Helgarpósturinn - 02.01.1995, Síða 9
MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
9
Bankaeftirlit Seðlabankans
Hefur ítrekað þurft að
gera afhugasemdir við
hlutabréfaútboð
Þórður Ólafsson, formaður bankaeftirlits Seðlabankans. „Við höf-
um fremur talið að um vanþekkingu manna væri að ræða í þeim til-
fellum sem höfum þurft að hafa afskipti af hlutabréfaútboðum en
að menn vísvitandi að fara í kringum reglurnar."
„Það hefur farið vaxandi að við
höfum þurft að gera athugasemdir
við framkvæmd lokaðra hlutafjár-
útboða. Við höfum orðið varir við
það að stjórnendur fyrirtækja, og
þeir sem standa að útboði mark-
aðsverðbréfa, hlutabréfa eða
skuldabréfa, séu ekki nægjanlega
kunnugir þeim reglum sem gilda
um þetta,“ segir Þórður Ólafs-
son, formaður bankaeftirlits
Seðlabanka Islands. Bankaeftirlit-
ið gerði íyrr í þessum mánuði at-
hugasemdir við hlutabréfaútboð
Softis hf. en forráðamenn fyrir-
tækisins hugðust halda lokað út-
boð meðal félagsnranna sinna.
Bankaeftirlitið benti hins vegar á
að útboðið félli undir reglugerð
um almennt útboð og þyrfti þar af
leiðandi að uppfylla þau skilyrði
sem gilda um slík útboð.
„Það hefur komið til tals að það
sé nauðsynlegt að gera átak á veg-
um viðskiptaráðuneytisins, Seðla-
bankans og hugsanlega Verð-
bréfaþingsins til þess að kynna
nánar þær reglur sem um þetta
gilda. Það er ýmislegt sem bendir
til þess að menn séu ekki nægilega
upplýstir um þessi mál og við höf-
um því fremur talið að um van-
þekkingu manna væri að ræða í
þeim tilfellum sem höfum þurft
að hafa afskipti af hlutabréfaút-
boðum, en að menn væru vísvit-
andi að fara í kringum reglurnar.“
Þórður segir að yfirleitt séu at-
hugasemdir bankaeftirlitsins til
komnar þegar menn telji sig vera
með lokað útboð en öll einkenni
útboðsins séu á þá leið að þau telj-
ast almenn.
Lokuð útboð verða að uppfylla
ýmis skilyrði. Forkaupsréttarhafar
mega til að mynda ekki vera fleiri
en 200 og heildarsöluverð í útboð-
inu má ekki fara yfir 5 milljónir. Ef
þessi skilyrði eru ekki uppfyllt er
um almennt útboð að ræða og al-
menn útboð verða að fara fram
fyrir milligöngu verðbréfafyrir-
tækis.
Pálmi Sigmarsson hjá verð-
bréfafyrirtækinu Handsali segir að
þau íyrirtæki sem hafa staðið að
framkvæmd útboða sjálf séu yfir-
leitt að reyna að spara sér kostnað
og tíma.
„Þessir aðilar þykjast vita hverj-
ir kaupendurnir eru og ætla að
hafa samband við þá beint en gæta
þess síðan kannski ekki alltaf að
fylgja þeim reglum sem þarf að
fylgja við framkvæmd útboð-
anna,“ segir Pálmi og bendir á að
menn flaski jafnvel á einföldustu
atriðum þegar þeir ætla að sjá um
útboðin sjálfir.
„Menn átta sig til dæmis ekki á
því að opin útboð má ekki auglýsa
opinberlega heldur rná einungis
kynna þau með beinum bréfsend-
ingum til þeirra aðila sem á að
bjóða hlutabréf til kaups.“
-jk
Þrír menn sátu í gæsluvarðhaldi vegna mikils
innflutnings á hassi. Fíkniefnalögreglan telur
fullvíst að Tryggvi Bjarni Kristinsson á Spáni hafi
útvegað fíkniefnin og komið þeim til landsins
Framsals krafist
á TVyggva Bjama
er í þriggja mánaða gæsluvarðhaldi í Portúgal.
Fíkniefnalögreglan hefur beðið
um framsal á Tryggva Bjarna
Kristinssyni frá Spáni en hann er
talinn hafa séð um að koma fíkni-
efnum þaðan í stórum stíl. Beiðnin
nú er tilkomin vegna rannsóknar á
hassmálinu sem kom upp í byrjun
nóvember. Þrír Islendingar sátu í
gæsluvarðhaldi vegna þess máls,
Sigurbjörn Þorkelsson, Örn
Ingólfsson og Þorri Jóhannsson
í kjölfar þess að breskt par var tek-
ið á Keflavíkurflugvelli með 6,1
kíló af hassi.
Sýnt þykir að þáttur Sigurbjörns
sé stærstur hér heima en framsals-
beiðnin á Tryggva Bjarna er nú til
meðferðar hjá dómsmálaráðu-
neytinu en vegna skorts á gögnum
verður beiðnin ekki afgreidd fyrr
en í byrjun ársins. Tryggvi hefur
búið á Spáni til margra ára og lengi
grunaður um að hafa staðið fyrir
innflutningi hingað til lands. I
byrjun desember var hann hand-
tekinn í Portúgal vegna fíkniefna-
máls þessu ótengdu og dæmdur í
þriggja mánaða gæsluvarðhald þar
í landi. „Það liggur því ekkert lífið
á, því við vitum hvar hann er,“ eins
og einn heimildarmanna blaðsins
sagði. Hann á að baki langan af-
brotaferil hér heima og á Spáni en
á síðasta ári var hann dæmdur á
Spáni fyrir barsmíðar og nauðgun
á þarlendri íyrrum eiginkonu sinni
sem var töluvert eldri en hann.
Hópurinn sem nú er til rann-
sóknar hefur lengi verið grunaður
um innflutning og eins og í þessu
tilfelli kemur hassið frá Spáni. Sig-
urbjörn og Örn voru teknir í sept-
ember ásamt Páli Konráðssyni
með um 400 grömm af hassi og
samkvæmt heimildum blaðsins
leiddi það til lausnar síðara máls-
ins í nóvember. Þeir Sigurbjörn og
Örn ráku á sínum tíma saman
veitingastaðinn 22 ásamt Hjördísi
Ingólfsdóttur, systur Arnar og
fyrrum sambýliskonu Sigurbjörns,
en 1993 var hún dæmd fyrir inn-
flutning á tveimur kílóum af hassi
sem ættaður var frá Spáni. Sam-
býlismaður hennar, Petrus, var
árið áður tekinn með 1,3 kíló af
amfetamíni í Keflavík. Þorri hins
vegar spilar með Erni í hljómsveit-
inni Inferno 5. Fjölmargir aðrir eru
taldir tengjast meintum innflutn-
ingi og dreifmgu til margra ára,
jafnvel tvo áratugi. Meðal þess sem
skoðað hefur verið eru miklar
gjaldeyristilfærslur hjá þessum
hópi hin síðari ár og þess má einn-
ig geta að Sigurbjörn var með di-
plómatapassa til margra ára. Þá fór
Örn í tvígang til London síðastlið-
ið haust á vegum menningarfull-
trúans en ekki hafa þær ferðir ver-
ið tengdar innflutningi, sam-
kvæmt heimildum blaðsins.B
Ath! Skráning er hafin í nkkar geysivinsælu fitubrennslunámskeið
Auglýsinga- og áskriftasíminn er 2 22 11
Pi stu m im 1