Helgarpósturinn - 02.01.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 02.01.1995, Blaðsíða 11
MANUDAGUR 2. JANUAR 1995 MORGUNPOSTURINN ERLENT 11 Á áramótum Valdid spillir Víðaren á íslandi eru stjómmálamenn sakaðir um spillingu. ÍEvrópuríkjum eru margirhelstu stjómmálamenn íverstu klípu vegna hneykslismála. Ýmsirmunu þuría að súpa seyðið afþeim á nýbyrjuðu ári. Spilling er ein skýrasta birtingar- mynd þingræðislegrar lýðveldis- stjórnar. Þetta skrifaði sagnfræð- ingurinn frægi, Edward Gibbon, endur fyrir löngu. Sé þetta rétt hjá sagnfræðingnum var evrópskt lýð- ræði við hestaheilsu árið 1994. Þetta var árið þegar Frakkar horfðu upp á fyrrum samgöngu- málaráðherra sinn Alain Carignon leiddan burt í handjárnum, fölan á kinn. Honum var meðal annars gefið að sök að hafa beitt óheiðar- legum aðferðum til að fiármagna kosningabaráttu sína og flokks síns. Á Spáni lá þúngt á mönnum mál Luis Roldán Ibanez. Hann er son-' ur leigubílstjóra og vita próflaus en reis til metorða í Sósíalistaflokkn- - um og var á endanum orðinn yfir- maður Guardia OVí/-lögreglusveiti- anna sem telja sjötíu þúsund með- limi. Roldán er ásakaður fyrir að hafa þegið mútufé af verktökum sem í staðinn fengu að byggja skála fyrir lögregluna. Hann hvarf í apríl og síðan þá hefur ekkert til hans spurst. Á Italíu þykja slíkir atburðir dag- legt brauð. Þó sætir vissulega tíð- indum að Bettino Craxi, fyrrum forsætisráðherra landsins og vin- sæll stjórnmálamaður, hefur verið dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi vegna svikamála. Hann hefur gerst útlagi í Túnis og kemst ekki þaðan vegna heilsubrests, eða það segir hann sjálfur. Vonarglætu sáu Italir þegar auð- kýfingurinn Silvio Berlusconi ákvað að leggja fyrir sig stjórnmál í janúar. Eftir aðeins átta vikur sem pólitíkus varð hann forsætisráð- herra og lofaði að sópa út úr horn- um með atfylgi flokks síns, Forza Italia. Nafnið fékk hann úr fótbolta, en þar er hann vel hnútum kunn- ugur. Berlusconi virtist í fyrstu ætla að heilla ítalíu — og heiminn — upp úr skónum, en þegar allt kom til alls stóðst hann engar væntingar, ekki fremur en ítalska fótbolta- landsliðið sem var alsendis ófært um að koma bolta í mark í úrslita- leik gegn Brasilíu í heimsmeistara- keppninni. Félagi Berlusconis í rík- isstjórn, Umberto Bossi, leiðtogi Norðurbandalagsins, rauk á dyr og sakaði Berlusconi um gerræði. Nú, á nýbyrjuðu ári, er þess að vænta að enn einu sinni fari fram þingkosn- ingar á ítalíu og þá er líklegt að vinstri flokkar geti notfært sér upp- lausnina á hægri vængnum. Almenningur hafði sett Antonio di Pietro, þann dómara sem hefur gengið harðast fram gegn spillingu, í guðatölu. Hann sagði af sér og ásakaði stjórnmálamenn fyrir að reyna að þvælast fyrir dómstólum. Hinn lán- lausi Berlusconi hafði freistað þess að koma í gegnum þingið frum- varpi sem takmarkaði völd dómara og sak- sóknara. Það kom allt í kollinn á honum aftur: Nú bendir allt til þess að hann verði sjálfur leiddur fyrir dómara og spurður í þaula um peningamál eins fyrir- tækja sinna, Fininvest. Það sem virtust vera krossgötur hefur reynst vera öngstræti; það sem ítalir héldu að væri lausnin á vandamálum sínum hefur öllu heldur reynst vera hluti af vandamálinu. Óánægðir kjósendur Ein afleiðing þessa er að hvarvetna virðist al- menningur hæst- óánægður með pólitík- usana sína. I upphafi árs naut Edouard Ball- adur, forsætisráðherra Frakklands, gríðarlegs atfylgis í skoðanakönn- unum. Vinsældir hans stórminnkuðu þegar komu á daginn ýmis hneykslismál sem helstu bandamenn hans voru flæktir í. Hann átti líka í stökustu erfiðleikum með að taka á stúdent- um og bændum sem létu ófriðlega. Við forystu Verkamannaflokks- ins í Bretlandi tók ungur maður, Tony Blair, sem mörgum þykir heillandi. Hann nýtur þess að Ihaldsflokkur John Major er flækt- ur í spillingarmál og klofinn í herð- ar niður vegna Evrópumála. Flokk- urinn hefur aldrei fengið verri út- reið í skoðanakönnunum síðan mælingar hófust. Hneyksli á ítalska vísu Lítum ögn nánar á helstu spill- ingarmál sem hafa komið evrópsk- um stjórnmálamönnum í bobba. Á Italíu byrjaði þetta allt í Mílanó fyr- ir rúmum tveimur árum. Saksókn- ara varð það á, hérumbil fyrir til- vih'un, að detta ofan á mál þar sem flokkur Sósíalista hafði unnið sér það til óhelgis að þiggja mútufé. Bettino Craxi, foringi Sósíalista og fyrrum forsætisráðherra, er nú dæmdur sakamaður. Þegar farið var að rannsaka málið kom í ljós að varla var til það stórfyrirtæki sem hafði ekki greitt fé til að fá styrki Silvio Berlusconi hlýtur að teljast lánlausasti stjórnmála- maður ársins. Hann lofaði að sópa úr hornum, en í staðinn fyrir að vera lausn á vandanum komust ítalir að því að hann var hluti vandans. eða verkefni hjá hinu opinbera. I réttarhöldunum voru leiddir fram mörg þúsund menn, sumir skrif- stofublækur, aðrir þingmenn, enn aðrir fyrrverandi ráðherrar. Almenningur brást við með því að gera hljóðláta byltingu. Gamlir flokkar hrundu saman, nýtt kosn- ingakerfi var sett saman og í mars voru þingkosningar. Sjötíu af hundraði þingmanna tilheyra nýj- um flokkum og hafa aldrei komið þangað áður. Og nú lítur allt út fyr- ir að kosningahringekjan þurfi að byrja enn á nýjan leik, eins og svo oft áður í órólegri sögu ítalska lýð- veldisins. Og á Spáni Á Spáni flýði áðurnefndur Luis Roldán, yfirmaður Guardia Civil, land 29. apríl. Hans er nú leitað af alþjóðalögreglunni Iriterpol. Rol- dán notaði stöðu sína til að safna auðæfum sem eru metin á um 1.8 milljarð íslenskra króna. Verktakar sem byggðu skála fyrir lögregluna þurftu að greiða honum mútufé. Peningar sem áttu að fara í ekkna- sjóð lögreglunnar lenti inn á bankareikningi hans. José Luis Cocuerca innanríkisráðherra tók á sig ábyrgð á þessu athæfi og sagði af sér. Mariano Rubio, fyrrverandi bankastjóri spánska seðlabankans, hefur verið látinn laus gegn tryggingu eftir að hafa verið handtekinn íyrir verðbréfasvindl og skattaundandrátt. Frá árinu 1987 notaði Ru- bio sér innanhússupp- lýsingar til að braska á verðbréfamarkaði. I ofanálag stofnaði hann banka með forstjóra verðbréfamarkaðarins. Árið 1991 veitti þessi banki Rubio lán upp a rúmlega 3 milh'arða króna. I bókhaldi bank- ans hafa endurskoð- endur fundið ýmislegt sem þeir telja að sé „óvenjulegt". Rubio- hneykslið kostaði fyrr- um viðskiptaráðherra Spánar, Carlos Sol- chaga, sæti í ríkis- stjórn. Juan Hormaechea, fyrrverandi forsætis- ráðherra Kantabríuhér- aðs, var dæmdur í sex ára fangelsi 24. október. Hann hafði gert sig sek- an um að veita vinum sínum opinber verkefni og notaði ríkisfé til að fjármagna hatursherferðir gegn andstæðing- um sínum. Öll þessi mál hafa komið Felipe Gonzalez forsætisráðherra í því- líka klípu að ólíklegt þykir að hann sitji út þetta ár. Spurningin er hvort hann hrökklast frá með skömm eða segir af sér með sæmd eftir fjórtán ára valdaferil. Sviksamir Frakkar Edouard Balladur, forsætisráð- herra og forsetaframbjóðandi, á í miklum vandræðum vegna þess hversu nánustu samstarfsmenn hans hafa reynst spilltir. Hann hef- ur sjálfur ekki beinlínis tengst hneykslismálum, en sumir ráð- herra hans hafa þurft að segja af sér og einn þeirra er í varðhaldi. Alain Carignon, fyrrum sam- göngumálaráðherra, var handtek- inn 12. október. Honum er gefið að sök að hafa þegið hátt í 300 milljón krónur fyrir að útvega fyrirtækjum verktakasamninga við ríkið. Gérard Longuet, fyrrum iðnað- arráðherra, þurfti líka að taka hatt sinn og staf og handtaka er yfirvof- andi. Hann liggur meðal annars undir grun fyrir að hafa þegið 25 milljón króna afslátt þegar hann keypti sér sumarhús í St.Tropez. En hann er viðriðinn fleira, til dæmis mál þar sem kemur við sögu taska full af peningum og hús í París sem enginn kannast við að eiga. Varla annars staðar á byggðu bóli en í Frakklandi hafa stjórnmála- menn meiri völd. Þeir skipa til dæmis í stöður helstu fyrirtækja sem eru að hluta til eða að öllu leyti í ríkiseign. Fyrir að skipa í for- stjórastöður og jafnvel stöður fréttaþula hjá sjónvarpi þiggja stjórnmálamenn mútufé. Forsætis- ráðherrann hefur verið sakaður um að taka linkulega á málunum og margir liggja undir grun um athæfi af þessu tagi. Saksóknarar eru í við- bragðsstöðu og allir virðast sam- mála um að von sé á fleiri afhjúp- unum. Líka ráðvandir Bretar Nýleg skoðanakönnun sýnir að tveir þriðju allra Breta telja að íhaldsflokkurinn sé rotinn í gegn. Ekki jók það virðingu hans þegar blaðamaður brá sér í gervi kaup- sýslumanns og greiddi tveimur þingmönnum, Graham Riddick og David Tredinnick, smáaura (100 þúsund krónur) fyrir að flytja fyrir sig mál á þingi. Tim Smith og Neil Hamilton eru fyrrverandi ráðherrar á Bret- landi. Þeir lentu í vandræðum þeg- ar Egyptinn Mohamed Al Fayed, eigandi Harrod's-verslunarinnar, skýrði frá því að hann hefði falið þeim að leggja spurningar fyrir breska þingið. Verðið var 200 þús- und krónur á spurningu. Tim Smith viðurkenndi athæfið og sagðifljótt afsér. Neil Hamilton þrjóskaðist hins vegar við. Fyrst þverneitað hann öllum staðhæfingum Fayeds, svó gaf hann eftir og viðurkenndi að hafa þegið boð um að dvelja í viku á Ritz- hótelinu í París. Eigandi þess er téður Fayed sem hótar því nú að hann geti komið fleiri ráðherrum á kné. Hann mun hafa dælt um 250 milljónum íslenskra króna í Ihalds- flokkinn á umliðnum árum. Samt beitti viðskiptaráðuneytið breska sér gegn kaupsýsluaðferðum Fay- eds. Ríkisstjórnin vill svipta hann ríkisborgararétti, en Egyptinn á spil uppi í erminni. Fayed gæti líka komið Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráð- herra, í bobba. Hann hafði náið samband við hana og veit margt um viðskipti sonar hennar, Mark Thatcher. Hann hefur skýrt frá því að á stjórnartíð hennar hafi hann fengið 1.3 milljarða króna fyrir að hafa milligöngu um vopnaviðskipti við Saudi-Arabíu.B Þetta „Bara stórveldi eins og Rússland og Bandaríkin geta leyft sér að lúta forystu drykkjurúta og kynferðis- brjálæðinga." Auberon Waugh, breskur - _ dálkahbfundur. „Ef hægt er að láta gamla menn sitja í Elysée-höll, þá er líka hægt að draga gamla menn fyrir dóm." Serge Klarsfeld nasistaveiðari. „Verið ekki að nota orð eins og hetjudáðir, hugrekki, dáðir og dug. Við vorum í bandaríska landhernum og við höfðum verk að vinna. Eng- inn okkar var hetja." Samuel Fuller, 81 árs karl sem barðist á Omaha-strónd á D- dag. „Ég veit ekki hver getur tryggt páf- anum algjört öryggi — nema þá kannski æðsti yfirmaður hans." Oscar Luigi Scalfaro, forseti ítalíu, í tilefni afheimsókn páfa til Sarajevo. „Ég hélt aldrei að þetta myndi enda svona. Hvernig gat mér skjöplast svo illilega." Karl, prins afWales, um hjónaband sittogDíbnu. „Maður semur frið við óvini sína frá því í gær. Hvern annan kost hefur maður?" Yitzhak Rabin, forsœtisráðherra Israels. „Berlusconi segir að hann sofi eins og barn. Það er rétt: Hann vaknar grátandi á þriggja tíma fresti." Roberto Benigni, ítabkur háðfugl. „Ég sé ekki eftir neinu. Ég er hæst- ánægð með sjálfa mig. Á þeim tíma var ég bara venjuleg skólastelpa." Dagmar Wöhrl, þingkona JCristiIegra demókrata i Þýskalandi, sem kom í Ijós að hafði leikið í klámmynd. „Við viljum ekki og við eigum ekki að grafa nýjar skotgrafir í Evrópu." Helmut Kohl, kanslari Þýskalands. „Ég vil aldrei heyra minnst á Gatt framar." Alain Juppé, utanrikisráðherra Frakklands. „Núna þegar ég segi orðið Gaft heyri ég í áhorfendum slökkva á tækjunum sínum úti um allt land." David Frost, breskur sjónvarpsmaður. „Bretland er eyja og allar brýr og öll göng heimsins ná ekki að tengja það við meginlandið." Le Figaro, franskt dagblað. „Það er ótrúlegt að þetta bull skuli hafa tryggt mér kosningu." Jacob Haugárd, danskur spéfugl, sem var kosinn á Evrópuþingið með loforð- um um betra veður og stœrri jólagjafir. ttalir vilja verða Svisslendingar Margir Italir, sem eru langþreytt- ir á spfllingu og glundroða heima- fyrir, mæna öfundaraugum nqrður yfir landamærin til Sviss þar.sem allt er í þvílíkri röð og reglu að mprgum þykir stappa nærri ein- um leiðindum. Fáir hafa- þó jíi astæðu til þessa en íbúar Vig-- o-dals nyrst á'ítalíu, rétt yið- ssnesku landamærin. Dalurinn þykir afar fagur enda er hánn í Ölpunum, en þó eru íbúarn- ir ekki ánægðir. Eitt sinn nutu þeir þéss að vegur og jarðgöng lágu yfir landamærin til Sviss en nú hefur verið lokað fyrir það vegna slysa- hættu. Ibúarnir horfa með eftirsjá til þessarar gullaldar sem lauk 1993. Aðallega verður þeim hugsað til þess hversu miklu betri þjónustu þeir myndu njóta ef þeir væru svissneskir þegnar. Þeim verður hugsað til þess þegar gerði mikil flóð í dalnum nýlega og ítalskar hjálparsveitir eyddu drjúgum tíma í að finna Vigezzo-dal á korti. Menningarlega segjast þeir líka vera Svisslendingar. Þeir tala sömu mál- lýsku og fólkið handan landamær- anna, borða sama matinn og horfa á sömu sjónvarpsrásimar. Sveitarstjórnin hefur leitað til æðstu staða með málaleitan sína. Hún ræddi við Oskar Luigi Scal- Dalurinn er fallegur en íbúarnir eru vansælir. faro forseta og Silvio Berlusconi sem þá var forsætisráðherra. Þeir önsuðu litlu sem engu. Antonia Locatelli, helsti forsvarsmaður Svisslandsvina, segir að nú hafi þau sennilega engan til að tala við — nema kannski páfann. ¦ Bíóið hundrað ára Það verður mikið um dýrðir á þessu ári vegna þess að bíóið telst vera orðið hundrað ára. Fyrsta kvikmyndasýning heims var hald- in í París 28. desember 1895 af þeim Lumiére- bræðrum. Þar voru meðal annars sýndar mynd- irnar Árbítur komabarnsins sem þótti afar fyndin, Órólegt hafið sem þótti áhrifarík og Verkamenn ganga út úr Lumiére- verksmidj- unni. Fyrst mun þó hafa verið sýnd mynd af lest sem kemur inn á brautarstöð en hún þótti svo þrungin hraða og spennu að áhorfendur stóðu á öndinni. Reyndar telst hún hafa verið fyrsta kvikmynd sem sýnd var á opinber- lega. Á þessum hundrað árum hefur listgreinin þróast frá því að vera skemmtun fyrir almúgann sem þótti harla ómerkileg í það að vera sú listgrein sem líklegast er einna vinsælust og áhrifamest. Á þessari ártíð kvikmyndanna minnast menn látinna höfðingja og stór- snillinga. Er ekki nóg að nefna John Ford, Jean Renoir, Orson Welles, Francois Truffaut og Luis Bunuel. Fræg mynd eftir Jean Renoir heitir Blekkingin mikla. Þetta nafn hefur viljað loða við kvik- myndirnar eins og þær leggja sig og hér er einn af blekkingar- meisturunum, Orson Welles.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.