki áfallalaus. Eldur kom upp í fjölbýl- ishúsi að Heiðarhvammi 5. Enginn var í íbúðinni og talið er að kviknað hafi í út frá jólaskreytingu. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en tals- verðar skemmdir urðu sökum reyks og sóts auk þess sem rúður sprungu sökum hita og varð fólk að yfirgefa íbúðir sínar en við þennan stigagang eru átta íbúðir. Þá braut flugeldur sér leið í gegnum rúðu inn á salerni grunnskóla Njarðvík- ur. Slökkviliðið var kvatt á staðinn en ekki urðu miklar skemmdir. Nokkuð var um smápústra en ekkert umfram hefðbundið laugar- dagskvöld. Maður um tvítugt var sleginn fyrir utan Hlöllabáta við Hafnargötu 17 með þeim afleiðing- um að hann nefbrotnaði. Hann var fluttur á Borgarspítalann. Það er vitað hver sökudólgurinn er en hann hvarf og hefur ekki náðst til hans enn þegar þetta er skrifað. -JBG Keflavík: Færri stútar við stýri 1994 en undan- genginár Á árinu 1994 voru 115 teknir fýrir meintan ölvunarakstur. Það er lægri tala en undanfarin ár. Þor- valdur Benediktsson varðstjóri vill þó ekki endilega rekja það til þess að stútar við stýri séu færri en endranær. Ekki sé óeðlilegt að rekja það til minni gæslu. Lögregluþjón- um hefur verið fækkað vegna sparnaðar og eru nú oft tveir í eftir- liti miðað við fjóra áður. -JBG Akureyri: Leiðindi vegnafýller- ís en ekkert stórra áfalla Áramótin á Akureyri voru stór- áfallalaus að sögn Matthíasar Ein- arssonar varðstjóra, sem er sæmi- lega ánægður en ekki meira en svo. „Það var lítið að gera fram að mið- nætti, brennur og flugeldar gengu vel og við sluppum alveg við meiðsl sökum þessa og er það mjög ánægjulegt. Það var kalt, frost fór upp í 14 stig undir morgun, en stillt á Ákureyri og mjög fallegt. Svo byrjaði ballið um klukkan tvö og var nóg að gera þar til klukkan níu í morgun.“ Matthías segir að ekki hafi verið um stórátök en nóg um ryskingar, að menn hafi verið fullir og reiðir eins og gengur og gerist. „Sex menn þurftu að gista fanga- geymslur. Við reynum oftast að koma mönnum heirn en það var engu tauti við þá þessa komið — reiðir og leiðir og ómögulegir. Ef árið byrjar svona hjá þeim þá gef ég ekki mikið í þá og það er ábyggilegt að ég mundi ekki vilja búa með þeim sumum.“ Tveir þurftu á spítala til plástr- unar og einn var tekinn grunaður um ölvun við akstur. Mikill mann- fjöldi safnaðist saman í bænum en fór að grisjast um klukkan sex. Síð- asta útkall hjá lögreglunni var klukkan 08.30 en þá voru tveir rnenn að slást. „Það er ömurlegt að hugsa til þess að menn þurfi að drekka sig blindfulla," segir Matt- hías og segir meirihlutann gjalda fyrir þessi 7 til 8 prósent sem eru til vandræða. -JBG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.